Vikan


Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 10

Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 10
Viðtal Vikunnar „Ég hef aldrei verið bjórmaður sjálfur, hef ekkert vit á honum og þykir hann bæði leiðinlegur og vondur." Og er að verða mesta peningaveldið lika. Svo er verið að tala unt að hér á landi séu starfandi stórbrotnir auðhringar eins og Sambandið, Eintskip og Flugleiðir — en fólk ætti að athuga það að launþega- samtökin eru að verða mesta peninga veldið hér á landi. Þarna er að eiga sér stað mjög varhugaverð þróun ef ekki verður séð til þess að þessi samtök vinni á lýðræðislegunt grundvelli. Það gera þau ekki í dag. — Hvað myndir þú gera við þessi samtök fengir þú að ráöa? — Ég vil bara láta aðskilja þetta. Hagsmunabarátta launþega á að vera fagleg en ekki eins pólitísk og hún er nú. Þessi hagsmunabarátta er orðin sterkasti pólitíski faktorinn i landinu. Það sést best á því að ntargir stjórnmálamenn telja það sinn mesta styrk að eiga inngöngu þar visa. Ég er ekki á móti frjálsum verkalýðsfélögum en þau eiga bara að halda sér við hina faglegu hlið málsins. Það er ekki gott i efni þegar sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn uppfullur af einhverju dekri við laun þegasamtökin. Þegar fulltrúar þeirra fá ekki nægilegt fylgi i prófkjöri flokksins þá verður samt að koma þeim einhvers staðar fyrir í öruggu sæti á listanum eingöngu vegna einhverra imyndaðra tengsla við launþegasamtökin sem eru svo ekki meiri en það að þessir menn fá ekki nægilega marga félagsmenn til að standa á bak við sig i prófkjöri. Það eru nú meiri tengslin! Þetta sýnir bara að þeir sem einu sinni komast þarna inn sitja sem fastast og þurfa ekki endilega að hafa svo mikinn stuðning til þeirrar setu. Dæmin sanna þetta. Það er stórhættulegt þegar launþegasamtökin staðna þannig að allt lýðræði þurrkast út innan þeirra. Svo er verið að tala um að bráðnauðsynlegt sé að breyta stjórnar- skránni og kjördæmaskipaninni. en ég held að það liggi ekki meira á nokkrum hlut en að koma lýðræðislegu skipulagi á launþegasanttökin. Fólk myndi græða töluvert meira á því en breyttri stjórnar- skrá eða breyttri kjördæmaskipan. — Hvernig líst þér á Vilmund dómsmálaráðherra? — No comment! — En forsetakosningarnar? — Það virðist einhver ógæfa fylgja mér í forsetakosningum. Ég hef fram að þessu verið virkur í tveimur slikum kosningum og tapað þeint báðunt. Þvi var það að þegar ég heyrði að vinur ntinn. Albert Guðmundsson, ætlaði að gefa kost á sér til þessa embættis að ég ákvað að skipta mér ekki af því að öðru leyti en því að nota kosningarétt minn. Ég sagði Albert að ég hefði tapað tvennum forsetakosningum og vildi ekki tapa þeim þriðju. Mér er engin launung á þvi að ég teldi það ágætt næði Albert kjöri sem forseti. Hann er ntikill dugnaðarforkur. skapmikill en heiðar- legur. hreinskiptinn og þjóðhollur. Auk þess hefur hann sérlega hlýtt hjartalag og gott innræti. Ekki er þýðingarminnst að hann á einstaklega góða eiginkonu sem stafar mikill Ijómi af. Ég tel þvi að Albert Guðmundsson hafi allt það til að bera til þess að geta orðið mikilhæfur og farsæll þjóðhöfðingi. Og eitt er vist að ef hann hefði setið að Bessastöðum þegar úrslit síðustu alþingiskosninga lágu fyrir þá hefði stjórnmálaforingjun- um ekki liðist að eyða jafnlöngum tinia i þann pólitiska sandkassaleik sem þeir hafa ástundað undanfarnar vikur þjóðinni allri til hins mesta óhagræðis. Albert hefði líklega ýtt svo hresssilega við þeim að þeir hefðu talið sér fyrir bestu að snúa sér að einhverju hagnýt- ara og sinna þeim störfum sem þeir voru kosnir til að inna af hendi. En miðað við fyrri reynslu held ég að það sé engum til góðs að ég fari að skipta mér af þessunt forsetakosningum. Ég barðist ötullega fyrir Gunnar Thoroddsen 1968 með árangri sem öllum er kunnugt um. Það var hroðalegt tap, maður fann daglega hvernig fylgið sópaðist yfir á Itina hliðina. Ef Gunnar hefði náð kjöri hefðum við ekki aðeins eignast stór- glæsilegan forseta heldur hefði ástandið innan Sjálfstæðisflokksins verið betra en raun ber vitni