Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 44
í leitaé lifðfafa FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTAR- MANNA útvegar yöur hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 1 og 5 v 7 Framhaldssaga minnsta kosti aðeinhverju leyti. En hún hafði verið alveg sérstaklega heppin með vinnu. Áður en hún giftist og eignaðist Karen hafði hún unniðsem fyrirsæta og haft góð laun. Sérstaklega var það þó einn Ijós- myndari, Hedley Bryant, sem henni hafði alltaf gengið vel að vinna með. Hann var vanur að segja að það væri vegna þess hve margt væri likt með þeim. Seinna, áður en Janet var að fullu búin að ná sér eftir tvö stór áföll, fyrst veikindi Karenar og síðan lát éiginmanns sínS,-viksi hún að nú 'yrði hún að byrja að vinna á ný. Hún hafði ekki búist við að geta staðist hina hörðu samkeppni sem rikti i fyrirsætuheiminum i né að hún gæti aftur hafið störf þar. Hún var orðin tuttugu og fimm ára þá og áhyggjur þær og sorgir sem hún hafði orðið fyrir höfðu haft sin áhrif á útlit hennar. En Hedley hafði tekið henni aftur opnum örmum, byggt upp sjálfstraust hennar og komið henni aftur inn i vinn- una. Nú gat hún unnið jafnvel og nokk- urn tima áður með honum. Chris var vinur Hedleys — einn af þeim sem komu óvænt með jöfnu millibili af þvi að þeir áttu hálftíma af- lögu. Freknótt andlit hans og bros voru orðin henni vel kunnug áður en hann tók upp þann siðað aka henni heim. Fyrst hafði hún fundið til sektarkenndar vegna þess að henni hafði fundist að hún væri að notfæra sér hann. En vináttan sem fljótlega hafði skapast milli þeirra og sú staðreynd að hann átti heima rétt hjá henni höfðu fljótlega kæft sektartilfinninguna. Hún fann að hún var ekki að færa sér vinsemd hans i nyt. Þau höfðu ánægju af samvistunum. En upp á siðkastið hafði hún fundið að vináttan var ekki jafneinföld og hún hafði haldið. Frá hans hlið var ekki aðeins um vináttu að ræða. Þetta gat ekki haldið svona áfrarn. Hann varð að skilja að ekki var um sameiginlega framtið að ræða fyrir þau. Hún varðaðfórna vináttu þeirra. Og þar sem hún gekk upp malar- stiginn sem lá að útidyrunum hugsaði hún með sjálfri sér að það yrði töluverð fórn. Hún andvarpaði. Við því var ekkert að gera. Hún og móðir hennar voru i rniðri baráttu um allt eða ekkert. Ekkert i lífi hennar skipti jafnmiklu máli og þessi barátta. Þegar hún kom inn á ganginn lagði hún frá sér töskuna. Hún fór úr skónum. opnaði dyrnar að innri ganginum og bankaði hljóðlega á hurðina fyrir innan. Þegar hún hafði lokað á eftir sér fór hún úr kápunni og hönskunum og gekk frá því i fatahengi við hliðina á dyrunum. „Halló." hrópaði hún lágt. Gangurinn var allur hvítur og auður. Veggirnir voru tandurhreinir og á gólfinu var þykkur, hvítur dúkur. Hún gekk að eldhúsinu. „Sæl. mamma." Móðir hennar stóð við vaskinn og þerraði af nokkrum smáhlutum. Einnig þetta herbergi var skjannahvítt og með hvitum gólfdúk. í loftinu lá daufur sótthreinsunarilmur. „Er Karen komin i rúmið?" „Já, Janet." Frú Halstead'sneri sér að henni. Hún brosti á sinn róandi. vingjarnlcga hátt. „Hún var dálitiö 44 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.