Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 10
Það var gaman á þeim árum. nög af kvenfólki... maður lifandi. drjúgan. Stuttu síðar kom ég að honum í næsta herbergi þar sem hann var í óða önn að tæta og grúska í skrifborðsskúffunni minni. Þóttist hann vera að skoða frí- merkjasafnið mitt, en í þá tíð átti ég engin frímerki. Það er alveg ljóst að þetta var njósnari og hann var að njósna um mig. — Höfðuð þið ekkert samband við móðurflokkinn í Þýskalandi? — Nei, ef á að fara að æpa eitthvað um þetta í blöðin þá vil ég að það komi skýrt fram að við höfðum aldrei hið minnsta samband við nasista í Þýskalandi (Nú er Helga mikið niðri fyrir, en nær sér fljótlega og helduráfram): — Það dró mjög úr starfsemi Þjóðernis- flokksins eftir að Bretinn kom. Ég skal ekk- ert um það segja hvort íslenskir nasistar hafi orðið hræddir þegar óvinurinn hertók landið, alla vega létu menn minna á sér bera eftir það. Sumir snarsnerust og þóttust ekki vera þjóðernissinnar lengur, aðrir þögðu þunnu hljóði, og svo eru það menn eins og ég sem þorum að kannast við að hafa verið nasistar og erum stoltir af. Ég fór alltaf í búninginn minn á tyllidögum, sér- staklega 1. maí, en hélt mig mest inni við vegna þess að ég vildi ekki vera að raska ró manna með því að sýna mig á almannafæri í fullum skrúða. En það var jafngaman að sitja í búningnum inni í stofu. Stelpan í bakaríinu — Hvar er búningurinn núna? — Því miður get ég ekki sýnt þér hann. Konan sem ég held mest við núna taldi rétt- ast að fela hann. Það er sama konan og olli því að ég hef verið búsettur hér í Keflavík að mestu síðan 1939. Upphaflega kom ég hingað til að vinna að bryggjugerð á vegum Óskars Halldórssonar, en spor þess mikil- mennis liggja víða þó á ýmsu hafi gengið. Ég kom sem sagt hingað til að byggja bryggju og þá var hér stelpa sem vann í bakaríinu ...! Og hér er ég ennþá. Konan var félagi nr. 19 í Þjóðernisflokknum en samt faldi hún búninginn. Ég gaf aldrei út félagaskírteini handa sjálfum mér — ég var félagi nr. 1 og þurfti ekki skírteini. — Það var gaman á þessum árum. Allt- af nóg að gera og kvenfólkið ... maður lif- andi, þjóðernissinnar þóttu flottir. Búning- arnir okkar voru saumaðir hérlendis og við vorum með nasistafánann og armborðana í íslensku fánalitunum — fallegt! Við höfðum aðstöðu í Tjarnargötu 3, þar fund- uðum við gjarnan og frá þeim stað hófust flestar göngur okkar. Ég var mælskur I þá daga og talaði mikið á útifundum. Komm- arnir voru alltaf með kylfur uppi I erminni þegar mikið stóð til og einhverju sinni reyndi einn af þeim að berja mig með kylfu. Þó ég væri ekki stór þá tókst mér að snúa kylfuna úr höndum hans og notaði hana síðan sem rauðan þráð í ræðu sem ég hélt þarna skömmu síðar. Það var gerður góður rómur að máli mínu og rökum. — Reyndir þú ekki að komast á þing? — Jú, ég bauð mig fram þrisvar og féll jafnoft. Tvisvar í Reykjavík og einu sinni í Reykjaneskjördæmi. Á Reykjanesi var andstæðingurinn enginn annar en Ólafur Thors og þegar ég var að reyna að standa uppi í hárinu á honum á fundum, var hann vanur að hrópa: — Hver er þessi strákur? Látið hann þegja. Getið þið ekki farið í burtu með strákinn! En mannfjöldinn sinnti því aldrei þannig að Thors fékk ekki hjálp við að fjarlægja mig. Maður var mælskur í þá daga. í Reykjavík var ég í fyrsta sæti á framboðslista flokks þjóðernis- sinna og ég man eftir að Óskar Halldórsson var í þriðja. Óskar var minn maður og ég 10 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.