Vikan


Vikan - 28.02.1980, Síða 4

Vikan - 28.02.1980, Síða 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Tímamót r i veitinga- mennsku Laugaás er ódýrt veitingahús, sem býður upp á vandaða matreiðslu og þægilegt umhverfi. Þetta nýja veitinga- hús að Laugarásvegi 1 markar ásamt Horninu í Hafnarstræti mestu framför siðustu ára í veitingamennsku íslendinga. Til skamms tima urðum við að velja milli fremur dýrra en fyrsta flokks vinveitingahúsa eins og Holts og Sögu annars vegar og hins vegar ódýrari en fimmta flokks steikarbúla, mettaðra feitibrælu. Nú eru hins vegar að koma til skjal- anna lítil veitingahús eins og Laugaás og Hornið, sem eru ódýrari en steikar- búlurnar, veita þó sómasamlega þjón ustu til borðs og bjóða upp á mat, er veitir fyrsta flokks húsunum hættulega samkeppni. Barnahorn, bravó! Laugaás er litil stofa, sem tekur ekki nenia um það bil 40 manns i sæti. Innréttingar eru bjartar og hreinlegar, en dálitið kuldalegar. Veggir eru hvitir og trégrindur gular, en i loftum er lítt áberandi rauður litur. Athyglisverðar steinflísar með innbrenndum jurtum eru lagðar í borðin til að hlífa þeim fyrir brennheitum pönnum og diskum, sem gestir borða úr suma réttina. Jurtaskreytingin er skemmtilegt smáatriði, sem lyftir veitingahúsinu. Laugaás hefur fetað út á sömu. góðu brautina og Esjuberg að hafa sérstakt barnahorn, þar sem ungviðið getur dundað sér við kubba og bækur, meðan foreldrarnir Ijúka við kaffið eftir matinn. Þetta framtak er sérstaklega lofsvert. Mataráhugamenn hafa deilt um gildi tónlistar í veitingasölum. Sumir segja, að lágvær og þægileg tónlist bæti melting- una. Hinir eru þó sennilega fleiri, sem vilja fá frið frá tónlist, meðan þeir eru að borða. Hornið í Hafnarstræti kaus að hafa tónlist af bandi að tjaldabaki. 1 Laugaási er liins vegar engin tónlist. Þessi verka- skipting er ágæt, því að hvort tveggja þarfaðvera til. í þágu valfrelsisgesta. Kokkar í sal Fullkomin þjónusta er ekki veitt í Laugaási. Menn panta við diskinn og taka sér þar hnifapör, handþurrkur og drykkjarföng. Siðan fá menn matinn inn á borð til sin, alveg eins og á venjulegu veitingahúsi. Gestir fá því mikilvægasta þátt þjónustunnar. Eftir að þeir eru sestir til borðs, þurfa þeir ekki að standa upp til frekari útréttinga. Þeir þurfa heldurekki að óttast, að höfuðréttur kólni, meðan súpan er sopin. 4 Vikan 9- tbl. Matreiðslumennirnir annast þjónust- una sjálfir að nokkru leyti. Það hefur þann kost, að gestir fá tækifæri til að spjalla við þá um matinn og forvitnast um, hvernig hann verður til. Mín reynsla er, að erfitt sé að trúa því, sem þjónar segja um slik mál. Að visu finnst mér, að gestir ættu ekki að þurfa að bera sjálfir hnifapör og glös til borðs. Ég held, að það mundi ekki auka fyrirhöfn starfsliðs að ráði, þótt gestum yrði gert það til geðs að færa þeim þessa hluti að borði. Sómi sjávarrétta Á matseðli dagsins eru að jafnaði fjórir eða fimrn réttir og er súpa innifalin í verðinu. Þar fyrir utan er sérstakur fastamatseðill með 24 réttum, auk ýmissa hamborgara, pizza og samloka. Þetta er meira en fullnægjandi fjöl- breytni. Sjávarréttum er sýndur mikill sómi, bæði á matseðli dagsins og fasta- seðlinum, likt og á veitingahúsinu Horninu. Það þykja mér gleðileg tíðindi, þvi að svo fer fyrir flestum matfróðum, að fiskur verður þeim smám saman hugstæðari en kjöt. Ég heimsótti Laugaás með ráðgjöfum mínum bæði i hádegi og að kvöldi til að deila reynslunni með lesendum Vikunn- ar. 1 bæði skiptin var fullt og fjörugt hús. Um kvöldið var mikið af hjónakornum og heilum fjölskyldum. Létt vin er ekki á boðstólum í Lauga- ási og verða ekki á næstunni. Eigendurnir vilja biða átekta og fylgjast með, hvernig reynslan verður í öðrum veitingahúsum. sem hugsanlega eru að fá leyfi til veitinga léttra vína. Karfi Pönnusteiktur, nýr karfi, bakaður í ostasósu, var á matseðli dagsins i hádeginu. Ég rak auðvitað upp stór augu. enda hef ég ekki áður séð slika dirfsku i veitingamennsku hér á