Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 45
Þá tók hann aftur til máls, greinilega: „Fáránlegt! Tilgangslaust! Allt var svo tilgangslaust! Þau voru örugg... á öruggasta stað í heimi. — Ég veitti þeim haeli.” „Nick, elskan mín. Hver voru örugg? Segðu mér það, gerðu það!” Rödd hans var styrk núna. „Börnin! Örugg! Hvert eitt og einasta! Ég kom þeim öllum inn i kirkjuna." „Hvaða kirkju, Nick? Hvar?” Hann starði en þekkti hana ekki enn. „Trúboðskirkjuna. Hún var auð. Þeir höfðu skotið prestinn ... en ég hringdi klukkunni — börnin heyrðu það. Þau komu langt að.” Hún beið eftir að önnur skjálftahrina liði hjá. Siðan spurði hún: „Hver drap prestinn, Nick? Voru það hermennirnir, hermennirnir sem þú barðist við?" Hún fékk ekkert svar og hélt þvi áfram: „Þú varst málaliði í Biafra, Nick? Þú barðist við hermennina?" Nú þekkti hann hana og skildi spurn- ingu hennar. „Barbara!" Hún dró hann nær sér, þrátt fyrir særðu öxlina. Hann hélt höfði sínu þétt að henni þegar hann stundi upp: „Mér var borgað fyrir að berjast, Bar- bara. Peningar fyrir að drepa fólk. Og ég var góður i því. Einn af þeim bestu.” Hann hló nöprum, gleðilausum hlátri, áður en hann hélt áfram. „Versta tegund af hermanni! Það kallaði faðir minn mig. Og hann hafði rétt fyrir sér." Hún vissi að hann var að missa með- vitund aftur. Hún hristi hann til og fékk hann til þess að kveinka sér. „Nick, þaðer búið núna. Að eilífu.” Síðan hélt hún áfram i mildari tón. „En hvað varð um börnin, Nick, þau sem voru i kirkjunni?" Hann andvarpaði mæðulega. „Börnin voru þeirra megin, Barbara. Þaðvar það hræðilegasta. Um það leyti höfðu flestir gleymt því hver var óvinur, þeir börðust hver við annan. Vinir gegn vinum. Fjöl- skylda gegn fjölskyldu. En börnin — þau voru lokuð inni í kirkjunni. Örugg. Ég sagði þeim öllum að biða — þar til skothriðin hætti — þar til Rauði kross- inn kæmi. Þá byrjuðu þeir að senda sprengjur á kirkjuna.” Hann stundi. „Þeir voru að drepa sitt eigið fólk, sin eigin börn!" „Nick!” Barbara hélt huggandi utan um hann og reyndi að þurrka út mynd- ina af trúboðskirkju i rústum — brenn- andi. Börn inni — grátandi — hrópandi! „Nick, þetta strið! Það voru mistök! Hræðilegt slys!” Rödd hennar var tómleg og ósannfær- andi. Tárin fylltu augu hennar. „Barbara, þetta var mér að kenna. Ég hefði ekki átt að skipta mér af þessu.” Hann safnaði krafti til þess að þagga niður mótmæli hennar. „En kirkjan er örugg, hugsaði ég. Guðshús!” Örmagna féll hann saman hjá henni, skjálftinn var næstum alveg horfinn. Hann var vart með meðvitund þegar hún skipti um stöðu og lagði hann var- lega á bakið. Tárin streymdu niður andlit hennar. „Nick, elskan mín. Þetta var ekki þér að kenna. Þú gerðir það sem þú hugðir rétt- ast. Þú hefðir getað verið drepinn sjálfur." Hún sá hve orð hennar voru gagnslaus, hann heyrði ekki í henni. Hann svaf nú og bylti sér. Sólin kom upp og bar með sér lang- þráðan hita. Himinninn var heiðblár, sefið sindraði og loftið var hreint. Loka- tuluvatn var komið á hreyfingu og sleikti bakkann hljóðlega. Á þessu andartaki hefði heimurinn mátt vera fullur friðar. Barbara tyllti sér á tær og reyndi að sjá á sólinni og skógarbeltinu hvar þau væru stödd. Þegar þau höfðu beðið eftir myrkrinu i kofanum kvöldið áður hafði Nick minnst á stefnumótið sem hann hafði ákveðið við Lilla Selkirk. Það var við vað á á, sem var á landamærum rikj- anna tveggja. Siðasti áfangi ferðar þeirra gat þýtt öryggi handan landamæranna. En hún var áhyggjufull þegar hún íhugaði að- stæður þeirra. Um nóttina hafði hún dottað einstöku sinnum meðan Nick hafði bylt sér eirðarlaus i örmum hennar. Hún var stirðari og aumari en hún hafði nokkurn tíma imyndað sér að væri mögulegt; þyrst og svöng og föt hennar voru enn blaut, svo hörund hennar var rakt. Nick lá kyrr í grasinu sem hún hafði búið til flet í fyrir hann. Hann var grár og kinnfiskasoginn og svartir skegg- broddarnir gerðu hann enn fölari. Hann virtist sneyddur öllu afli og Barbara vissi að honum lá á læknishjálp. Hún var að velta fyrir sér hvort hún ætti að leita læknishjálpar