Vikan - 28.02.1980, Page 19
2. hluti
Ég gerði það ekki. Hann var þarna
þegarég fann hana.”
„Máégsjáþetta aftur?”
Ég hikaði en opnaði svo veskið mitt
og leitaði innan um varaliti og lykla
þangað til ég fann hlutinn. Mér til
gremju fylgdi krumpað bréfið, sem verið
hafði utan um trédúkkuna, lika með upp
ur veskinu. Ég flýtti mér að troða þvi
aftur niður.
Það var eins og Alexander gæti út
undan sér séð allt sem ég gerði. án þess
að hann tæki augun af veginum
framundan. Ég óskaði þess með sjálfri
mér að hann hefði aldrei séð brúðuna.
Hann var alls ekki þannig maður að
hægt væri að ræða við hann um
einhvern óljósan kvíða; hann myndi
álita mig alveg snarruglaða.
Þarna gerði hann það aftur. Hann
hélt brúðunni milli fingranna upp við
stýrið og leit til skiptis snöggt niður og
svoaftur fram á veginn.
„Hvaðan kemur hún?” spurði hann
loks.
„Ég veit i rauninni ekkert um hana.”
Allt í einu varð ég að ræða þetta við
einhvern í fullri hreinskilni.
„Hún erekki beint falleg. eða finnst þér
það?"
„Nei."
„Er hún búin til i Afríku?”
„Minnsta kosti samkvæmt afriskri
venju. Alla vega er hugmyndin þaðan."
Ég hikaði en bætti svo við: „En reyndar
hef ég aldrei séð neitt þessu likt fyrr."
„Veistu til þess að brúður sem þessar
þjóni einhverjum sérstökum tilgangi?"
„Nei.” En i huganum bætti ég við: En
þetta er hringur móður minnar og það er
langt siðan hún dó. En hvaða ályktun
var hægt að draga af því?
„En hvaðan kom þá þessi brúða?
„Ég veit þaðekki.”
„Heyrðu mig nú. Hvers konar svar er
nú þetta? Hvar fékkst þú hana?" Það var
óþægilega mikill embættismannatónn í
rödd hans, enda var hann lögfræðingur.
það var eins og hann væri að toga
sannleikann út úr tregum skjólstæðingi
sínum.
„Hún var i dóti sem faðir minn átti.
Ég fann hana þegar ég — þegar ég var
aðtaka til I því.”
„Já. ég skil,” sagði Alexander og rétti
mér brúðuna aftur án þess að segja
nokkuð frekar. Þegar hann næst tók til
máls var það til að spyrja hvort ég hefði
nokkuð á móti þvi að við næmum staðar
einhvers staðar til að fá okkur að borða.
Brátt vorum við komin fram hjá
Oxford og Banbury, og þegar við
komum til Leamington var farið að
rigna litiðeitt. Leiðokkar lá fyrir vestan
Warwich og ég spurði hann hvort hann
yrði að fara mikið úr leið mín vegna.
„Þetta er reyndar alveg I leiðinni."
svaraði hann. „Ég bý i Boulting Mana
og vinn hjá hæstaréttarlögmönnunum
Brown og Dempster. En þaðer rétt fyrir
utan Lower Boulting, sem er aftur á
móti tíu mílur frá Upper Boulting, sem
við komum fyrst að, en Priory Cross er
þarna mitt á milli. Svo ég set þig einfald
lega úr við Priory Cross og held svo
áfram.”
„Nei, heldur við Upper Boulting. Mér
skilst að það sé krá þar sem heitir The
Waggoners.”
Alexander velti þessu fyrir sér. „Áttu
við að ættingjar þínir eigi ekki von á
þér?"
„Nei, ekki i dag. Og það er orðið
heldur áliðið til að koma þeim að
óvörum. Mér datt i hug að ég gæti
kannski hringt til þeirra frá kránni.”
Reyndar hafði ég ekkert hugsað mér að
gera það. ég vissi ekki hvað ég ætlaðist
fyrirenþetta hljómaði betur.
Hann virtist ekki vita hvað segja
skyldi. „Eiga þau ekki von á þér fyrr en
á mánudag. Er það það sem þú átt
við?”
Ég vissi ekki hverju svara skyldi. í
örvæntingu minni fannst mér það
gremjulegt hvað hann var hreinn og
beinn. Hvers vegna var ég svona sein að
Ijúga til svars?
Loks sagði Alexander: „Þú mundir
eiga í miklum vandræðum með að fá
leigubíl frá Upper Boulting. Það er að
visu áætlunarbill, sem ekur þarna um.
en hann þræðir öll nærliggjandi þorp og
er langt frá því að vera fljótur í förum.”
