Vikan


Vikan - 30.08.1979, Qupperneq 27

Vikan - 30.08.1979, Qupperneq 27
fullu ánægju að aka henni. Móðirhennar hafði ekið henni einn daginn, því hún þurfti að fara á markaðinn. Og pabbi hennar fór með hana daginn eftir, jafn- vel þó ég hefði farið á fætur sérstaklega snemma til þess að geta boðið henni far. Frú Fletcher kom til dyra. „Ö, en leitt, Adam minn! Nei, hún er þegar farin. Þeir byrja svo sannarlega snemma á þessari kvikmyndun.” „Og hætta seint,” bætti ég ólundar- lega ’ „J , pað er satt, en það er gaman fyrir Jeannie að komast út. Finnst þér það ekki? Það getur orðið ansi leiðinlegt fyrir stúlku á hennar aldri. Og meðan þú varst í burtu hafði hún engan félaga. Ég gleðst yfir að hún skuli nú fá að kynnast lífinu svolítið, svona til tilbreytingar.” „Þessi leikstjóri,” sagði ég. „Hefur þú hitt hann, frú Fletcher?” „Hann Paul hennar? Aðeins augna- blik. Ég verð víst að viðurkenna að ég er vanalega komin i rúmið þegar þau koma heim. Hún virðist mjög hrifin af honum.” „Svo skilst mér. Ég vona bara,” bætti ég svo við þungri röddu, „að hann sé ekki að leika sér að tilfinningum henn- ar.” Glaðlegt andlit frú Életcher breyttist nú í eitt stórt glott. „0, Adam, þú ert svo skemmtilegur piltur,” sagði hún. „hvaðan fékkstu þessa hugmynd! Leika sér að tilfinning- um hennar! Drottinn minn dýri!” Ég skildi við hana þar sem hún hló, furðulega kærulaus um hættu þá sem dóttir hennar var I. Ég fór aftur heim og sagði pabba að þegar allt kæmi til alls vildi ég ekkert frekar fá viku frí. Ég gæti byrjað að vinna strax ef hann þyrfti á hjálp að halda. „Ég var að vona að þú myndir segja þetta,” sagði hann ánægður. „Sjáðu nú hér...” Klukkan ellefu það kvöld ók ég niður dalinn, úrvinda og þreyttur en ánægður með vel unnið verk. Móður og kálfi leið vel eftir hættulega og erfiða fæðingu. Það sem meira var að ég hafði ekki hugsað um Jeannie i að minnsta kosti þrjá klukkutíma. Nóttin var fögur og himinninn alsett- ur stjörnum. Tunglið leið yfir hvelft fjallið og varpaði fölum, himneskum bjarma á burknagróðurinn. Töfranótt — sköpuð fyrir elskendur; til þess að dvelja við gömlu brúna með fallegri stúlku. En mér datt aðeins ein falleg stúlk I hug og aðeins sá sem allt veit vissi hvar hún dvaldi. Orugglega á einhverju útskoti með óvini mínum, Paul Heine, í hinum viðbjóðslega Mercedes Benz bíl hans. Ég beygði og ók yfir bogabrúna. Eitthvað hvítt kom I ljósgeislann hinum megin við brúna. Strokuhestur? Kind? Nei, allt of stórt. Vesalings yfirgefinn og leiður áhangandi? Aha, nú var ég orðinn heitur. Hún hallaði sér hrygg upp að þurrum steinveggnum með háhælaða skó I ann- arri hendi. Með hinni nuddaði hún á sér fæturna. Ég opnaði farþegadyrnar-. „Viljið þér fá far, ungfrú? Síðasti áætlunarbíllinn er ekinn hjá.” „Hér eru engir árans áætlunarbílar, eins og þú veist,” sagði hún, „og ef þú ekki hættir þessu þá gengur þú .. .” „Það er falleg nótt til gönguferða,” sagði ég varfærnislega þegar hún steig inn. „Mjög svo. Alveg tilvalin. Mér þykir ekkert skemmtilegra en sjö kílómetra ganga.” „Það rignir þóekki.” „Það er satt. Það rigndi þó að minnsta kosti ek . . . 0, Adam . . .” og nú brast að lokum hvell rödd hennar. Hún gramsaði æst í handtöskunni sinni, tók upp vasaklút og fór að snökta í hann eins og moldvarpa sem leitar að skordýrum. Ég lagði handlegginn yfir hana. Eftir smástund breyttist snöktið í þungan ekka. „Svona, svona,” tautaði ég sefandi. „Þetta er allt I lagi. Adam frændi er kominn.” Hún brosti. Ekki mjög sannfærandi, en þetta var byrjunin. „Má ég fá mér vindling, Adam?” „Nei.” „0, allt I lagi.” Hún færði sig nær. Ég dró hana að öxl minni og lagði kinn mína á hár hennar. Allt I einu leið mér betur en mér hafði liðið í langan tíma. „Líður þér betur?” hvislaði ég. „Umm.” „Viltu segja mér hvað gerðist?” „Ekkert sérstaklega.” „Allt í lagi.” „Það var leiðinlegt. En ég komst þó að einu. Ég þoli ekki menn með kaldar hendur. Þínar hendur eru ekki kaldar, er það, Adam?” Hún tók hægri hönd mína og hélt henni I báðum sínum. „Eru þær nógu heitar?” „Já, eins og ristaðar brauðsneiðar.” Ég hugsa að við hefðum getað verið þarna til eilífðar, samofin í innilegum faðmlögum, ef hún hefði ekki minnst á ristaðar brauðsneiðar. „Ég mundi alveg þiggja ristaða brauð- sneið,” sagði hún hugsandi. „Ég er glor- hungruð.” „Það segi ég með þér. Með smjöri, þykku smjörlagi.” „Svo þykku að tannaförin sjáist.” „Manstu eftir kvöldveislunum okkar, Jeannie? Á háaloftinu?” Hún kinkaði kolli. Hún lyfti höfðinu og leit á mig, augu hennar voru stór og dökk. „Ö, Adam. Ég er svo ánægð að þú skulir vera kominn heim.” „Ég segi sama,” sagði ég og beygði mig til þess að sanna það. ENDIR. InterRent ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS? VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER í HEIMINUM! BÍLALEIGA AKUREYRAR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91—86915. ' Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. Enn aukin þjónusta! jj Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. t; Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. 'i i BIAÐIÐ Dagblaðiö er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 35. tbl. Vlkan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.