Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Þorbjörn hét niaður norðlenskur. sem reri suður á Álftanesi um 1815-17. Hann liafði látið mikið yfir sér sem glimumaður og lagði Álftnesinga unnvörpum. enda var hann bæði slór og sterkur. Eitt sinn stungu Álftnesingar upp á þvi við Þorbjörn að hann reyndi sig við Bessastaðasveina. og var hann til i það. Bessastaðamönnum var svo gert aðvart unr það hvenær Þorbjörns væri von. Meðal þeirra var orðlagður glimu maður, Guðmundur Torfason að nafni. Varð það að samkomulagi með þcini skólapiltum að klæða Guðmund I kvenmannsföt. og svo biðu þeir átekta. Þegar sást til ferða Þorbjörns fóru þeir út og létu Guðmund vera að bera inn eldivið. Þegar Þorbjörn er kominn berast glimur i tal og býður hann þeim að reyna sig. Skólasveinar færðust undan og kváðust ekki vera glimnir. en það geti hins vegar verið að hún Gunna ..kokkur" vilji reyna. hún sé ansi hnellin. Þorbjörn hlær við og segir að sér sé litil frægð I því að glima við kvenmann. þvi sé hann óvanur. En skólasveinar kalla til Gunnu og segja henni að koma. Hún kemur og spyr hvern fjandann þeir vilji sér, það séu liklega bölvaðir hrekkirnir KLERKUR I KVENMANNS FÖTUM gömlu. Þeir spyrja hvort hún vilji ekki glima við manninn þarna og benda á Þorbjörn. Hélt hún það nú og ræðst á Þorbjörn og ieggur hann áður en hann fær áttað sig. Hann vill vitanlega reyna aftur, en honum til stórfurðu fer allt á söntu leið. Skólasveinar létu þetta tækifæri ekki renna sér úr greipum og storkuðu nú Þorbirni mjög og sögðu að honum færist ekki að bjóða mönnum i glímu og hafa þó ekki við kvenmanni. Þorbjörn svaraði fáu og sagði að hér væru einhver brögð i tafli og fór við svo búið. Finnur Jónsson frá Kjörseyri. sem bjargað hefur frá glötun sögulegum fróðleik um ýmsa nafnkunna og merka Skop Við verðum að fara að horfast i augu við þá staðreynd að i kynferðismálum erunt við barnalegir. Ég get því miður ekki boðið ykkur upp á glas fyrr en bóndinn kemur heint hann einn kann á læsinguna. menn islenska á 18. og 19. öld. segir i Gömlum minnisblöðum svo frá þessum glimna og glaðværa föðurbróður sinum: Séra Guðmundur Torfason fæddist 1797 og vigðist 1824 aðstoðarprestur til Landeyjaþings, og kvænlist sania ár Höllu Ingvarsdóttur frá Skarði á Landi. Kaldaðarnes i Flóa var séra Guðmundi veitt 1835. Miðdaiur i Laugardal 1847 og Torfastaðir í Biskupstungum 1860. og þjónaði hann þvi einu erfiðasta brauði landsins til 1874. þá hátt á áttræðisaldri. og var þá búinn að vera prestur í fimmtíu ár. Séra Guðmundur var alla ævi fjörugt hraustmenni. gáfumaður. glaðlyndur og glimumaður góður. En lengst af efna- litill. enda maður óeigingjarn og litt fallinn til búskapar, en vann þó eins og vinnumaður frani á siðustu ár. Fyrst þegar ég man eftir séra Guðmundi mun ég hafa verið á fjórða ári. þá á Stóruvöllum. Ég var i bæjardyr- unum hjá Helgu föðursystur minni. Kemur þá séra Guðmundur úr stofu að austanverðu og gengur yfir i aðra stofu sem var að vestanverðu. Ég man vel enn hvemig hann var klæddur. í svörtum klæðiskjól og dökkum vaðmálsbuxum I svörtum sokkum með íslenska skó. Hann var heldur friður i andliti. bláeygur og góðlegur á svip. með lægri mönnum. herðamikill og stungið fyrir hann höfðinu. Hárið rauðleitt. óhrokkið. lét stifa það allt í kring og hafði óskipt yfir enni, skeggið rautt með börtum. Allar voru hreyfingar hans undarlega snarlegar. Þegar Guðmundur kentur frani úr stofu mælti Helga við hann: „Gjörðu nú visu um hann Finnl” Lítur hann þá til mín og segir: Að þú verðir maður merkur. mun égspá um sinn. vitur. hygginn. stór og sterkur ogstilltur, Finnurminn. Ég kynntist honum betur. þegar ég kom i nágrenni við hann að Laugar- dalshólum í Laugardal 1850. Þá var hann prestur I Miðdal. Þótt það yrði aldrei að meini. svo ég viti, síst við embættisverk. þá var séra Guðmundur ölkær maður. en að allra dómi rækti hann þó embættisverk sin einkar vel. Og það var mér kunnugt. að áður en hann ætlaði að gera embættis- verk neytti hann aldrei vins þann tima sem ég þekkti til og heyrði ég þess ekki heldur getið eftir að ég fjarlægðist. En liins vegar var hann svo góður og glaður við öl. að mönnum stóð næstum á sania þótt hann væri viðskál. Helst vildi hann þá tala um glimur og glimdi þá við hvern sem var og lagði marga þótt ungir væru. í Bessastaðaskóla var Guðmundur almennt nefndur „Hruni". þvi hann var frá Hruna. Ekki lét séraGuðmundur vel af verunni i Bessastaðaskóla að þvi er viðurgerning snart. Það gekk stundum svo langt, að óharðnaðir piltar þoldu það ekki. svo þeir lögðust I rekkju og grétu af sulti. Sagðist séra Guðmundur hafa haft það ráð að drekka vatn til að fylla magann og hafi sér reynst það vel. Ódæll og ófyrirleitinn hafði hann einatt verið i skóia. Þeir áttu i brösum saman stundum hann og Páll Tómas- son, sem seinna varð prestur í Grímsey. Miðdal ogá Knappstöðum. En Páll þótti alla ævi nokkuð brellinn. Eitt sinn þegar þeim bar í milli, sló séra Páll með hamri i höfuð séra Guðmundi, svo hauskúpan dalaðist. að sagt var. Þeir sem viðstaddir voru sögðu að gat væri á hauskúpunni. Séra Guðmundur þreifaði þá um höfuð sér og sagði það sem lengi var i minnum haft: „Andskota botninn ég finn." og féll svo í yfirlið. Þó allir héldu liann dauðans mat rankaði hann þó við og varð jafngóður eftir nokkurn tíma. Margir eggjuðu séra Guðmund að kæra séra Pál. en það þótti honum ómannlegt og kaus heldur að leggja sjálfur á hann refsinguna. en hún lá i þvi að slita eitt og eitt hár úr höfði hans. því séra Páll er ákaflega hársár. Einu sinni mættust þeir i myrkri Guðmundur og Páll og þá segir Guðmundur: „Hver er þarna?" — „Það er þræll". svarar hinn. og bætir þá séra Guðmundur undireins við: „sem þyrfti á hálsinn snæri. efég segði: sértu sæll! svivirðing það væri." Nú víkur sögunni til Reykjavíkur mörgum árum síðar. og gefum nú Finni frá Kjörseyri aftur orðið: Séra Guðmundur er staddur hjá húsi Einars hattara Hákonarsonar. að líkindum kenndur. Séra Guðmundur var að þrátta við annan mann um hesta og rakst þá handleggurinn á honum i SO Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.