Hann var greinilega einn af þessum
þrákálfum sem aldrei gefast upp. „Ég
hafði eiginlega hugsað mér —”
„Frændi þinn hlýtur auðvitað að hafa
eitlhvert farartæki til umráða og hann
gæti auðvitað komið og náð í þig. En
það lítur ekki út fyrir að það muni stytta
upp í kvöld og mér finnst hálf kjánalegt
að vera að þvæla frænda þinum eða
frænku út i þetta veður, þar sem ég ek
hvort eðergegnum þorpið."
„Mér skilst að ég muni geta fengiðher-
bergi i The Waggoners,” sagði ég.
Ég áttaði mig ekkert á hve fáránlega
þetta hljómaði. Fyrst hafði ég beðið
ókunnugan mann um að fá að sitja í bil
með honum meira en hundrað milna
vegalengd, eins og lífið lægi við að ég
kæmist til Priory Cross, og svo forðaðist
ég eins og ég gat að láta skila mér alla
leiðá áfangastað.
„Ég hef ekki séð frænda minn og
frænku siðan ég var lítil," hélt ég áfram.
„Ég held ég vilji heldur gista á kránni i
nótt og hafa svo samband við þau á
morgun. Það getur vel verið að þau séu
meðgestieða aðilla standiá hjá þeim."
Ég þóttist samt eiginlega viss um að
Alexander Robertson léti sér ekki þessar
útskýringar nægja. En hann ræddi málið
ekkert frekar og sagði aðeins: „Við
förum þá beint til The Waggoners.”
Þjóðvegurinn lá í gegnum mitt þorpið
Upper Boulting, sem samanstóð af
röðum lítilla einbýlishúsa og raðhúsa og
einstaka nýbyggingu.
Jú, það var laust herbergi í The
Waggoners. Konan, sem stóð inni í
einhverju sem liktist helst miðasölulúgu.
brosti vingjarnlega til mín og ýtti til min
bók svo ég gæti skráð nafn mitt. um leið
og hún fiskaði kúlupenna úr rauðu hári
sinu.
„Þú hefur verið mér alveg einstaklega
hjálplegur.” sagði ég við Alexander
þegar ég var búin að ljúka við öll forms-
atriði í sambandi viðbókun herbergisins.
„Eins og reyndar fleiri í þinni fjölskyldu.
Ekki veit ég hvað ég hefði gert í París ef
ég hefði ekki komist í kynni við föður
þinn."
Hann hvorki hreyfði sig né talaði en
stóð bara og virti mig fyrir sér alvar-
legur á svip. Ég fór hálfvegis hjá mér en
reyndi að hlæja og bætti við: „Eru allir
meðlimir Robertsonsfjölskyldunnar
svona fljótir að hjálpa þeim sem lenda i
vandræðum?"
Alexander virtist vega og meta vand-
lega hverju svara skyldi. „Þú hefur
sennilega tekið eftir að það er nokkuð
langt á milli mín og bræðra minna. Ég
átti einu sinni systur. Alison datt niður
úr tré þegar hún var þrettán ára og dó.
Hún hefði verið á svipuðum aldri og þú
núna. Hún var líka smávaxin og
dökkhærð eins og þú. Þú hefur sennilega
minnt foreldra mína á hana.”
Þannig var þvi þá varið. Öll þessi
vinsemd var vegna minningarinnar um
Alison. Jæja, það var nú lika skiljanlegt.
Það útskýrði líka ýmislegt.
„Þakka þér fyrir,” sagði ég aftur. „Ég
er viss um að þú vilt komast heim fyrir
myrkur."
Hann stóð og horfði á mig og
hnyklaði svartar augabrúnirnar. Ég
starði á móti og velti því fyrir mér hvaða
álit viðskiptavinir hans hefðu á honum.
Ef þeir kæmu til að hitta yfir-
borðskenndan lögfræðing, sem fyrst og
fremst reyndi að vera mjúkmáll og
stimamjúkur, þá væru þeir á röngum
stað, áleit ég. En ef þeir væru að leita að
manni, sem héldi sig við staðreyndir og
væri ráðagóður, þá væri hann sennilega
rétti maðurinn.
En hann var ekki maður að minu
skapi. Hann var áreiðanlega einn af
þeim sem vilja ekki hlusta á neitt nema
staðreyndir. hann myndi banda frá sér
öllum hugarórum. Hann myndi aldrei
hlusta samúðarfullur á frásagnir af
neinu óáþreifanlegu. Og ef ég leitaði
ráða hjá honum myndi hann sennilega
vera snöggur að ráðleggja mér að fara
með honum núna strax til Priory Cross
og biðja Julian frænda einfaldlega að út-
skýra tilveru þessa bréfs sem ég hafði
hluta af.
Alexander kvaddi mig með handa-
bandi, fullvissaði mig um að sér hefði
verið þetta sönn ánægja og gekk svo
Mest lesna
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Hagvangs.
vmN
URVAL
BOKIBLADFORMI
Gerist áskrifendur í síma 27022
9. tbl. Vikan 19