landi. Þetta var frábær matur, alveg mátulega litið steiktur og ntjúkur sem rjómi. Einnig voru góðar hvítu kartöfl- urnar, sem fylgdu, hæfilega lítið soðnar. Hrásalatið var vel sómasamlegt, sem og hreðkurnar, en súpan var hversdagsleg grænmetissúpa. þykkt með hveiti. Verðið er 2.200 krónur með súpunni. Ýsa Soðin ýsuflök með rækjusósu voru á sama matseðli dagsins. Þau voru góð, þótt þau jöfnuðust ekki á við karfann. enda trúlega soðin dálitið of lengi. Ýsunni fylgdi sama meðlæti og sama súpa og getið er hér að framan. Verðið er 2.200 krónur með súpunni. Sjávarréttir Sjávarréttir, bakaðir í ostasósu, voru á fastaseðlinum. Þeir voru bornir frarn i sjóðheitri leirpönnu. Þar mátti finna djúpsjávarrækju, litlar rækjur, ýsu, kræklinga og dósasveppi. Allt var þetta mjög gott, nema djúpsjávarrækjan. sem hafði verið geymd of lengi. Verðið er 1.750 krónur sem forréttur. Pizza Pizzan var ágæt. þótt hún næði ekki gæðum pizzunnar á Horninu. Brauðið var hæfilega þunnt, dálitið hart, líklega of lengi hitað í ofninum. Þessi pizza var með kræklingum og rækjum. en ýmsar aðrar fyllingar eru einnig á boðstólum. Verðið er 2.100 krónur. Lambalæri Laugaáss-lambalærissneið var borin fram á sjóðheitum diski. Þetta var hápunktur heimsóknarinnar, einstak- lega ljúfur réttur. Sneiðin var nákvæmlega rétt matreidd, ljósrauð i sáriðog með örlitlum votti af blóði.þegar hnífi var þrýst á hana. Enda var kjötið bæði meyrt og bragðmikið. Lambalærissneiðin var borin fram i eigin safa og bökuð i ostasósu, óhóflega mikilli. Með fylgdi smáskorið hrásalat, lítillega sítrónuvætt, svo og franskar kartöflur. mjög lítið steiktar og ljósar. án lyktar af aldraðri oliu. Bæði salatið og kartöflurnar voru sómasamleg. Verðið er 3.850 krónur. Turnbauti Turnbauti með bearnaise sósu var einnig sérdeilis vel heppnaður, mjög litið steiktur, meyr og góður. Honum fylgdi sama hrásalat og kartöflur, sem getið er hér að framan. Ennfremur beamaise sósa, sem var þynnri, léttari og betri en ég á að venjast hér á landi. Sem betur fer fylgdi ekkert dósa- grænmeti turnbautanum og ekki heldur öðrum réttum, sem prófaðir voru í Laugaási. Eini maturinn úr dós voru sveppir, er voru í mjög hóflegum mæli í meðlæti kjötréttanna. Verðið er 5.950 krónur. Eftirréttir Laugaás er stikkfri í eftirréttum, býður aðeins upp á is, i þremur útgáfum. Væri þó með einföldum hætti unnt að auka fjölbreytnina með t.d. ferskum ávexti dagsins. ostsneið dagsins eða jafnvel kraumís dagsins. Kaffi Kaffið var sómasamlegt, en ekki merkilegt. Venjulega kostar það 350 krónur. En panti menn einn bolla án ábótar eftir mat. kostar hann ekki nema 175 krónur. Það er athyglisverð tillitssemi við fjárhag matargesta. Ódýrt og gott Meðalverð sjö forrétta i Laugaási er 1.000 krónur, sextán aðalrétta 3.600 krónur og þriggja eftirrétta 700 krónur. Ef pizzur á 2.100 krónur og hamborgar- ar á 1.100-1.600 krónur væri talið með aðalréttum. mundi meðalverð þeirra vera 3.400 krónur. Þriggja rétta máltíð. sem hvorki felur i sér pizzur né hamborgara, mundi þvi kosta 5.300 krónur. Að kaffi meðtöldu mundi meðalmáltið í Laugaási kosta um 5.500 krónur. Laugaás er því í sama verðflokki og Homið, töluvert ódýrari en Esjuberg og Askur og helmingi ódýrari en vinveitingahúsin. Bæði Laugaás og Hornið hafa einstaklega gott hlutfall verðs og gæða. Munur þessara tveggja staða, fyrir utan tónlistina, sem áður er getið. er sá, að Laugaás hafði heldur betri matreiðslu, en Hornið heldur betri þjónustu og skemmtilegra umhverfi. Einstaklega vel matreiddur turnbauti, lambalærissneiðar og karfi eru dæmi um | fyrsta flokks matreiðslu í Laugaási. Með | slikum réttum vantaði ekkert nema glas af léttu vini til að gera máltíðina frá- bæra. Með Laugaási og Horninu er kominn visir að hinum iitlu og vönduðu veitinga- stofum, sem einkenna svo mjög matar- gerðarlist í útlöndum. Og i Laugaási elda og þjóna eigendurnir sjálfir, eins og i heimsins fremstu veitingahúsum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.