i dag. Því miður voru það allt of ntargir í forystuliði Sjálfstæðis- flokksins sem ekki skynjuðu að i Gunnari Thoroddsen höfum við átt einn mesta stjórnmálamann sent uppi hefur verið með þjóðinni siðustu áratugi. Að ntínu mati hefur það verið óskapleg skammsýni að nota ekki betur frábæra hæfileika og reynslu Gunnars á liðnunt árum. En nú er of seint um slikt að sakast. — Hvað um bjórinn? — Ég flutti tilllögu um að bjórinn yrði borinn undir þjóðaratkvæði. gerði það i þingbyrjun þannig að nægur timi gæfist til afgreiðslu, en það var séð til þess að hún komst aldrei fram. Ástæðan hefur líkast til verið sú að þingmenn hafa viljað firra sig þeirri ábyrgð. þeim kaleik, að þurfa að taka afstöðu til bjórsins. Kjarkurinn í þingmönnum er nú ekki meiri en þetta! Ég var nú aldrei viss um að þjóðaratkvæðið hlyti meirihluta þó svo að tillaga min hefði verið samþykkt. Mér er það mjög til efs með hliðsjón af þvi að nú er bruggað i öðru hverju húsi i landinu. Allir vita að sterkur bjór yrði töluvert dýr vegna skatta og annarra álagna hins opinbera þannig að likast til vildi fólkið bara halda áfram að brugga sitt ódýra öl sjálft. — En heintabruggaður bjór er svo vondur! — Ég hef aldrei verið bjórmaður sjálfur, hef ekkert vit á honum og þykir hann bæði leiðinlegur og vondur. Ég hef eingöngu verið að berjast fyrir bjór vegna þess að mér hefur þótt það eðlilegt. Mér þykir álika heilbrigt að berjast fyrir bjór eins og mér þykir óheil- brigt að hér á landi skuli vera hægt að kaupa áfengi af sterkustu gerð í litravís — en ekki léttasta áfengi sem völ er á. Svona lagað stríðir á móti réttlætiskennd minni og þess vegna er ég fylgjandi bjórnum. Ég held að unglingarnir myndu halda sig við hann væri hann fáanlegur, unga fólkið vill vera með eitthvað i glasi, það er staðreynd. Auk þess er ég viss um að það hefði bætandi áhrif á þjóðlífið allt ef það væru 50-60 bjórstaðir i Reykjavík ... — En þér leiðist bjór og kæmir aldrei inn á þá? — Ég býst nú við að hægt væri að fá eitthvað annað en bara bjór á þessum stöðum. Kannski væri hægt að fá góðan plokkfisk á einum, góða steik með salati á öðrum og lummur og kleinur á þeim þriðja — málið er að þetta yrði allt miklu skemmtilegra. — Þú ert þá ekki með neitt bjór umboð? Carlsberg eða eitthvað svoleiðis? — Carlsberg? Nei, það er maður i Reykjavik sem er með umboð fyrir þann bjór. í gamla daga var ég viðriðinn Sana- verksntiðjurnar en þær voru ekki með neitt umboð. En það sýnir aftur á móti hvernig verðskyn fólksins er orðið að það skuli kaupa þennan létta Carlsberg og aðrar léttölstegundir sem fluttar eru inn á tvöföldu verði miðað við Egils pilsner og Thule. Þannig er verðskynið. Það eru fluttir inn þúsundir kassa af þessu öli i hverjum mánuði. — Ert þú ekkert beiskur eftir allt það fjaðrafok sem verið hefur um þig að undanförnu? — Nei, beiskur er ekki rétta orðið. Það er ekkert að tapa kosningum en maður getur orðið sár þegar manni finnst andstæðingarnir hafa rangt við og áratugavinátta verður aðengu. Þá getur maður orðið sár. En ég vil vera og ég er hreinskiptinn. Þó ég verði reiður út i ein- hvern þá verð ég bara að hitta þann hinn sama augliti til auglitis, hella úr skálum reiði minnar og þá verður allt i lagi aftur. Fólk hefur gott af þvi að létta af sér. 1 starfi minu sem bankastjóri hef ég orðið þess var hversu gott fólki þykir að tala um vandkvæði sín í stað þess að byrgja þau inni því slíkt getur valdið margvíslegu hugarangri og jafnvel veikindum. Hvað er stressið annað? Kaþólikkar skilja þetta og skrifta reglu- lega, það hlýtur að vera gott að létta af sér með jöfnu millibili. Það mætti segja mér að minna væri um hjartaáföll og kransæðastiflur hjá þeim en okkur lútherssinnum. Annars er ég bjartsýnn að eðlisfari og fóstri minn. Júlíus Sigurðsson bankastjóri, kenndi mér að vera hæfilega bjartsýnn þegar allt væri i lægð og sýna aðgát þegar allt væri i toppi. Það er ekkert fast ástand til og „Ég er ekki beiskur en maður getur orðið sár þegar andstæðingarnir hafa rangt við." IO Vikan 9. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.