Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 45
. þreytt og mér fannst best að hún legði sig.” Janet hugsaði með sjáifri sér að hún hefði margt að vera þakklát fyrir. Skynsemi móður hennar var eitt af því mikilvægasta. Hún dáði Karen, sem var eina barnabarnið hennar, en lét þó sjaldan undan freistingunni að verða of eftirlát við hana. „Aðeins þreytt?” spurði Janet. „Ekki. .. ekkert óvenjulegt?” „Nei, ails ekki. Hún hefur það fínt. Hún lék alla vega leiki við gluggann i dag. Og svo var hún aftur að sníkja kettling.” Janet kinkaði kolli. Hún sneri krananum og þvoði hendur sínar vand- lega. „Einhvern tima skal hún fá kettling,” sagði hún hljóðog ákveðin. Hún þerraði hendurnar á pappírsþurrku sem hún tók af rúllu á veggnum. „Já,” sagði frú Halstead aðeins. Hún sneri einum hnappnum á eldavélinni. „Maturinn verður tilbúinn eftir svona hálftima. Hvernig hefurChris það?" „Hann hefur það fint. Hann ók mér aftur heim núna. Annars hefði ég orðið seinni fyrir.” „Þú ættir að bjóða honum inn eitthvert kvöldið, Janet. Viðgætum haft eitthvaðsérstaklega gott að borða.” Janet brosti og hristi höfuðið. „Nei, mamma. Ég vil helst ekki vera að koma honum í gegnum alla þá sótthreinsun sem hann þyrfti að ganga í gegnum ef hann ætti að koma hér inn án þess að bera meðséreinhverja sýkla." „Hvers vegna spyrð þú hann ekki og lætur hann um að ákveða það? Hann veit um hvaðer að tefla, er það ekki?” „Jú, en. . . ef ég gerði það væri ég að gera hann að ákaflega sérstakri manneskju og það er hann ekki, mamma. Hann er aðeins góður vinur minn.” Hún opnaði einn skápinn og tók fram sótthreinsaðan slopp. Skilurðu að ég vil ekki að hann haldi að það sé eitthvað meira á milli okkar.” „Þetta virðist vera viðkunnanlegasti maður og hann hefur reynst þér vel..." „Hann hefur verið mér góður vinur." Hún fór í sloppinn. „Þangaðnær þaðen ekki lengra. Það væri ekki réttlátt að láta hann álíta eitthvað annað." Frú Halstead leit á dóttur sina og það var áhyggjusvipur á góðlátlegu andlitinu. Siðan brosti hún. „Jæja, en ef einhver maður fær einhvern tima að koma hér inn á sokkaleistunum og með nýþvegnar hendur, þá veit ég hvað eráseyði!” Janet brosti á móti, en hún hristi höfuðið. „Til þess mun ekki koma," sagði hún hljóðlega um leið og hún gekk að stiganum, sem lá upp á aðra hæð. Karen hafði stærsta svefnherbergið í húsinu. Þar hafði verið meira að gera, meiri hætta á ferðum og fleiri læknis- heimsóknir en nokkur kærði sig um að muna eftir. Eins og allt annað í húsinu var þetta herbergi hvítt og hreint og jafnkuldalegt og önnur. Þarna var ekkert kögur eða púðar, engin motta sem gæti gert gólfið hlýlegra. Húsgögnin voru öll hvit og i staðinn fyrir gluggatjöld voru tandur- hreinar rúllugardínur. „Er einhver vakandi hér?” hvíslaði Janet. Hún gekk hljóðlega að rúminu og sá strax að Karen var sofandi. Hún settist á rúmið við hliðina. Andardráttur barnsins var jafn og stöðugur. Janet brosti meðsjálfri sér, að vissu leyti af því að henni var létt og einnig vegna þess að það var eitthvað við litla andlitið i rökkrinu, mjúkan vangann og lokuð augun sem voru umkringd þétt- um, löngum augnhárum, sem sagði svo margt um þessa litlu, sjálfstæðu persónu. Þetta var lítil stúlka með stórkostleg áform á prjónunum, stúlka sem ætlaði sér að eignast kettling, ganga um og leika sér í garðinum og eignast vinkonu sem hún gæti talað við. Karen vissi heilmikið um umheiminn. Hún hafði