ein og skilja Nick eftir, þegar hún heyrði flugvél nálgast. Hún sneri sér við að vatninu. NANCI HELGASON GJAFIR OG BOÐ LEIKFÖNG SEM BÖRNUM ÞYKIR GAMAN AÐ . . . Aldur 1 árs: Leikföng í skærum litum, hringlur, hringir til að naga, brúður, uppstoppuð dýr, leikföng til að leika sér að í baðkerinu (Ekkert af þessum leikföngum mega þó vera það lítil að hætta sé é að barnið gleypi þau). Aldur 2 éra: Leikföng máluð skærum litum, brúður, uppstoppuð dýr sem hægt er að þvo, kubbar, leikföng sem hægt er að raða saman é einfaldan hétt, litlir boltar i skærum litum, brúðuvagnar og rugguhestar. Aldur 3-4 ár: Einföld kubbasett, bilar, þrihjól, hjólbömr, brúðuvagnar, kubbar, litlar eftirlikingar af hús- gögnum og búséhöldum, einföld pússluspil, myndabækur, borð og stólar, litir og litabækur, klippimyndir, boltar og brúðu- hús. Aldur 5-6 éra: Hjól með hjálpardekkjum, sleðar, verkfæri, stórir kubbar, litasett, vefnaðar- og saumasett, litlar eftirlíkingar af húsgögnum og búsáhöldum, brúðuhús, leik- fangaplötuspiarar og leðrfanga- plötur, rúlluskautar, rafmagns- lestir og bilar, spil, bækur og plötur. Aldur 8 éra og eldri: Tómstundaleikföng, módeF sett, vertdæri, Þróttaéhöld, málarakassar, efnafræðikassar, spil, pússluspil, bækur, plötur og hjól. Pakkið sængurgjöfum inn i for- siðu einhvers þess blaðs, sem kom út é fæðingardegi barnsins. Létið stjömuspéna og veður- spéna fylgja með. Skrifið hjé ykkur áhugamél vina og ástvina sem þið hafið orðið vör við yfir árið. Þé er auðveldara að velja afmælisgjafir eða aðrar gjafir, t.d. eins og gjafakort fyrir reiðskóla, yoga- tíma eða leikhúsmiða. Afar og ömmur með litil fjárréð en mörg barnabörn geta notað þessa hugmynd um afmælisgjöf: Safnið krónupeningum eða ti- köllum í kmkku og létið afmælis- barnið grípa handfylli sina af þeim. Notið kringlótta sælgætismola með holu i miðjunni sem kerta- stjaka é afmælistertur barna. Veljið brúðargjöfina af hugul- semi og sparneytni: Takið innF legar myndir af brúðkaupinu, af einhverri þeirri stemmningu sem oftast fer fram hjé atvinnuljós- myndurum. Setjið myndirnar i albúm og gefið brúðhjónunum þegar þau snúa aftur úr brúðkaupsferðinni. Gefið vinsælar uppskriftir með heimatilbúnum jólagjöfum. Veljið uppskrrft sem hæfir gjöf- inni, Ld. uppskrrft af heima- bökuðu brauði með kmkku af heimatilbúinni sultu. Leyfið hverju bami fyrir sig að velja eitt af jólatrósskrautinu fyrir hver jól. Þegar skrautinu er pakkað saman eftir jólin, leggið þé hið sérvalda skraut barnsins i sór öskju. Þegar bömin em orðin stór og fara að heiman eiga þau þannig safn af jólaskrauti, sem geyma góðar minningar, é sitt eigið tró. Ef boð em haldin er betra að segja gestunum fyrirfram um hvers konar boð só að ræða svo þeir geti klætt sig í samræmi við það. Ákveðið matseðilinn af hugkvæmni en gefið þó gestunum aldrei neinn tilrauna- mat. Veljið rótti sem passa vel saman og þið hafið reynt éður. Reynið að muna eftir matar- venjum gestanna, sórstaklega hvað snertir megmn, kaloríur, sætindi, drykki o.s.frv. Reynið að haga matseðlinum þannig að fljótlegt só að bera fram róttina. Ef engrar hjélpar nýtur við em þeir róttir heppilegir sem hægt er að bera fram i pottunum. Og hór kemur hugmynd að koniaki með kaffinu sem þið sjélf getið búið til: Fyllið 1/2 af literskmkku með rúsinum. Fyllið kmkkuna síðan af búrbon eða rúgviskíi og létið það standa í viku. Árangurinn er Ijúffengt ávaxtabragð af drykknum og síðan em rúsínurnar alveg afbragð í évaxta- eða krydd- kökur. Einfaldur sméróttur: Létið þurrar rækjur liggja i sórríi i fjóra tima. Berið þær siðan fram é hanastólskexi. Það er alltaf betra að Ijúka matseldinni rótt éður en borðað er heldur en að hita róttina upp. Í þvi sambandi er gott að muna að næstum þvi allir róttir þola að biða eftir lokasuðu þegar þeir em soðnir að 2/3 hluta. Munið að það er afar mikiF vægt fyrir þann sem gefur að fé upphringingu eða smé þakkar- kort fyrir gjöfina, sérstaklega ef gjöfin er aðsend. Þé getur gefandi verið viss um að þú hafir fengið hana. 32. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.