Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 4

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Sauma- klúbbur á Borg Vafasamt er að tala 'tm Hótel Borg sem veitingahus. Ég þekki engan, sem hefur farið þangað til þess eins að borða. Menn fara þangað i hádeginu, ef þeir eru i Borgarklúbbnum, og á kvöldin, ef þeir eru hótelgestir í föstu eða iausu fæði. Mikið óskaplega hefur Borg verið glæsilegt hótel, þegar það var reist fyrir hálfri öld. Enn eimir eftir af þessum glæsibrag i veitingasal hússins, sem er i hefðbundnum, evrópskum hótelstíl miilistríðsáranna. Húsbúnaður og innréttingar bera ekki merki þreytu. Viðhald og endurnýjun hefur verið með sóma. Ekki verður þó sagt, að stíllinn sé smekklegur. En hann er ósköp notalegur, góðborgaralegur og umfram allt streitulaus. Á Borg er reynt að skilja milli borða með blómum. Það er góð hugmynd, betri en grindverk eða hálfir veggir. En gróðurinn í kerjunum er of gisinn og rytjulegur. Kannski hella gestir brenni- víni á blómin. Kjaftamiðstöð þjóðmálanna 1 rauninni er þetta karlaklúbbur fremur en veitingasalur. Þarna hittast fastmótaðir hópar í morgunkaffi, hádegismat eða síðdegiskaffi. Menn eiga þar sína föstu stóla við ákveðin borð. Þeir mundu fá hjartaslag, ef köttur settist í ból bjarnar. l^etta er ekki staður viðskipta- samninga eins og Holt eða Naust. Borgin er hinn rólegi samkomustaður góðborgara, sem eru komnir yfir það að gera viðskipti, — eru komnir á leiðar- enda i árangursriku starfi og geta slakað á. Þessu fylgir, að Borgin er kjafta- miðstöð þjóðmálanna. Saumaklúbbs- stemningin er áberandi i hádeginu, þegar menn rölta milli borða, staldra við í tvær minútur og skiptast á sögum um gang opinberra og persónulegra mála landsins. Borgin er raunar engu lík. Það er kannski út i hött að tala um hana í greinaröð um veitingahús. Borgar- klúbbsmenn hafa ekki áhuga á mat og mundu sennilega ganga á dyr, ef matar- gerðarlist læddist inn í eldhúsið. Lifið á Borginni fjarar út eftir siðdegiskaffið. í kvöldmatnum himir kannski svo sem hálfur annar þing- maður af landsbyggðinni og hálfur annar útgerðarstjóri í bankaleiðangri til höfuðborgarinnar. Hættulegur fastaseöill Matseðillinn á Borg tekur ekki hið minnsta tillit til sérstöðu hússins sem klúbbs. Hann gefur ranglega í skyn, að allt sé á fullu i eldhúsinu fyrir stöðugan straum alþjóðlegra gesta, — sem búa raunar og borða annars staðar. Heilir 38 réttir eru á matseðlinum. fleiri en í Blómasal Hótels Loftleiða. Seðill þessi er eins og efnisyfirlit kennslu- bókar i hefðbundinni hótelmatreiðslu. En enginn pantar mat eftir honum, og enginn ætti að gera það. Sem dæmi um forneskju matseðils Borgar má nefna fyrirlitningu hans á fiski. Seðillinn gefur í skyn, að eldhúsið greini á milli grísa, nauta og lamba, en ekki á milli ýsu, lúðu og karfa. Fiskur er bara „fiskur” á matseðlinum. Skynsamlegri er matseðill dagsins, sem er itarlegri en gengur og gerist á íslenskum hótelum. Þar er boðið upp á þriréttaðan málsverð fyrir 7.200 krónur, nautasteik fyrir um það bil 9.000 krónur, fiskrétt fyrir um 3.600 krónur og sitthvað fleira, svo og kalt borð i hádeginu á 6.200 krónur. Matseðill dagsins er raunar alls ráðandi á Borg. Fastaseðillinn er ekki einu sinni dreginn upp i hádeginu, enda mundu Borgarklúbbsmenn þá sennilega grýta honum í höfuð þjónsins. Á kvöldin liggur hann hins vegar á glámbekk. Vikan prófaði matreiðslu Borgar bæði i hádegi og að kvöldi. 