Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 30
Draumar Draumar um tvo litla drengi Kœri draumráðandi. Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig t\’o eftir- farandi drauma. Mér fannst ég vera stödd á heimili systur minnar og fjölskyldu og voru allir svo daufir og óhamingjusamir. Mágur minn kom til mín og sagði: Það á að skera af honum punginn (litla frænda mínum) af því að mamma og pabbi vilja það. Ég spurði hvort hann yrði ekki ófrjór og hann sagði: „Jú. ” Hinn var svona. Mér fannst ég vera búin að eignast lítinn strák. Allir voru að óska mér til hamingju og dást að honum og segja að hann vœri alveg eins og pabbinn. En mér fannst ein góð vinkona mín halda að hún ætti eitthvað í barninu. En svo var komið að skírninni og ég vissi ekki hvað ég ætti að láta hann heita og ef ég myndi ekki flýta mér að ákveða það myndu prestarnir ráða því. í draumnum hugsaði ég um mörg nöfn og ég valdi að lokum eitt nafn (..... birtist ekki). Draumurinn varð svo ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein dreymin Fyrri draumurinn er systur þinni og fjölskyldu hennar fyrir miklu láni og þú munt fyrr en varir gleðjast yfir heppni þeirra. Síðari draumurinn er þér sjálfri líklega fyrir giftingu og ýmsum atburðum tengdum því. Þar vantar draumráðanda sárlega nafn vinkonunnar, sem birtist í draumnum. Nafn barnsins táknar bæði ávinning og leyndarmál og líklega mun ýmis- legt í sambandi við giftinguna koma ættingjum þínum mjög á óvart. Ský úr hvít- um fjöðrum Kæri draumráðandi: Eg óska að þú getir ráðið þennan skrítna draum fyrir mig. Mig dreymdi að svstir mín og vinkona hennar kölluðu á mig og sögðu mér aö koma úl að sjá. Þegar ég kom út heillaðist ég alveg. Allt var fullt af skýjum sem svifu u.þ.b. tvo metra fyrir ofan jörðu. Þessi ský voru úr hvítum fjöðrum. Ég hoppaði upp og reyndi að grípa skýin og ég var svo undarlega létt og allt í einu byrjaði ég að svífa. Það var yndislegt. Ég sveif á milli hvítra fjaðraskýjanna og stelpurnar stóðu og störðu á mig. Ég hugsaði aö ég væri eina manneskjan í öllum heiminum sem gæti svifið. Þá kom vindhviða sem sveiflaði mér hærra. Ég flaug yfir tvo húsagarða í u.þ.b. 7 metra hæð og gat engu stjórnað. svo hrapaði ég hratt og stefndi á tré. Við þetta fékk ég svo hrylli- lega tilfumingu í líkamann að ég vaknaði. Það sem ég tók mest eftir í draumnum voru hvítu fjaðrirnar. Vom Hvítar fjaðrir eru dreymand- anum ævinlega fyrir upphefð og auknu áliti annarra á verðleikum hans. Það sama gildir einnig ef þig dreymir að þú svífir um loftið. Þetta getur verið þýðing þessa draums þíns og þá táknar hrapið að þú verðir síðar fyrir óvæntum skakkaföllum. Hins vegar getur þessi draumur verið annars eðlis því margir draumspekingar halda því fram að svif og flug í draumi tákni einungis að dreymandinn fari sálförum. Þá táknar hrapið einungis endurkomu sálarinnar í líkamann, senv í þínu tilviki hefur orðið fyrir einhverri truflun. Fæðing í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar til að skrifa um draum sem mig dreymdi fyrir stuttu í von um að þú getir ráðið hann. Ég var inni í einhverju herbergi ásamt stelpu sem ég þekkti, en man ekki hver var (mig rámar í að það haf verið gömul vinkona mín). Við skulum kalla hana N. Þarna var líka strákur sem ég átti að vera með í draumnum. Skulum við kalla hann J. J og N voru bæði að hjálpa mér við fæðingu. Verkirnir voru litlir og gekk því fœðingin vel. Ég átti stelpu og hún var með mikið hár. Éin fétta var efst á höfðinu. Égfylgdist vel með öllu og sá meðal annars þegar N klippti á nafastrenginn. Þetta var allt mjög skýrt. Svo fannst mér ég allt í einu vera komin með annað stœrra barn og mig minnir að það haf verið strákur sem ég átti ekki sjálf. Ég og J vorum inni í þessu herbergi og ég hélt á báðum börnunum þegar ég vaknaði. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. K.S.S. Fljótlega færðu einhverjar óvæntar fréttir en þó gleðilegar. Engu að síður máttu búast við erfiðleikum tengdum ákveðnum atburðum og þú ættir að fara mjög varlega í ástamálum um sinn því ekki er þar allt sem sýnist. Flugvél með börur fyrir líkkistu Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum fyrir nokkru og mig langar mikið til að vita hvort hægt sé að lesa eitthvað út úr honum. Mig dreymdi að ég vœri að horfa út um eldhúsgluggann hjá mér sem snýr í norð-vestur. Sá ég þá hvar þrjár hvítar flug- vélar komu fjúgandi, hlið við hlið og undir hverri var ein lítil flugvél, blá. Flugyélin sem flaug í miöjunni var með börur \ hangandi niður og á endann fannst mér vera festur íslenski j fáninn. Mér fannst þessar fug- vélar vera á leiðinni inn að sveitabæ ekki langt þaðan sem ' ég bý, að sækja líkkistu og var ætlunin að setja líkkistuna á börurnar. ; Með kœrri þökk. Ein berdrevmin I | Þessi draumur er fyrir ein- ! hverjum miklum atburðum en þó talsvert vandamál að segja af eða á um hverjir atburðirnir j verða. Þarna getur verið um að ræða berdreymi, þannig að flugvélarnar tákni í raun \ dauðsfall einhvers á þessum bæ. Hins vegar þarf ekki að vera um berdreymi að ræða heldur ein- faldlega tákndraum sem þá snertir þig sjálfa og þína nánustu. Sé svo þarf draumur- \ inn ekki að tákna slæma atburði i sjálfu sér heldur miklu fremur I djarfar áætlanir. Þar mun þó j maðkur í ntysunni að einhverju ; leyti en í heildina verður um | gróða að ræða. Þriðji mögu- leikinn, sem alls ekki er úti- j lokaður, gefur í skyn að þarna j gæti verið um atburði að ræða i sem ekki gerast á næstu árum. \ Þegar þar að kemur megir þú ; eiga von á að tengjast jjessum , bæjum á einhvern máta, til j dæmis í gegnum börn þin og þá muni ýmislegt koma þér rækilega á óvart. Drauma sem t>ennan er ákaflega erfitt að þýða með eitt ákveðið sjónar- j mið og lausn í huga, nema hrein- j lega að þekkja viðkomandi j persónulega. 30 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.