Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 28
Framhaldssagan demöntum. var trúlofiinarhringur móður minnar. Eg beindi nú allri athygli minni að þessum hlut. sem líktist helst einhvers konar brúðu að lögun. eða var eins og pýramídi með ávölum köntum og gat staðið þegar ég setti hann á borðið. En samt iiktist hann ekki pýramída að því leyti að ..höfuðið" var ávalt og augu. nef og munnur var útskorið I viðinn. Hringurinn sat svo þétt. þar sem hálsinn hefði átt að vera. að þegar ég reyndi að toga hann af missti ég allt saman á gólfið. Um leið og ég beygði mig eftir þessu kom ég aftur auga á blaðsnepilinn sem lá á gólfinu. Ég hafði rétt fyrir mér. þetta var greinilega skrift Julian frænda. Þetta leit út fyrir að vera hluti af sendibréfi sem hann hafði að öllum líkindum sent föður minum. Blaðiðsem ég hélt nú á byrjaði i miðri setningu að vekja ugg hjá dóttur minni. Ég skil vel reiði þína en ég get ekki séð að það geti gagnað nokkuð að vera að ræða þetta héðan af. En ef þú vilt samt endilcga koma til Priory Cross. þá legg ég til að þú hringir til min strax og þú kemur til The Waggoners i Upper Boulting. Þar geturðu fengið gistingu, ef þú verður að dvelja yfir nótt. Og þaðan eru ekki nema þrjár milur til Priory Cross. Það er en^inn gististaður hér í þorpinu. Ég hvet þig eindregið til að athuga þetta betur. Vernon. Þú mátt ekki gleyma þinni eigin dóttur. Þú hlýtur að samþykkja. að Joanna hcfur verið heppnari en Vivien á margan hátt og þú mátt ekki gleyma að það er að vissu leyti mér að þakka. Ég banna alfarið allt samband við dóttur mina og ég verð að vara þig við að koma til Merefield eða r I mánaskini reyna að hitta hana. Það er nóg fyrir. sem þetta heimili má þola —” Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera. Ég vissi bara að ég gat ekki látið sem ekkert væri. Faðir minn hafði haft I hyggju að aka til Warwickshire til að útkljá eitthvað við Julian frænda. Hans vegna varð ég að komast að þvi hvað það var. Og svo var það lika annað. Bréfið virtist einhvern veginn litillækka föður minn. Það var engu likara en hann væri að valda frænda minum miklum vand- ræðum, og þvi átti ég bágt með að trúa. VARAHLUTAMIÐSTOÐ í BELGÍU Áður en þið festið kaup á japönskum bílum, þá spyrjið um varahlutamiðstöð fyrir ísland, þvi leiðin frá Japan er löng og ströng ef þið lendið í óhöppum. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299 Svo fór því að ég hringdi á skrif- stofuna og sagði að ég gæti ekki mætt til vinnu næstu vikurnar. þar sem ég yrði aðganga frá málefnum föður mins. Það var föstudagur og ég gat ekki gert mér vonir um að geta lagt af stað til Warwickshire strax. og helgaruntferðin skelfdi mig lika svo að ég varð að biða fram á mánudag. Sharon ætlaði að fara beint af skrif- stofunni i helgarfri með heilum skara af kunningjum af báðum kynjunt. Hún hafði boðið mér að koma með en henni hafði ekki tekist til fulls að leyna því hversu nijög henni létti þegar ég afþakkaði boðið. Svo ég hafði byrjað þennan föstudagsmorgun alein i íbúðinni og með einmanalega helgi framundan. Klukkan ellefu var ég ekki komin lengra en að flatmaga á sófanum með þetta eina blað úr bréfi Julians. nagandi neglurnar meðan ég reyndi að komast til botns i innihaldinu. Mér dauðbrá þegar barið var að dyrum. Sá sem fyrir utan stóð var dökkhærðari en ég sjálf. með strítt hár og næstum því samvaxnar augaþrúnir. „Ungfrú Forrest?" sagði hann spyrjandi röddu. „Joanna Forrest?” Ég kinkaði kolli. „Alexander Robertson heiti ég. Mér skilst að þú þekkir foreldra mina.” „Komdu innfyrir.” sagði ég. „Þú hlýtur að vera elsti sonurinn, þessi sem er lögfræðingur I Warwickshire.” Sjálflímandi stafir, merki skilti o.fl. ' Bílskreytingar f Skiltagerö Auglýsinga Grensásveg 5 v 31644 > 28 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.