Vikan


Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 21.02.1980, Blaðsíða 51
gluggarúðu hjá Einari hattara. svo Einar reiddist og kærði séra Guðmund fyrir fógeta. Von bráðar kom fógeti með lögregluþjónum og hitti séra Guðmund sem átti sér einskis ills von. En fógetinn bauð honum heim til sín í allri vinsemd og þáði hann það. Þeir fóru inn i.hús eitt og þar upp í loftherbergi. Þvi næst fór fógeti út og læsti dyrunum áeftirsér. Þegar séra Guðmundur fór að litast um í herberginu fór hann að gruna margt, og eftir nánari athugun sá hann. að t'ógeti hafði farið með hann í svart- holið. Varð hann þá hamslaus af reiði. losaði fjöl úr þilinu og braut allt og bramlaði og var nærri búinn að brjóta sér leið út þegar opnað var. sem reyndar leið ekki á löngu. þvi sagt er að Steingrimur biskup hafi brugðið svo skjótt við. þegar hann heyrði hvað um var að vera. að hann hafi gleymt höfuðfatinu heima. Biskup heimtaði harðlega að iandfógeti opnaði samstund- is. þvi hann ætti ekkert með sína þjóna. Þegar opnað var stóð fjöldi fólks úti fyrir dyrum. Þar á meðal stór og sterkur maður. sem mig minnir að hafi ætlað að stöðva séra Guðmund. En séra Guðmundur tók manninn á loft og kastaði honum á mölina og hentist sem örskot út úr mannþrönginni. Steingrimur biskup spurði séra Guðmund. hvort hann ætlaði ekki að höfða mál á hendur landfógeta fyrir tiltækið. Ekki hélt séra Guðmundur það. kvaðst heldur vilja sækja máliðá vopna- þingi. ..Látum þá vopnin bíta!" mælti biskup. Það eru vist engin önnur dæmi um það. að Steingrímur biskup hafi hvatt menn til að jafna á náunganum mótgjörðir. Eftir þetta orti séra Guðmundur hinn alkunna Svartholsbrag. sem er 18 erindi og er þetta niðurlagið: Oft hefur lágur löngum gefið leiða byltu af slæmum hnykk. Já. það mun varla á þvi efi. ósæmdin fylgir mörgum gikk. Stifin er jafnan þrælaþjóð. það er máltak. er lengi stóð. Ég þó hert geti á þér betur eina náragjörð, þaðei vil. né þitt samvisku þvinga tetur. þvi ég býst við. að hún sé til: en ef þig mæðir mótgangshríð. mundu, við fundumst eina tið. Margir voru þeirrar trúar. að séra Guðmundur hefði með þessum skáld- skap kveðið gæfuleysi yfir landfógeta. þvi svo brá við eða atvikaðist. að flest eða allt snerist landfógeta til mótgangs eða mæðu eftir þetta. Það voru fleiri en hjátrúarfullur almenningur. sem voru joeirrar skoðunar. því sjálf landfógeta- frúin, sem skildi við mann sinn. sagði við Magnús bróður minn einhverju sinni. að hún tæki sérstakt tillit til þeirra. sem væru i ætt við séra Guðmund Torfason. því hann hlyti að vera ákvæðaskáld. Manninum sinum hefði gengið allt að óskum fram að þeim tíma. sem hann átti við séra Guðmund, en þá hefðu orðið svo óskiljanlega skjót umskipti á gæfu hans. að slíkt gæti ekki verið einleikið. Séra Guðmundur orti mikið um ævina. rimnaflokka. sálma, mörg Ijóða bréf. einstök kvæði, þýddi Friðþjófssögu og orti sand af erfiljóðum og brúðkaups- kvæðum. Hann var talinn gagnorður og mælskur ræðumaður. framburðurinn látlaus og skemmtilegur. Séra Guðmundur var sérlega vinsæll maður. jx) hann væri ekki ætið sérlega strangur reglumaður. Honum fyrirgafst mikið. þvi viljandi gerði hann ekki á hluta nokkurs manns að fyrra bragði, og allra manna var hann lausastur við undirhyggju og singirni og reyndi aldrei að breiða yfir bresti sina. Þó að þau hjónin væru ekki auðug, var heimili þeirra alþekkt fyrir gestrisni og hjálpsemi. Dauða séra Guðmundar Torfasonar bar að þann 3. april 1879. Hann tók andvörpin með þessi orð á vörum: „Faðir. í þinar hendur fel ég minn anda." ★ 8. tbl. Víkan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.