Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 7
Aparnir vildu ekki vera hjá mömmunni úr stálþræðinum, þrátt fyrir að hún gæti gefið þeim nijólk. Þessar tilraunir hafa gert það að verkum að menn hafa hafnað kenningunni um að nýfædd dýra- og mannsbörn læri smám saman að fá þörf fyrir tengsl við aðra af þvi að líkamlegum þörfum sé fullnægt. í apatilraununum kom í ljós að þrátt fyrir að aparnir gætu lært að stálmamman gæfi þeim mat þá fengu þeir enga þörf fyrir hana og sýndu henni engin tilfinningaleg viðbrögð. En hegðun þeirra gagnvart voðmömmunni varð sifellt hlýlegri þrátt fyrir að hún gæfi þeim enga mjólk. í þessum tilraunum kom einnig í Ijós að aparnir þróuðu svipað samband við voðmóðurina eins og nýfætt barn gerir við móður sína. Það kom t.d. i Ijós að þegar aparnir urðu hræddir flúðu þeir til voðmóðurinnar og hjúfruðu sig að henni likt og mannsbarn gerir. Aparnir völdu allir voðmóðurina, enginn stál- móðurina. Niðurstöður þessara tilrauna voru svo sannfærandi að visindamennirnir tveir ályktuðu að það mikilvægasta sem móðir gerði þegar hún sýslaði við bam sitt væri að hún veitti þvi tið og náin tengsl þar sem það legði grundvöllinn að tilftnningatengslum bamsins. Harlow og samstarfsmenn hans héldu áfram að rannsaka apana þangað til þeir urðu fullorðnir. Það kom í Ijós að þegar aparnir stækkuðu urðu þeir óhamingju- samir, árásargjarnir og úr tilfinninga- legu jafnvægi. Þetta átti bæði við um þá apa sem höfðu eignast voð- og stál- móður. Þetta sýndi rn.a. að það var ekki nægjanlegt fyrir félagslega og persónu lega þróun apanna að eignast mjúka voðmóður. Hún er dauð og getur ekki veitt öpunum þau tilfinningalegu tengsl sem lifandi móðir getur. Uppbótarmæðurnar voru þvi öpununt litlu betri en engar mæður, nenia rétt eftir fæðinguna þegar tengsl móður við afkvæmi mótast fyrst og fremst af snertingu. Heilbrigður eða skadd- aður persónuleiki Apatilraunir hafa haft mikil áhrif á barnauppeldi og skoðanir manna á hvað börnum sé nauðsynlegt í frumbernsku. Þær höfðu m.a. i för með sér að menn fóru að líta á hin svokölluðu stofnana- börn í nýju Ijósi. Orsök þess að mörg börn, sem höfðu alist upp á stofnunum frá fæðingu. voru tilfinningalega sködduð var sú að börnin höfðu ekki fengið möguleika á að tengjast neinum tilfinningalega. En tilraunin varpaði kannski fyrst og fremst Ijósi á það að barnið hefur meðfædda þörf fyrir að tengjast öðrum tilfinningalega í frumbemsku og það getur haft úrslita þýðingu um hvort bamið verður heilbrigður eða skaddaður persónuleiki hvort þessari þörf er fullnægt eða ekki. Hún sýnir í hvaða blaði smáauglýsing ber mestan árangur. Hvaða ástæða önnur skyldi ráða því að smáauglýsingamagnið er alltaf mest í Dagblaðinu? Þangað leita viðskiptin, sem úrvalið er mest. Smáauglýsingar BIABSIN5 ÞverholtiHsími 2 7022 Opið til kl.10 í kvöld bók / b/aðformi fæstá næsta b/aðsö/ustað 8. tbl. Víkan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.