Vikan


Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 09.08.1979, Blaðsíða 26
Pf\\t Sue “Ti **« pað er aðbam harW er sér ímyn vinurinw byrJa Paul var fjögurra ára þegar hann kom til okkar. Hann var lítill eftir aldri. veiklulegur og afskaplega gugginn. Þunnt hárið var illa klippt og bláu augun hans virtust of stór fyrir litið. fölt andlit- ið. Með honum kom Goobie — hinn ósýnilegi vinur hans. Þetta var erfiður timi fyrir okkur öll. Þessi tími réð úrslitum um hvort Paul tæki okkur og við honum. Ef allt gengi vel mundum við ganga frá ættleiðingar- skjölunum. Við vorum aðvöruð um, að hann væri frekar erfiður. en þegar á reyndi kom i Ijós. að þar var vægt til orða tekið. Það var eins og að reyna að stöðva rigning- una á miðri leið að reyna að koma brosi á þetta föla andlit. Þegar við Phil reyndum að skemmta honum leit hann á okkur fjarrænn á svip og ef við reyndum að nálgast hann og kjassa rann hann úr örmum okkar eins og áll. hljóp út í horn og hóf endalausar samræður viðGoobie. Ég hafði heyrt um börn, sem áttu ímyndaðan leikfélaga en Goobie var meira en leikfélagi. Hann var vörn gegn öllu, sem Paul vantreysti. Hann virtist vantreysta okkur. Það var átakanlegt að sjá þessa litlu veru húka úti i horni með bakið fram i herbergið og tala lágum rómi við hina ósýnilegu veru. En þrátt fyrir undarlega hegðun sina vann Paul hug okkar og hjarta og við þráðum heitt að sjá hann verða hraustan og kraftmikinn. En hvernig mátti það verða? Á hverju kvöldi, þegar Paul var kominn i rúmið i bjarta litla herberginu. sem við höfðum einu sinni útbúið fyrir okkar eigin son. las ég fyrir hann sögu. Hann krafðist þess. að ég læsi söguna hægt svo að Goobie skildi hana. Ég varð líka að sitja nógu langt frá Paul til að það væri pláss fyrir Goobie á milli okkar. Og þannig var það alltaf — bil á milli okkar — og bilið var Goobie. Goobie var örugglega raunverulegri fyrir Paul en við vorum. Raunverulegri en Phil með krikketleiki og fótbolta eða ég með heimabakaðar kökur og göngu- ferðir i skemmtigarðinum. „Sjáðu. Paul — endur,” sagði ég og hann sneri sér frá mér. benti og sagði. „Sjáðu. Goobie — endur." Forstöðukonan á barnaheimilinu hafði varað okkur við ímynduðum leik- félaga hans. „Mörg börn eiga slika fé- laga . ..” sagði hún, „en það er öðruvisi með Paul. Ég held að hann sé svo lok- aður inni i sinum eigin heimi að Goobie. eins og hann kallar hann. eigi ást hans alla.” „Við höfum alls ekki getað nálgast hann. Ég veit ekki hvort ykkur tekst það . .. ef til vill inni á venjulegu heimili En ég hafði verið viss um að allt yrði i lagi. Ég sagði að við hefðum nóga ást að gefa, við Phil — og að Paul myndi fá meira en nóg. Forstöðukonan horfði alvarlega á mig. „Það er mjög erfitt. frú Hadden.” sagði hún hægt, „að gefa barni eitthvað. sem það vill ekki taka við. Ó. Paul þarfn- ast ástar — þarfnast hennar mjög — en hugur hans virðist hafa einangrað sig frá raunveruleikanum. Svo að þið skuluð ekki búast við of miklu af honum." Það var Phil, sem svaraði, „Við bú- umst ekki við neinu. Við viljum einungis gefa barni gott heimili." Hann þurfti ekki að bæta þvi við að ég var ófær um að eignast annað barn eða að sonur okk- ar hafði dáið fjögurra ára — á sama aldri og