Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 5

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 5
7. Hótel Borg meins. En líklega verö ég að fara að krefja Vikuna um áhsettuþóknun, ef ég á að stíga öllu fleiri skref niður eftir matarmenningu islenskra veitingahúsa. Ekkert sitrónuvatn fylgdi humrinum til að hreinsa fituga fingur. Bendir það til þess, að sjálfsvirðing Borgar sé minni en annarra veitingasala í sama verðflokki. Verðið er 6.300 krónur sem forréttur og 11.000 krónur sem aðalréttur. Turnbauti Nautalundir Berny voru það, sem yfirmatreiðslumaðurinn mælti með á matseðli dagsins þetta kvöldið. Þá kom i Ijós, að það var bara misskilningur minn að panta graflax og humar eða yfirleitt nokkurt atriði af fastaseðlinum. Menn eiga eingöngu að halda sér við dag- seðilinn. Þetta var prýðilegur turnbauti. Ég hætti alveg að bölva matreiðslumönnun- um. Bautinn var mjög meyr og óvenju- lega bragðmikill, enda var gerð kjötsins með grófasta móti. Hér voru aftur á ferðinni litlu, góðu kartöflurnar og enn einu sinni mátulega litið soðnar. í þetta sinn höfðu þær verið smjörsteiktar eftir suðu. Sveppirnir voru þvi miður úr dós, en þeim hafði þó ekki verið misþyrmt enn frekar með of langri steikingu. Ennfremur var þarna meiri dósamatur, maís, grænar baunir og gulrætur, einkennistákn íslenskrar matargerðar. Ojbjakk. Ég kunni betur við mátulega soðið og sítrónuvætt brokkálið. Sömuleiðis ostað blómkálið. En magnið af öllu þessu meðlæti var eins og fyrir heilan herflokk. Steinseljusmjörið var lika gott, en óhóflega mikið. Það á ekki að bjóða gesti uppá rúmlega hundraðgrömm afsmjöri í meðlæti með kjöti. Hann gæti fallið fyrir freistingunni. Þjóðin er löngu hætt aðsvelta. Verðiðer 9.300 krónur. Ýsa Steikt fiskflök Doria voru á seðli dagsins. Þetta var smjörsteikt ýsa, senni- lega úr frystihólfi, en eigi aðsíður bragð- góð. Hún hafði ekki gleymst á pönnunni, eins og oft vill verða hér á landi. Enn komu í Ijós margumtalaðar kartöflur, einnig ferskar, smjörsteiktar gúrkur, nýir tómatar, salatblöð og sítrónur. Hvilíkur léttir eftir allt dósa- grænmetið! Verðið er 3.700 krónur. Melóna Kældar melónur með sykri sjást ekki oft á islenskum matseðlum. Þær fást þó merkilegt nokk á Borg, prýðilegur eftir- réttur, sem fer vel i maga. Verðið er 1.700 krónur. Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- feldi Saga Loft- leiðir Holt Naust Esju- berg Hornið Borg Matur X5 8 6 9 4 2 6 3 Þjónusta X2 9 6 7 9 (2) 8 6 Vínlisti XI 6 6 6 4 2 X 3 Umhverfi X2 7 7 7 9 7 8 7 Samtals XIO 78 62 79 60 30 62 39 Einfölduð heildareinkunn Meðalverð aðal- rétta í krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 3 4.700 6 3.600 4 7.700 Ostabakki Blandaðir ostar á bakka með brauði og smjöri reyndist vera einn skraut- legasti ostabakki, sem ég hef séð borinn fram fyrir einn mann. Þar var úr nógu að velja, þótt smurostarnir fjórir freistuðu min ekki. Parna gaf að líta gráðaost, gouda- og mysuost, rúgbrauð, hrökkbrauð og ritzkex, smjör, vínber og mandarinur. Þetta var heilt veisluborð, þótt eftirrétt- ur væri. Ég átel þó, að boðið sé upp á manda- rínur úr dós, þegar ferskar mandarínur hafa fengist I búðum á hverjum éinasta degi um margra mánaða skeið. Verðið er hátt, 4.000 krónur sem eftir- réttur. Kaffi Kaffið á Borg reyndist vera sæmilegt og borið fram með ósviknum rjóma. Hins vegar var írska kaffið nauða- ómerkilegt, hálfkalt og illa útlítandi eftir hristing á ferð þess úr eldhúsi inn á borð. Skýjaverð Borgin er mjög dýr veitingastofa miðað við gæði. Hún er í sama verð- flokki og Holt og Saga, þótt gæðin séu mun síðri. Að vísu er hægt að fá á Borg þrírétt- aðan mat fyrir 7.200 krónur af seðli dagsins, en slíkur matur kostar þó ekki nema 5.000-7.600 krónur á Loftleiðum. Með kaffi og hálfri flösku af Chianti Classico á mann mundi þessi matur kosta 9.500 krónur á Borginni. Meðalverð átján forrétta, súpa og smárétta á Borg er 3.700 krónur, ellefu aðalrétta úr kjöti og fiski 7.700 krónur og niu eftirrétta 2.400 krónur. Samtals er þetta 13.800 krónur. Með kaffi og hálfri flösku af vini ætti meðalmáltíð af fastaseðli Borgar að kosta 16.100 krónur. Slík máltíð kostar 16.300 krónur á Sögu, 15.700 krónur á Loftleiðum, 15.100 krónur i Holti og 14. 500 krónur I Nausti. Mismunur rétta á Borg reyndist vera svo mikill, að tæplega er hægt að gefa matreiðslunni einkunn. Að fara meðal- veginn og gefa þrjá segir ekki alla söguna, því að gestir geta með lagi komist yfir mat á betri einkunn. Samt verða þrir að duga í einkunn fyrir mat, þvi að Borgin fær núll fyrir þann þátt að vara gesti ekki við humri og laxi. Þjónustan á Borg fær sex I einkunn, vínlistinn þrjá og umhverfi og andrúmsloft fá sjö I einkunn. Heildar- einkunn Borgar sem veitingahúss er ^<">r'r' Jónas Kristjánsson í næstu Viku: Laugaás 8. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.