Vikan


Vikan - 30.08.1979, Síða 9

Vikan - 30.08.1979, Síða 9
Þrýsting tek eg ekki nærri mér" ... segir verkfræðingurinn, rekstrarhagfræðingurinn og sjávar- útvegsráðherrann, Kjartan Jóhannsson, oft nefndur ráðherrann í leðurjakkanum. Þegar VIKAN heimsótti ráðherrann á ráð- herraskrifstofuna f tilefni af árs setu hans í ráðherrastól var borð hans þakið pappírum og skjölum, flest merkt trúnaðarmál og virtist í fljótu bragði ekki vera nein skemmtilesning. — Það er eins gott að ég feli þessi plögg, þetta eru trúnaðar- mál, sagði ráðherrann og sópaði pappírunum niður í skúffu. Það er sitt hvafl afl vara matnaflar- gjarn efla metorflagjam. - Hvernig er ad vera ráóherra? — Þetta ár sem ég hef gegnt ráðherra- embætti hefur reynst vera bæði erilsamt og kannski ivið átakameira en maður hafði gert sér grein fyrir — kannski vegna þess að tímabilið í heild hefur verið órólegt á stjórn- málasviðinu. Þetta hafa verið mikil við- brigði og bitnað verulega á heimilislífi, maður á ekki eins mikið frí og áður og er undirlagður af þessu flestum stundum. En það eru mörg mjög athyglisverð viðfangs- efni að kljást við í þessu starfi, viðfangsefni sem skipta okkur öll miklu máli þó að ég hafi ekki komist til að sinna þeim öllum eins og mig langar til vegna þess hversu hagsmunatogstreitan er mikil í þjóðfélag- inu. — Það sem ég á við þegar ég tala um þessi mikilsverðu viðfangsefni sem við er að kljást, er stefnumörkun í sjávarútvegi til lengri tíma litið. Hvernig við ætlum að nýta fiskistofnana og hvernig það verði tryggt að afraksturinn af fiskimiðunum til útgerð- arinnar, sjómanna og þeirra er við fisk- vinnslu starfa, og um leið þjóðarbúsins í heild, verði sem allra mestur. Þetta er undirstöðuatriði fyrir áframhaldandi bæri- legum lífskjörum hér á mörkum hins byggi- lega heims, þó sumir séu reyndar farnir að spyrja sig hvorum megin við mörkin við sé- um með tilliti til tíðarfars að undanförnu. Ég held að það sé alveg ljóst að við komum til með að byggja afkomu okkar í náinni framtíð að mjög miklu leyti á sjávarútvegi og það hvernig okkur tekst til við stjórnun fiskveiðanna hafi alger úrslitaáhrif á hvernig lífskjör við munum búa við í fram- tíðinni. Við verðum að gæta okkar á því að lenda ekki í sömu ógöngum með sjávarút- veginn eins og við höfum gert með land- búnaðinn þar sem óstjórn og röng stefna, þegar einhver hefur verið, hefur valdið of- framleiðslu á afurðum. Á nákvæmlega sama hátt er þessi hætta fyrir hendi innan sjávarútvegsins nema hvað að þá er verið 3S. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.