séð sjónvarp og sögur höfðu verið lesnar fyrir hana. Nú voru amma hennar og mamma lika langt komnar með að kenna henni að lesa. En hún vissi ekki hvernig tilfinning það var að strjúka hendinni um mjúkan feld lítils kettlings, það var nokkuð sem ekki var hægt að kenna henni. Það var nokkuð sem maður varð sjálfur að upplifa og Karen hafði aldrei á ævi sinni fengið leyfi til að snerta á dýri. Þessi langa barátta hafði byrjað þeg- ar Karen var aðeins sex daga gömul. „Ég er hræddur um að við getum ekki leyft þér að taka barnið þitt með heim á morgun þrátt fyrir allt,” hafði læknirinn sagt við Janet og eiginmann hennar, Bryan Collins. „Við þurfum að taka nokkrar prufur áður en við erum ánægðir.” Þau vissu bæði tvö að Karen hafði átt við einhverjar smámeltingartruflanir að stríða en allir höfðu virst svo jákvæðir. Karen var yndislegt barn og hún hafði haft góða matarlyst. Þegar búið var að taka prufurnar vildu þeir aðrar og siðan enn aðrar. Og þegar Karen var svo flutt í einangrun þar sem enginn fékk að koma nálægt henni án þess að fara i sótthreinsaðan slopp, jafnvel ekki Janet sjálf, þá hafði hún fengið að heyra þau skelfilegustu orðsem hún hafði nokkurn tima heyrt. Karen hafði fæðst með sjaldgæfan blóðsjúkdóm. Og þegar Karen hafði að lokum fengið að fara heim var það aðeins með vissum skilyrðum. Heimili hennar varð að breytast í eintóm sótthreinsuð her- bergi þar sem séð var til þess að sýklar ættu erfitt uppdráttar. Hver einasta lítil skráma gat þýtt að þetta litla barn týndi lífi. Hún hafði enga mótstöðu gegn blóðeitrun. Móðir Janetar flutti heim til þeirra svo að hún gæti nýtt allan sinn tima I baráttunni gegn sýklunum og hjálpað til með þá stöðugu umönnun sem ung- barnið þurfti á að halda. Baráttan um líf hennar var byrjuð. Bryan hafði dáið stuttu eftir fyrsta af- mælið hennar. Og nú þegar allt virtist hafa snúist á móti þeim fann Janet nýjan kjark og einbeitni. Barn Bryans mátti ekki deyja lika. Hvað svo sem læknarnir sögðu þá myndu hún og móðir hennar sjá til þess. Það mátti heita kraftaverk hve langt þær höfðu náð með Karen. Þrátt fyrir einangrun hennar, þrátt fyrir að hún hefði aldrei getað leikið sér úti með öðrum börnum, var hún glaðvær og hraustleg litil stúlka. Stundum hafði þó legið við að hún léti lífið og henni hafði verið komið inn á sjúkrahús i flýti. Þær þurftu líka alltaf 'við og við að fara til rannsóknar á sjúkrahúsið og svo þurfti alltaf nýjar og nýjar blóðprufur. En alltaf beið vonin um uppskurð. Janet vissi að ef hægt væri að láta Karen fá merg úr beini einhvers sem var i réttum blóðflokki gæti hún orðið alheilbrigð. Þá gæti líkami hennar sjálfrar byggt upp sína eigin vörn gegn 10% bensínsparnaður Allir sem fást vifl stillingar bílvéla vita, að bensíneyðslan eykst um 10-25% milli kveikjustillinga. Eftir ísetningu LUMENITION kveikjunnar losna bíleigendur algjörlega við þá eyflslu- aukningu, sem slitnar platinur valda, því í þeim búnaði er ekkert, sem slitnar eða breytist. Með LUMENITION vinnur vélin alltaf eins og kveikjan vœri nýstillt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Verð miðað við gengi 2.2/80, kr. 57.000. ) , “ABERGht Skeifunni 3e~Stmi 3'33'4S Kópavogur — Breiðholt Látiö kunnáttumennina smyrja bílinn á smurstöðinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO STÓRAHJALLA 2, KÓPAVOGI (Snjóllur Fanndal) SÍMI 43430 8. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.