Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 27
ins kreppan gerist. Konu á fimmtugsaldri án menntunar og atvinnumöguleika getur t.d. fundist skilnaður miklu meira ógn- vekjandi en 25 ára stúlku með menntun og atvinnumöguleika. Ytri félagslegar aðstæður skipta miklu máli fyrir þann sem lendir í sálrænni kreppu. Ef lifskjör fólks eru slæm getur sálræn kreppa haft alvarlegar afleiðingar. Fjögur stig sálrænnar kreppu Johan Cullberg hefur skipt sálrænni kreppu í fjögur stig sem hver sá þarf að reyna sem í henni lendir. Dæmi um þessi fjögur stig eru eftirfarandi. 1. „Sjokkstigið” Fyrsta viðbragðið við kreppunni er það, að sá sem verður fyrir henni reynir að komast hjá því að skilja það sem hefur gerst. Hann getur ekki almennilega skilið hvað hefur gerst. Viðbrögðin geta verið misjöfn. Sumir geta virst alveg rólegir og yfirvegaðir á yfirborðinu en skynjað mikinn óróleika og truflun innra með sér. Aðrir geta orðið líkt og steinrunnir og þunglyndir. eru erfiðleikar með svefn, þunglyndi, lystarleysi og þreyta. Sállíkamleg einkenni, eins og t.d. magaeinkenni, geta gert vart við sig, og í sumum tilvikum hefur maðurinn brenglað raunveruleikaskyn. Sjálfsmorð geta komið fyrir á þessu stigi. 3. Viðgerðar- og úrvinnslustigið Þetta tímabil getur varað frá nokkrum mánuðum upp í ár. Það felur í sér að einstaklingurinn byrjar smám saman að losa sig við hið liðna og átta sig á lífinu og framtíðinni. Ef reynt hefur verið að vinna úr því sem gerðist er möguleiki á því að manneskjan geti metið ábyrgð sína og sök á því sem gerðist. Þannig er hægt að meta aðstæðurnar á raunhæfari hátt. Þeim sem getur unnið sig í gegnum slíka kreppu finnst oft að hann sé reynslunni ríkari og þroskaðri en áður en kreppan skall yfir. 4. Uppbyggingarstigið Ef einstaklingnum hefur tekist að komast vel yfir úrvinnslustigið er mögulegt aðkomastút úr kreppunni án þess að hljóta ævarandi skaða. Kreppan getur skilið ör 2. Viðbragðsstigið Viðbragðið kemur þegar maðurinn getur ekki lengur haldið því frá sér sem hefur gerst og neitað þýðingu þess. Maðurinn byrjar að skynja raunveruleikann og hleypa óttanum að innra með sér. Á þessu stigi fer sá sem hefur lent í kreppunni að fást við sorg sína, og hann reynir að koma einhverju lagi á þann rugling sem hann skynjar innra með sér. Þegar hér er komið er algengt að maðurinn sveiflist á milli þess að vilja að einhver sé góður við sig og sjái um sig og þess að vilja vera einn og óháður öðrum. Spurningin um hvers vegna þetta gerðist kemur upp og algengt er að viðkomandi ásaki umheim- inn. Önnur algeng viðbrögð á þessu stigi eftir sig. En þegar best lætur finna menn í henni styrk sem veitir innsæi í nýja og áður óþekkta krafta. Einstaklingurinn getur þá byrjað að byggja sér upp nýja tilveru. Lögfræðileg slagsíða Allt það sem sagt hefur verið í ofan- greindu getur verið dæmi um hvernig einstaklingar bregðast við í kreppu. Atriðin snerta þá sálfræðilegu þætti sem geta kom- ið upp þegar kreppa eins og t.d. skilnaður á sér stað. Skilnaður hefur lögfræðilega slagsíðu. Það merkir að aðallega er fengist við fjár- hagsleg mál fólks og hagnýt atriði út af börnum við skilnað en ekki við þau tilfinn- ingalegu atriði og þá sálrænu kreppu er skilnaðaraðilarnir verða fyrir. 25* tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.