Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 6
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal Náin tilfinningaleg tengsl barns í frum- bemsku við móður, föður eða annan sem kemur í þeirra stað hefur grundvallar þýðingu fyrir alla seinni þróun barnsins. Barnið fæðist i heiminn meðákveðnar líffræðilegar þarfir. T.d. þörf fyrir mat. sogþörf og þörf fyrir svefn og hlýju. hn barnið fæðist líka með ákveðna þörf fyrir að vera i tilfinningalegum tengslum við aðra. Ef barnið fær ekki þessari þörf fullnægt eða ef það verður fyrir þvi að fullorðnir neiti að konta til móts við þessa þörf getur barnið hætt að reyna að ná sambandi við aðra og orðið óvirkt og innilokað. Áður fyrr var álitið að þessi þörf fyrir að vera í tengslum við aðra væri ekki meðfædd heldur að hún þroaðist smám saman, vegna tengsla barnsins .við þá sem fullnægðu líkam- legum þörfum þess. Nú telja menn sig vita betur og er almennt álitið að tengslaþörfin sé meðfædd. Mörg börn sem hafa verið alin upp á stofnunum hafa beðið tjón i persónu- leikauppbyggingu sinni vegna þess að þau höfðu ekki möguleika á að komast i náið stöðugt tilfinningalegt samband við einn eða fleiri fullorðna. Slík börn geta lcnt i miklum sálrænum erfiðleikum seinna á ævinni og mörg þessara barna hafa t.d. verið mjög erfið i skóla. Hin svokölluðu „stofnanabörn" hafa stundum verið tekin í fóstur. Ef þau hafa slæma reynslu að baki og ef þörf þeirra fyrir tilfinningaleg tengsl hefur ekki verið mætt er hætt við að þau geti ekki myndað eðlileg tilfinningaleg tengsl við fósturforeldrana. Þau endurgjalda ekki hlýju fósturforeldranna en reyna oft að verjast henni með mótmælum eða meö því að vera óvirk. Margir fósturforeldrar hafa orðið mjög vonsviknir yfir slikri reynslu þar sem þeir hafa viljað leggja allt af mörkum til þess að barninu gæti liðið vel og þeir hafa sjálfir verið í þörf fyrir að þarn endurgyldi tilfinningalegar þarfir þeirra. En ef barn er tilfinningalega skaddað þegar í frumbernsku getur verið mjög erfitt að ráða bót á því og oft tekst það alls ekki — barnið er skaddað ævilangt. Tilraunir í sálarfræði Hvernig er hægt að komast að því að maðurinn hafi frumþörf fyrir að vera í nánum tengslum við foreldri til þess að hann verði ekki tilfinningalega skaddaður seinna nieir. Af siðfræðilegum ástæðum er ekki hægt að gera róttækar tilraunir á börnum. Það er t.d. ekki hægt að taka börn frá foreldrum sinurn viðfæðingu til þess að komast að þvi hvaða áhrif það AÐ VERÐA HEILBRIGÐUR EÐA SKADD- AÐUR PERSÚNULEIKI myndi hafa á börnin. Dýr eru hins vegar oft notuð í tilraunaskyni, og á það jafnl við um tilraunir innan sálfræði sem aðrar vísindagreinar. Apar eru oft notaðir í þessum tilraunum. Það er ekki hægt að bera nákvæmlega saman við- brögð apa og manna en þar sem nýfæddir apar líkjast nýfæddum börnum mikið er hægt að yfirfæra niðurstöður sem fást úr apatilraunum yfir á mannabörn. Það er einmitt vegna apatilrauna sem menn hafa komist að þvi að ef tengsl bams við móðurmynd eru e'kki til staðar frá byrjun er mikil hætta á að einstaklingurinn skaddist tilfmninga- lega og geti ekki þróast eðlilega sem félagsvera. Apatilraunin Tveir Amerikanar að nafni Harlow og Zimmerman hafa gert nokkrar apatilraunir sem hafa orðið heims- frægar. Tilraunirnar eru gjarnan kenndar við Harlow. Þessi tilraun. sem hefur verið margendurtekin og alltaf sýnt svipaðar niðurstöður, þykir sanna að maðurinn hafi meðfædda þörf fyrir tengsi við aðra og skaddist ef henni er ekki fullnægt. Harlow og Zimmerman gerðu tilraun með 60 nýfædda apa. Þeir tóku þá frá mæðrum sínum sex til tólf tímum eftir fæðingu og létu þá í tilraunastofu. Aparnir voru aldir upp í tilrauna stofunni og fengu „uppbótarmæður” i staðinn fyrir hina réttu móður. Það voru ekki lifandi mæður heldur eins konar dúkkur. Önnur dúkkan var búin til úr stálþræði en hin var búin til úr ntjúku ofnu efni. Báðar þessar „mæður” gátu fullnægt þörfum apanna fyrir fæðu og hlýju. þar sem þær voru útbúnar með pela og höfðu hitatæki. Móðirin úr voð hafði lika þann eiginleika að það var mjúkt að snerla hana og þægilegt að hjúfra sig að henni. I einni af mörgum tilraunum þeirra félaga voru notaðir 8 nýfæddir apar. 4 apanna fengú mömmu úr voð sem gat gefið mjólk og mömmu úr stálþræði sern gat það ekki. Hinir 4 fengu mömmu úr voð án mjólkur og mömmu úr stálþræði sem gat gefið mjólk. Nýfæddu aparnir voru með mæðrunum i um hálft ár og voru á því timabili látnir reyna sig við ýmis verkefni er vörpuðu Ijósi á tilfinningalega þróun. Niðurstöður rannsóknanna sýndu að allir aparnir vildu helst vera hjá mjúku mömmunni úr voð, algjörlega óháð því hvort hún gat gefið þeim mjólk eða ekki. Rannsóknin sýndi að möguleiki fyrir hlý og mjúk tengsl við móðurmynd hafði úrslitaþýðingu fyrir þróun tilfinninga- legra tengsla við móðurmyndina. 6 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.