Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 47
Framhaldssaga sýklum. Þess konar aðgerðir heppnuðust ekki alltaf vel en möguleikarnir á bata voru þó góðir. Listinn um aðgerðir sem heppnuðust lengdist í ^ífellu svo að hún hélt i vonina. En erfiðleikarnir lágu í að finna rétta merggjafann fyrir Karen. Hún var i mjögsjaldgæfum blóðflokki. Þau voru nú búin að leita i ár að rétta blóðflokknum en þó að þau hefðu fundið hann, vildi blóðið ekki sam- ræmast blóðtýpu Karenar. Janet rétti fram höndina og snerti vanga litlu stúlkunnar. Enn einn dagur var liðinn án þess að neitt hræðilegt hefði skeð. Nú gátu þær haldiðáfram að berjast allar þrjár. einn og einn dag i einu, þar til kraftaverkið yrði — þar til búið væri að finna einhvern. sent gæti gefið Karen merg úr beinum sínum. Hún stóð upp. beygði sig niður og kyssti létt á enni barnsins. „Einhvem daginn.” hvislaði hún. ..kannski mjög bráðlega, mun dr. Muir segja að þú getir fengið kettling.” Hún fór aftur niður í eldhúsið og byrjaði að leggja á borð fyrir sjálfa sig og móður sina. „Hún litur ágætlega út. finnst þér það ekki, vinan?”sagði frú Halstead. „En þú er,t þróytule^. 'Ó, já, dr. Muir hringdi. Hann vill að þú hringir heim til hans.” Dr. Samuel Muir var yfirlæknir á spitalanum. Karen hafði orðið einn af sjúklingum hans fyrir mörgum árum, eftir að það fréttist að hann hefði náð undraverðum árangri i svipuðum tilfellum og hann vann ötullega að þvi að byggja upp skrá yfir hugsanlega gefendur. Hann hafði kynnst fjölskyldunni vel og í þeirra augum var .h*m1 fremúr g6ðúr vitiur en læknir. Janet lagði frá sér hnifana og gafflana og leit á klukkuna. „Það er best að ég hringi strax.” Hún sneri skifunni á símanum og valdi þetta kunnuglega númer. „Janet!” Rödd hans virtist æst i símanum. „Ég held að við höfum fundið rétta gefandann.” Hún greip um tólið rneð báðum höndum og lokaði augunum. „Passar allt?” spurði hún varfæmislega. Hún hafði áður orðið fyrir vonbrigðum. Aðrir höfðu áður komið til greina. fólk sem vildi gera allt sem það gat til að hjálpa. en allt hafði síðan reynst vera til einskis. „Hvert einasta smáatriði." sagði hann ánægður. „Þetta er einmitt maðurinn sem við höfum beðið eftir! En hann er i Ástralíu. Við verðum að fá hann hingað eins fljótt og hægt er.” „Ástraliu. . .” Fyrir henni var það aðeins orð. Það skipti engu máli miðað við hina dásamlegu fullvissu i rödd dr. Muirs. Hún var að hugsa um Karen og þessa löngu baráttu. Eftir nokkrar vikur væri henni borgið! „Já." ! HáVfn ■ hló gþðlátlega með sjálfum sér. ,,Það getum við þakkað Susan Jenkins. Hún var einn af nemendum minum hér fyrir tveimur árum, áður en hún fór aftur til Ástralíu til að stunda lækningar þar. Ég lét hana vita að mig vantaði einhvern í þessum blóðflokki og með þessa sömu eiginleika og svei mér þá ef hún hefur ekki fundið hann!” „Hvererhann?” „Ég veit ekki hvað hann heitir. Ég veit aðeins að hann hefur sömu sjaldgæfu blóðeiginleika og Karen.” „Hve fljótt.. .” Rödd hennar varð að hvisli. Hún sagði hærra:„Ég á við. hvenær getum við...?” „Láttu mig um það. góða min. Mig og dr. Jenkins. Ég er búinn að senda henni skeyti og við setjum hann um borð í flugvélina eins fljótt ogauðið verður!” „Þakka þér fyrir,” hvíslaði Janet. Og eftir að hún hafði lagt frá sér tólið og var farin að ganga aftur i áttina að eldhúsinu skildist henni til fulls hvaða þýðingu þessi orðdr. Muirs höfðu. Tárin tóku allt I einu að streyma og hún leit á móður sína. „Mamma,” hvíslaði hún. „Ó. mamma. Þeir eru búnir aðfinna mann i rétta blóðflokknum og með nákvæm- lega sömu blóðeiginleikana...” Windsor hótelið var það nýjasta og besta í Waverley, kaupstað sem þjónaði stóru svæði fjárbænda Ástralíu. Bændurnir blönduðust bæjarbúum á laugardagskvöldum þegar dansað var í Bláa salnum i Windsor hótelinu. Peter Blake sat við borð fyrir átta. Hann sat á góðum stað, rétt við dans- gólfið, en ekki of nálægt hljómsvéitinni. Hann var vel vaxinn maður, þrjátíu og fimm ára, með þykkt Ijóst hár og frjáls- lega framkomu. Þau voru nú aðeins tvö eftir við borðið. „Eigum við að dansa, Susan?” spurði hann stúlkuna sem sat við hliðina á honum. „Sennilega er allt of heitt til þess." Hún leit brosandi á hann. Sítt rauðbrúnt hár hennar lá gljáandi á öxlum hennar. „En við skulum reyna og sjá til." Hann brosti til hennar. Hún virtist vera svo svöl og aðlaðandi í þunnum, siðum, grænum kjólnum. „Þér virðist ekki vera heitt,” sagði hann og losaði óþolinmóður um flibbann. Þau stóðu upp og gengu að gólfinu. Áður hafði tónlistin verið fjörugri en nú spilaði hljómsveitin rólegt lag. ,Tiæ, Pete! Halló!” Ungur bóndi hætti í miðjum dansinum. „Ég er með nokkra labradorhvolpa til sölu heima hjá mér. Ætlarðu að láta það fréttast þar sem þú kemur við?” „Alveg sjálfsagt," sagði Peler. „Ég held meira að segja að ég viti nú þegar um einn viðskiptavin fyrir þig.” „Ég hélt ekki að þú ferðaðist svo mikiðþessa dagana?” sagði Susan. „Ekki eins mikið og ég víldi sjálfur." Hann leit niður til hennar. „Pabbi þinn lætur mig hafa meiri og meiri skrif- stofuvinnu þessa dagana. En ég get fengið vörubílstjórana hjá föður þínum til að athuga fyrir mig hver vill fá hvolp." „Pabbi er mjög ánægður með að hafa fengið þig með sem félaga í fyrirtækinu. Hann segir að nú geti hann sest i helgan stein og ég er ekki viss um að það sé bara sagt í gríni." Hún brosti til hans. „Þú getur ekki bæði verið bilstjóri og stjórnað rekstri fyrirtækisins. Skrif- finnskan er verðið sem þú verður að greiða!" Framh. i nœsta blaði. AUDIOVOX / bílinn? Mikið úrval af hátölurum og kassettutækjum í bíia Isetning af fagrnönnum. Góð þjónusta er okkar kjörorð. AUt til hljómfíutnings fyrír: HCIMIUD — BÍUNN OG DISKÓTEKID D i. .1 ixaaio ARMULA 38 (Selmúla megirú 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366 8. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.