Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 41
Útvarp Akureyri getur sent út f stereo! Fjölmiðlun Kvikmynda- og hljóðupptökumenn sjónvarpsins á Akureyri að störfum fyrir framan útvarpshúsið. T.v. Sigurður Hlöðversson hljóðupptöku- maður og sinkstjóri og t.h. Steindór G. Steindórsson myndatökumaður. Þeir félagar vinna eingöngu með tæki sem þeir eiga sjálfir og dags daglega vinnur Steindór við járn- smiðar og Sigurður hjá Rafveitu Akureyrar. Heiðdísar Norðfjörð. Einnig mun Einar skáld Kristjánsson frá Hermundarfelli vera með hálfsmánaðarlega þætti í smíðum óg svo mun eitt reka annað. Björgvin Júníusson, upptökumaður útvarpsins á Akureyri. er enginn nýgræðingur i upptökum. Fyrir utan að hafa verið upptökumaður útvarpsins fyrir norðan i heil 10 ár hefur hann um langt skeið safnað gömlum segulbands- upptökum og er sú elsta frá 1922. Þessar gömlu upptökur voru teknar upp á svokallaða Edison-hólka sem senda þurfti til Kaupmannahafnar þar sem hljóðin voru sett yfir á band. Að aðalstarfi er Björgvin framkvæmdastjóri Borgarbíós á Akureyri en þar var hann vanur að taka upp útvarpsefni við bágar aðstæður áður en nýja útvarpshúsið kom til skjalanna. E.J. Björgvin Júníusson, upptökumaður útvarpsins á Akureyri. Honum er ýmislegt til lista lagt. Hann var fyrsti Akureyringurinn sem sveif i svifflugu, hann vann fyrsta skiðamótið i svigi, sem haldið var 1938, hann var fyrsti Íslendingurinn sem sendur var á skiða- heimsmeistaramótið í St. Moritz, þangað fór hann ásamt Magnúsi Brynjólfssyni og stóðu þeir félagar sig vel, urðu nr. 47 og 48 af 150 keppendum. Eins og flestum mun kunnugt þá hefur Ríkisútvarpið fest kaup á húseign á Akureyri undir starfsemi sína þar í bæ. Húsið lætur ekki mikið yfir sér og er langt frá því að vera glæsileg bygging — en á því sannast hið fornkveðna að ekki skal dæma eftir útliti einu saman — því í þessu húsi er eina aðstaðan utan Reykja- víkur til beinna útsendinga. Að sögn Jónatans Klausen hjá Pósti og síma á Akureyri þá er örbylgjusendir- inn (FM-sendir) á Vaðlaheiði þannig útbúinn að hægt er að senda út í stereo. Þó er það ekki hægt beint úr útvarps- húsinu því enn er aðeins ein leiðsla frá símstöðinni í húsið, þurfa að vera tvær fyrir stereo, en ef stereo-plata yrði spiluð í símstöðinni sjálfri þá myndi hún hljóma þannig um Akureyri og næsta nágrenni. Ekki munu þó slikar sendingar vera i bígerð í náinni framtið, FM-sendar draga tiltölulega skammt þannig að það yrðu aðeins Akureyringar og næstu nágrannar þeirra sem njóta myndu munaðarins en aðrir Islendingar fara á mis við hann. Eitt skal yfir alla ganga — á meðan fólk í Loðmundarfirði fær ekki að hlusta á útvarpið sitt í stereo þá fær þaðenginn. Á fyrstu hæð útvarpshússins mun sjónvarpinu vera ætluð aðstaða til upptöku fréttaefnis og annars efnis auk þess sem tónlist mun verða tekin þar upp. Á efri hæðinni verður útvarpið aftur á móti með aðsetur sitt og verður stefnt að því að hægt verði að fullvinna útvarpsefni þar. Morgunpóstsmenn riðu á vaðið með beinum útsendingum frá Akureyri og síðan hefur ýmislegt efni verið flutt. Nú mun í bígerð upptaka sérstaks barnaefnis frá Akureyri í umsjá 8. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.