Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst HVAÐ Á BARNIÐ AÐ HEITA? Hefurðu nokkurn tíma tekið þátt í skírnarathöfn? Auðvitað er þetta kjánaleg spurning, flestir hafa þó að minnsta kosti tekið þátt í sinni eigin og öll berum við einhver nöfn. En mér datt þessi spurning í hug af því að ég tók sjálfur þátt í einni alveg nýlega. Foreldrarnir ungu höfðu ákveðið að láta barnið heita í höfuðið á mér, Vilhjálm, og auðvitað gleður slíkt mann afskaplega. En Vilhjálmur er' líka ákaflega fallegt og sérkenni- legt nafn, allt annað en öll þessi stirðbusalegu og þung- lamalegu bændanöfn. Að athöfninni lokinni spurði ég foreldrana ungu hvernig þeim hefði dottið í hug að gefa barninu svona yndislega hljóm- fagurt nafn. — Jú, sagði faðirinn ungi. — Við Marta gátum ómögulega komið okkur saman um nafn. Svo að ég skrifaði 100 nöfn á miða, setti þá í hatt og sór — til að umræðurnar næðu ekki suðupunkti á ný eftir að dregið hefði verið — að drengurinn skyldi bera það nafn sem upp kæmi, hvað sem á gengi. Og svo vorum við svo fjári óheppin að draga einmitt nafnið Vilhjálmur upp úr hattinum. En nóg um það. Þó fékk þessi atburður mig til að minnast okkar eigin kvala þegar við á sínum tíma reyndum að finna fallegt nafn á son okkar. Það var skotið á fjölskylduráðstefnu og mættir voru til leiks hinir nýbökuðu foreldrar ásamt tengdamúttu. — Mér finnst að hann ætti að heita Andri, sagði konan mín. — Það heita svo margir því nafni, sagði ég. — Þetta er dæmigert tískunafn núna. — Af hverju látið þið hann ekki heita Jóakim Hallfreð eftir báðum öfunum, sagði tengda- mútta. — Það er alltof gamaldags, sagði ég, og kom sjálfur með tillögu um að láta hann heita Pétur. Það var ágætisnafn og auðvelt að stafsetja það. Otal tillögur bárust en við gátum ekki komið okkur saman um neina þeirra. Þó vorum við sammála um að skírnarathöfnin skyldi fara fram næsta sunnudag. Þar með hafði þó nokkur árangur náðst á fundinum og ég sleit honum. Dagarnir liðu og á fimmtudag höfðum við enn ekki komist að niðurstöðu með nafnið. Ég flýtti mér að kalla saman nýjan fjöl- skyldufund. — Mér finnst enn að við ættum að skíra hann Andra, sagði konan mín. — Ég get ekki skilið hvað þið hafið á móti nafninu Pétur, sagði ég. — Margir þjóðkunnir menn hafa borið þetta nafn. — Mér finnst Andri miklu fallegra nafn, hélt konan mín áfram. — Eða ættum við að finna eitthvert hátíðlegra nafn? Eins og til dæmis Alexander eða Hannibal? Réttu mér nafna- bókina. Við höfðum keypt bók með 2000 drengjanöfnum í stafrófs- röð, svo að við þurftum ekki annað en að athuga siðurnar þangað til við rækjumst á það rétta. En i hvert skipti sem við reyndum það vorum við strax á llniiiirinn 2l.m;irs 20.afiril Hversdagsleikinn fer óumræðilega í taug arnar á þér. En þú skalt varast að gera eitthvað hneykslanlegt, einungis til þess að vekja á þér athygli innan fjölskyld- unnar. NauliA 21.;ipríI 2l.niai Farðu að öllu með gát í samskiptum við félag- ana. þvi að litið þarf til að slettist upp á vinskap- inn. Vikan verður þér ánægjuleg á heima- vigstöðvum. einkum i vikulokin. T\ihurarnir 22.mai 2l. júni Vertu á verði gagnvart kunningjum sent gefa góð ráð í sífellu án þess að samúð sé þar undir- rótin. Minni háttar deilur við hörundsáran ættingja gætu dregið dilk á eftir sér. hr. hhinn 22.júni 2.\.júli Þunglyndi hefur náð tökum á þér og nú virðist ætla að reynast erfitt að snúa við blaðinu. Hafðu samband við gantlan kunningja. þvi ekki er ólíklegt að það bæti skapið til rnuna. I.júniú 2-l. juli 24. ii*ú»l Þetta verður hin þægi- legasta vika hjá þér þótt ekki verði um neina stórviðburði að ræða. Leggðu þig frarn urn að þóknast vinum og kunningjum. þvi á það hefur svo sannarlega skort að undanförnu. >lc\ j;in 24-;ii*úM 2.Vscpl. Óvæntur atburður tengdur fortiðinni kemur þér nijög vel og gleði þin virðist takmarkalaus. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar og síðari hluta vikunnar skýrast málin allverulega. Löng bið eftir ákveðnum atburðum innan fjölskyldunnar hefur reynt á þolin- mæðina. Allar likur eru á að biðin eigi eftir að lengjast enn um sinn. þér til ómældrar skapraunar. Sporúdrckinn 24.okl. 2.T.nú\. Nýtt áhugamál á hug þinn allan og þú getur vart um annað hugsað. Eldntóður þinn verður öðrum hið mesta aðhlátursefni, en þú lætur það ekki á þig fá og munt uppskera rikulega að lokum. lloi<iii;iúiirinii 24.nó\. 2l.úcv Breytingar eru ágætar en hafðu samt hugfast að varasamt er að breyta einungis breytinganna vegna. Oft verður ekki aftur snúið og það gæti komið þér i koll þegar fram i sækir. Stcingcilin 22. úcs. 20. jan. Vinur þinn veldur þér miklurn áhyggjum og jafnvel vonbrigðum. Dæntdu hann af varfærni og skilningi því allt á sér niiklu eðlilegri orsakir en virðist við fyrstu sýn. \;itnshcrinn 21. jan. lú.fchi. Náinn ættingi gerir þér ómetanlegan greiða, sem þú reyndar áttir alls ekki skilið, þvi framkoma þín gagnvart þessum ættingja hefur verið ámælisverð. einkum undanfarnar vikur. Hskarnir 20.fchr. 20. mars Atvik sem i fyrstu virðist litilvægt dregur dilk á eftir sér. Þetta hefur þegar til lengdar lætur mikil áhrif á lif þitt og verður til þess að áætlanir breytast á ýmsan máta. 34 Víkan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.