1 bæði skiptin var þjónustan kurteis og fagmennskuleg, en áhugalítil. Hún stóðst ekki samjöfnuð við Naust, — hvað þá Sögu. Vín Vinlistinn á Borg er mjög lélegur og bendir til dapurlegs smekks matargesta. Þó er hægt að fá þar hvítvinið Chablis á 4.675 krónur og rauðvinin Chianti Classico á 3.340 krónur og Chateauneuf-du-Pape á 5.680 krónur. Lambageiri Lambageiri, steiktur á spjóti að hætti Borgar, var þungamiðjan í þrírétta fram- boði seðils dagsins í hádeginu, þegar Vikan kom í heimsókn. 1 þessum rétti voru ágætar, hvitar og hnöttóttar, litlar kartöflur, mátulega soðnar. Ég missti samt matarlystina við að sjá tróna á diskinum hlemmistóra og eldrauða papriku úr niðursuðudós. Þessi hrikalega skella ofbauð bæði matarskyni minu og fegurðarskyni. Kokkinum gat ekki veriðsjálfrátt. Á diskinum var einnig dálitið af gulrótum úr dós, svo og mjög þurrt beikon, sem var vafið utan um lambakjötið. Beikonið yfirgnæfði lamba- kjötið, svo sem oft vill verða við slíkar tilfæringar. Beikonbragðið var ekki gott og lamba- kjötsbragðið fannst alls ekki, enda var kjötið grásteikt og alveg safalaust. Þetta var sannarlega ekki merkilegur matur. Og mundi ég heldur vilja matarlaus vera. Á undan lambageiranum var svokölluð blómkálssúpa, hlutlaus og áreitnislaus kremsúpa úr dós. Á eftir var rommrúsínu-ís án rommbragðs, en með möndlum í. Þetta var semsagt meinlaus is. Verðið á þessum þriggja rétta mat er 7.200 krónur. Buffsteik Frönsk buffsteik var það, sem yfirmatreiðslumaðurinn mælti með, samkvæmt því sem stóð á seðli dagsins. Þar voru aftur á ferðinni kartöflurnar góðu. Og nautakjötið var sæmilegt, hæfilega meyrt. Kjötið drukknaði hins vegar í gífur- legu magni bráðins steinseljusmjörs, sem spillti nokkuð fyrir ánægjunni. Sama er að segja um grænar baunir og gulrætur, hvort^ tveggja úr dós. Þegar meðlætið hafði verið lagt til hliðar, varð kjötið frambærilegt. Verðið er 8.900 krónur. Graflax Dillkryddaður lax með sinnepssósu var á fastaseðlinum og freistaði Vikunnar í kvöldheimsókninni. Vonirnar jukust enn, þegar laxinn kom á borðið, ákaflega fallega upp settur á fati. Með laxinum fylgdi mild og þægileg, Ijós sinnepssósa. Hárin risu hins vegar á höfði mér, þegar ég bragðaði laxinn. Eitthvað hafði komið fyrir fiskinn, síðan hann var kryddleginn. Hann minnti ekki i bragði á graflax. heldur hafði hann dauft og torkennilegt geymslubragð. Líklega er graflax bara pantaður einu sinni eða tvisvar á vetri á Borg. Verðið er 6.300 krónur sem forréttur. Humarhalar Hálfir humarhalar í skel, glóðar- steiktir, voru lika mjög snyrtilega fram bornir. Humarinn var heitur og mjög stór, sá stærsti, sem ég hef séð á veitinga húsi í vetur. Annan kost hafði hann ekki. Humarinn var orðinn grár og sumpart brúnn af elli. Hann var næstum alveg bragðlaus. Ég varð dálitið hræddur við að fá þetta ómeti ofan í vondan laxinn, þvi að ég þurfti siðar um kvöldið að fara í beina sjónvarpsútsendingu. Ég óttaðist, að í miðri umræðu um virðingu alþingis yrði ég að hlaupa fram á afvikinn stað. Svo fór þó, að ég kenndi mér einski: 4 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.