Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 6
Börn drykkjusjúkra Mikið er drukkið. Áfengi hefur verið sá vimugjafi sem fólk hefur notað mest af öllum vímugjöfum frá alda öðli. Áfengi er bæði notað í gleði og sorg. Hina lærðu hefur lengi greint á um hver sé það sem kallað er drykkjusjúkur. Sumir álíta að drykkjusýki sé sjúkdómur eins og hver annar líkamlegur sjúkdómur. Aðrir halda þvi fram að drykkjusýki stafi af þjóð- félagslegum ástæðum og þær valdi því að stöðugt fleiri leiti á náðir áfengisins. í dag er ekki til skilgreining á áfengissýki sem allir geta verið algjörlega sammála um. Til þess er málið allt of flókið. En hvort sem menn álíta að áfengissýki sé af líffræði- legum toga spunnin eða félagslegum og geðrænum, eru sennilega allir sem eitthvað þekkja til fyrirbrigðisins sammála um einn hlut. Það er: Ofneysla áfengis skaöar miklu fleiri einstaklinga en ncytandann sjálfan. Það er oft talað um að minnst 3-4 ein- staklingar líði fyrir ofneyslu eins. Börn iiOd sérstaklega fyrir áfengisneyslu foreldr- anna. Þeim hefur hins vegar ekki verið veitt sérstök athygli í þessu sambandi. Þau hafa oft með réttu verið kölluð „gleymd börn”. Drykkja og drykkjusýki Það er smám saman farið að líta á drykkjusýki sem eitt alvarlegasta vandamál sem við er að etja á Norðurlöndum. Það er líka staðreynd að almennt hefur drykkja aukist mikið, svo að segja hjá öllum aldurs- hópum. Það tekur einstaklinginn mislangan tíma að missa stjórn á áfengisnotkun sinni. Hér áður fyrr var oft talað um drykkjusýki þegar einstaklingurinn var svo háður áfengi að líkamleg og andleg heilsa hans var í hættu og þegar félagsleg og fjárhags- leg staða varð eða átti á hættu að verða fyrir barðinu á áfengisneyslu. Áfengisnotkun getur hins vegar komið fram í ýmsum myndum. Það er t.d. hægt að tala um sálræna vanabindingu í sam- bandi við áfengisneyslu. í slíkum tilvikum er lítil tilhneiging til að auka skammtinn, og það koma ekki fram fráhvarfseinkenni þegar einstaklingurinn hættir drykkju. í alvarlegri tilvikum, eða þegar áfengið stjórnar einstaklingnum en ekki öfugt, er bæði um að ræða sálræna og líkamlega bindingu við efnið. Einstaklingurinn hefur þá bæði ómótstæðilega þörf fyrir meira og meira áfengi og fráhvarfseinkenni ef hann hættir. Fáar rannsóknir á börnum drykkjusjúkra Börn eru þögull hópur. Börn eru hinn rétti þögli meirihluti. Þau láta ekki í sér heyra þrátt fyrir að þau séu sárþjáð andlega eða líkamlega. Börn eru ein um reynslu sína, þau opinbera hana ekki svo auðveld- lega fyrir öðrum. Þau bera harm sinn í hljóði og sýna ef best lætur einhver ytn einkenni sem fólk gjarnan kallar hegðunar- einkenni. Slík einkenni eru oft eðlileg viðbrögð við innri vanlíðan og togstreitu. Börn hafa að miklu leyti gleymst í rannsóknum á drykkjusýki. Menn hafa að vísu t.d. sýnt þvi fremur mikinn áhuga, að það sé samband á milli skaddaðs fósturs og áfengisnotkunar móður á meðgöngutíma. En sálræn reynsla og reynsla barna af drykkjusýki foreldra hefur Iítið verið rannsökuð. Afleiðingar drykkjuskapar fyrir börn Finnar hafa átt við mikil áfengisvanda- mál að stríða og þeir standa framarlega í rannsóknum á áfengisvandamálum. Þeir hafa í auknum mæli veitt því athygli að böm hafa gleymst í rannsóknum á áfengissýki. Finnski sálfræðinjgurinn Ingalill Öster- berg sem var hér á íslandi í sambandi við norræna ráðstefnu sálfræðinga, Barn 79, gerði grein fyrir hvernig rannsóknir á börn- 6 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.