Vikan


Vikan - 21.02.1980, Síða 41

Vikan - 21.02.1980, Síða 41
Útvarp Akureyri getur sent út f stereo! Fjölmiðlun Kvikmynda- og hljóðupptökumenn sjónvarpsins á Akureyri að störfum fyrir framan útvarpshúsið. T.v. Sigurður Hlöðversson hljóðupptöku- maður og sinkstjóri og t.h. Steindór G. Steindórsson myndatökumaður. Þeir félagar vinna eingöngu með tæki sem þeir eiga sjálfir og dags daglega vinnur Steindór við járn- smiðar og Sigurður hjá Rafveitu Akureyrar. Heiðdísar Norðfjörð. Einnig mun Einar skáld Kristjánsson frá Hermundarfelli vera með hálfsmánaðarlega þætti í smíðum óg svo mun eitt reka annað. Björgvin Júníusson, upptökumaður útvarpsins á Akureyri. er enginn nýgræðingur i upptökum. Fyrir utan að hafa verið upptökumaður útvarpsins fyrir norðan i heil 10 ár hefur hann um langt skeið safnað gömlum segulbands- upptökum og er sú elsta frá 1922. Þessar gömlu upptökur voru teknar upp á svokallaða Edison-hólka sem senda þurfti til Kaupmannahafnar þar sem hljóðin voru sett yfir á band. Að aðalstarfi er Björgvin framkvæmdastjóri Borgarbíós á Akureyri en þar var hann vanur að taka upp útvarpsefni við bágar aðstæður áður en nýja útvarpshúsið kom til skjalanna. E.J. Björgvin Júníusson, upptökumaður útvarpsins á Akureyri. Honum er ýmislegt til lista lagt. Hann var fyrsti Akureyringurinn sem sveif i svifflugu, hann vann fyrsta skiðamótið i svigi, sem haldið var 1938, hann var fyrsti Íslendingurinn sem sendur var á skiða- heimsmeistaramótið í St. Moritz, þangað fór hann ásamt Magnúsi Brynjólfssyni og stóðu þeir félagar sig vel, urðu nr. 47 og 48 af 150 keppendum. Eins og flestum mun kunnugt þá hefur Ríkisútvarpið fest kaup á húseign á Akureyri undir starfsemi sína þar í bæ. Húsið lætur ekki mikið yfir sér og er langt frá því að vera glæsileg bygging — en á því sannast hið fornkveðna að ekki skal dæma eftir útliti einu saman — því í þessu húsi er eina aðstaðan utan Reykja- víkur til beinna útsendinga. Að sögn Jónatans Klausen hjá Pósti og síma á Akureyri þá er örbylgjusendir- inn (FM-sendir) á Vaðlaheiði þannig útbúinn að hægt er að senda út í stereo. Þó er það ekki hægt beint úr útvarps- húsinu því enn er aðeins ein leiðsla frá símstöðinni í húsið, þurfa að vera tvær fyrir stereo, en ef stereo-plata yrði spiluð í símstöðinni sjálfri þá myndi hún hljóma þannig um Akureyri og næsta nágrenni. Ekki munu þó slikar sendingar vera i bígerð í náinni framtið, FM-sendar draga tiltölulega skammt þannig að það yrðu aðeins Akureyringar og næstu nágrannar þeirra sem njóta myndu munaðarins en aðrir Islendingar fara á mis við hann. Eitt skal yfir alla ganga — á meðan fólk í Loðmundarfirði fær ekki að hlusta á útvarpið sitt í stereo þá fær þaðenginn. Á fyrstu hæð útvarpshússins mun sjónvarpinu vera ætluð aðstaða til upptöku fréttaefnis og annars efnis auk þess sem tónlist mun verða tekin þar upp. Á efri hæðinni verður útvarpið aftur á móti með aðsetur sitt og verður stefnt að því að hægt verði að fullvinna útvarpsefni þar. Morgunpóstsmenn riðu á vaðið með beinum útsendingum frá Akureyri og síðan hefur ýmislegt efni verið flutt. Nú mun í bígerð upptaka sérstaks barnaefnis frá Akureyri í umsjá 8. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.