Vikan


Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 3

Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 3
Þá var ekki diskað — heldur dansað! má segja að þetta sé mín leið í lífsbarátt- unni, bætir hann við. MIFA-tónbönd heitir fyrirtæki Snorra og það flytur inn allt hráefni sem þarf til kassettugerðar og býr til úr því þá vöru sem beðið er um og er þá bæði um að ræða óspilaðar kassettur og áspilaðar. MIFA-tónbönd er verktaki fyrir alla íslenska hljómplötuútgefendur þannig að öll íslensk tónlist, sem til er á kassettum. hefur fyrst orðið að fara norður til Snorra áður en hún hefur komist á markað. Einnig framleiðir fyrirtækið kassettur fyrir tölvur. Þá er ótalin sú nýjung fyrirtækisins að framleiða kassettur með lesnum ævintýrum eftir H. C. Andersen en sú vara mun vera með betri kaupum fyrir foreldra sem ekki nenna að lesa fyrir börn sín á hverju kvöldi. Bara að ýta á hnapp og allir verða ánægðir. Ævintýrin eru lesin af Heiðdísi Norðfjörð leikkonu. Helena Eyjólfsdóttir söngkona, sem starfar hjá MIIFA-tónböndum, sést hér með Snorra Hanssyni við tækið sem flytur tónlist (eða ævintýri) af bandi yfir á kassettur. Tækið getur spilað inn á 6 kassettur samtimis á 8 földum hraða og fer inn á báðar hliðar samtímis. Hvernig líst ykkur á þessa hljómsveit? Því miður getum við ekki leyft ykkur að heyra hljóðin, en þessir kumpánar léku fyrir dansi á Hótel KF.A á Akureyri um 1950. Lengst til vinstri má sjá Jose Riba með klarinettuna, þá Árna Ingimundar- son við píanóið. sá með tenórsaxófóninn er Óskar Ósberg og við trommurnar situr Mikael Jónsson. Allt frá þriðja áratugnum og fram á þann sjötta blómstraði skemmtanalífið á Akureyri. 1 Gúttó, þar sem Leikfélagið hefur nú aðsetur sitt. var dansað. einnig á Hótel Akureyri svo ekki sé minnst á Hótel Norðurland þar sem nú er Hótel Varðborg. Seinna komu svo staðir eins og KEA og Alþýðuhúsiðog þar var ekki minna dansað. Flestir þessara staða voru opnir á hverju kveldi yfir sumartimann. frá 9- 11.30. því þá kom fólkið að sunnan gjarnan norður i sumarleyfum sinum i stað þess að fara til sólarlanda og skemmti sér ekki verr þó skemmra væri farið. Yfir vetrarmánuðina var fx'i aðeins opið um helgar. Þó langt sé um liðið síðan hljómsveit þessi sló taktinn fyrir norðanmenn og gesti þeirra að sunnan. þá fer þvi viðsfjarri aðeingöngu hafi verið leiknir gömlu dansarnir. Onei. fólkið dansaði rúmbu, tangó og aðra s ameríska dansa og svo var leikinn jass þess á milli. I>egar fram i sótti bættust svo blues og búgi-vúgi við. Ákafinn var mikill, meira að segja svo að á timabili var algengt að dansað væri milli 3 og 5 á sunnudögum á KEA. Nú eru tímarnir breyttir. Akureyri hefur ekki farið varhluta af diskóæðinu og nú er svo komið að sjálfur Sjallinn. einn frægastur skemmtistaða á Íslandi, á nú i vök að verjast fyrir tiltölulega nýjum skemmti stað. H 100 (vegna þess að hann er til húsa i Hafnarstræti 100) en sá staður cr nánast bein eftirlíking af Óðali í Reykja vik — alla vega hvað andrúmsloft snertir. Þar er diskað en minna dansað. — Ég er nú útvarpsvirki og var orðinn leiður á sifelldum viðgerðum þannig að ég sneri mér að þessu, segir Snorri Hansson á Akureyri en hann rekur einu kassettuverksmiðjuna á íslandi. — Það 9. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.