Paul var. Hún vissi þegar um þann hörmulega tima og hafði þá þegar reynt að telja okkur frá því að taka Paul vegna þess sagði hún. að líkindin yrðu of mikil og endurminningar of sárar að bera. Við svöruðum því til, að það vandamál kæmi upp í hvert sinn, sem við sæjum litinn dreng, hvar sem var. Þar sem Paul var eina barnið. sem hægt var að fá. vegna þess að hann var erfiður, höfðum við maldað í móinn og sagt að hann þarfnaðist okkar jafnvel meira en við hans. En þarfnaðist hann okkar? Ég velti þvi fyrir mér rigningardag nokkum, þegar hann sat og horfði út um bilrúðuna gjörsneyddur áhuga eða lifi. Höfðum við tekið of mikið á okkur? Var þessi litli drengur þegar allt kom ti! alls hamingjusamari i sinum eigin tilbúna heimi en hörðum raunveruleikanum? Hann var sá eini sem komst lífs af úr hræðilegu bilslysi. Hann átti enga nána ættingja nema gamlan afa. sem myndi ckki vera fær um að lita eftir nokkrum dreng. „Mig langar að reyna.” sagði ég ákveðin. Svo að hér vorum við — lítil og. að þvi er öðrum virtist. venjuleg fjölskylda. Paul var litill og Ijóshærður og gat auð- veldlega verið sonur minn. Þó hafði Jeremy verið dökkhærður. þróttmikill, óþekkur og hrekkjóttur. Hann átti enn hjarta mitt og ég vissi. að svo var einnig með Phil. Við héldumst þétt i hendur á leiðinni þegar við gengum inn á skrifstofu for- stöðukonunnar og andlit okkar hljóta að hafa endurspeglað innri spennu okkar ogákvörðun. Þessar tilfinningar véku þó fljótt fyrir þolinmæði. Við vorum þolinmóð, þegar Paul sneri sér frá okkur og einnig þegar hann grét á næturnar, en erfiðast var það þegar hann tók reiðiköst. Stundum grýtti hann hlutum í þessum reiðiköstum og lýsti þvi síðan yfir, að hann væri saklaus. „Goobie gerði það," sagði hann alvarlegur. „Hann er aftur óþekkur i dag." Hann bar fram þessa afsökun dag nokkurn eftir að hafa brotið fallegan vasa, sem var brúðargjöf frá Sylviu frænku minni. Sylvia frænka var ger- semi. Hún átti mjög lítið af peningum og ég vissi að hún hlaut að hafa sparað mánuðum saman til að geta keypt vas- ann. Skyndilega var þolinmæði mín á þrotum. „Ég veit ekki hvor ykkar braut hann,” sagði ég, „en hvor sem það var er mjög óþekkur drengur. Okkur þykir mjög vænt um konuna sem gaf okkur hann." Paul leit á mig tærum bláum augum. „Hvað þýðir að þykja vænt um?" Reiðin bráði af mér á meðan ég reyndi að finna svar. „Að þykja vænt um þýðir ...” Ég stoppaði og byrjaði aftur. „Að þykja vænt um þýðir að þér liki við þau, að þau séu vinir þínir, að þú viljir ekki særa þau." Ég beygði mig niður og tók utan um grannan líkamann i hárauðu peysunni. „Okkur þykir vænt um þig, Paul. Mjög vænt um þig." Hann leit gætilega á mig, sleit sig síðan lausan frá mér og sagði: „Mér þykir vænt um Goobie.” Fjandans Goobie, hugsaði ég. Paul virtist ekki vera óhamingjusam ur hjá okkur, en hann var heldur ekki hamingjusamur. Skemmtiferðir og strandferðir gátu engu breytt þar um. Ég var að missa kjarkinn. „Hann mun aldrei elska okkur .. kjökraði ég upp við öxl Phil kvöld nokk- urt, þegar hann var kominn i rúmið. „Við eigum hann ekki og hann veit það. En ég er hrædd um hann. Phil, hvað mun verða um hann ef þetta gengur ekki?” 26 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.