Vikan


Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 11

Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 11
ekkert athugavert við það! Svo má nú bæta við, og það er allrar athygli vert, að með þessu fyrirkomulagi sem er við lýði hér á landinu erum við að búa til þjóðfélag þar sem börnin fara kornung á vöggustofur, síðan á barnaheimili, svo á skólaheimili og enda að lokum á elliheimili. Ég veit ekki hvernig þetta endar enda skiptir það mig litlu máli persónulega þar sem ég verð löngu dauður áður en sér fyrir endann á þessu. Jón G. Sólnes og eiginkona hans, Inga Pálsdóttir. eiga fimm börn og þau hafa ekki þurft að alast upp á vöggustofum, barnaheimilum og hvað þá elliheimilum. Inga vann á símstöð þegar þau Jón kynntust en hætti því strax og börnin voru orðin tvö. — Það munaði um tekjur hennar á þessum árum, segir Jón, en börn eiga að alast upp heima hjá sér. Ef fjölskyldu- böndin rofna þá er lítið eftir. Inga Pálsdóttir er dóttir lögreglu- manns í Reykjavík, fæddist og ólst upp á Skólavörðustignum, í slömminu eins og fleira gott fólk, eða svo segir Jón sjálfur og bætir við: — Móðir hennar sauð slátur í fangelsinu. Það var einhver sú Ijúfasta og elskulegasta kona sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Svo hlær hann hrossahlátri. — En hvernig ætli sé að vera gift Jóni? lnga: — Það er aldeilis ágætt að vera gift honum Jóni og ég er eiginlega fegin að hann er ekki lengur á þingi. Þá er hann minna í burtu. Jón: — Sérðu ekki að hún hefur dottið í lukkupottinn? lnga: — Aftur á móti getur oft verið stormasamt í kringum svona nienn sem eru sístarfandi og hreinskiptnir. Ég neita þvi ekki að stundum hefur verið storma samt í lukkupottinum hjá okkur. — Er þaðsatt, Jón? — Já, það er allt i vitleysu i þessu landi. Ekki vegna þess að Íslendingar séu eitthvað vitlausari en aðrar þjóðir — nema síður sé. Hitt er aftur á móti áber- andi hversu mikilli minnimáttarkennd við erum haldnir — minnimáttarkennd sem brýst út í illkvittni og öfund og gæti þess vegna verið arfleifð af gamalli kúgun. Kannast lesendur við þessa eiginleika í fari islensku þjóðarinnar? Ætli það ekki! Nú er tími til kominn að kveðja Jón G. Sólnes, þennan roskna öldung sem kleif toppinn af eigin rammleik, manninn sem segir að jafnaðarstefnan sé andstæð lífinu sjálfur. Það fer vist ekki á milli mála að Jón G. Sólnes er hreinræktaður hægrimaður — ef hægt er að nota það hugtak. En eru það ekki þeir sem eru róttækastir i samfélagi okkar eins og málum er háttað í dag? E.J. hvorki góðir timar né vondir vara að eilifu. Þess vegna hef ég trú á þvi að það eigi eftir að birta upp hjá okkur aftur þrátt fyrir tímabundin vandræði. Öll okkar vandamál eru heimatiibúin og að sjálfsögðu þarf að breyta ýmsu ef betur á aðfara. — Einhverju sérstöku? — Já, t.d. vinnutíma fólksins i landinu. Hér miðast allt við að öll störf hefjist klukkan 7-8 á morgnana og Ijúki klukkan 4-5 á daginn. Öll vinna á að fara fram á þessum tíma. Ef við aðeins hefðum sveigjanlegan vinnutíma og afnæmum þann mikla mun sem er á eftir- og helgidagavinnu þá væri hægt að hækka dagvinnuna stórkostlega þannig að vinnuvikan gæfi sæmilegt af sér. Við erum með svo óskaplega mikið af dýrum tækjum sem ekki eru nýtt nema að takmörkuðu leyti. Okkur liggur á aukinni framleiðni og henni getum við náð með sveigjanlegum vinnutima. Það getur hentað mörgum vel að byrja að vinna klukkan 5 á daginn og vinna svo frameftir. A meðan menn enn eru ungir og í skóla þá hentar það mörgum betur að byrja að vinna klukkan 10 á kvöldin og vera að fram til 4 um nóttina. En vinnutaxtar og vinnutilhögun í okkar þjóðfélagi er þannig að þetta er ekki mögulegt. Það á að vera leyfilegt að vinna hvenær sein er sólarhringsins — „Við erum að búa til þjóðfélag þar sem börnin fara kornung á vöggustofur, svo á barnaheimili, sfðan á skólaheimili og enda svo á elliheimili." 9. tbl. Vikan II
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.