Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 20
Moltex
Combinette
buxur og bleia
Heildsölubirgðir Halldór Jónsson hf,
STÓRKOSTLEGT ÚRVAL
SÍÐUMÚLA 15 - SÍMI 33070
Framhaldssaga
eftir ójöfnum gólffjölum krárinnar i átt
til dyra. Með höndina á húninum sneri
hann sér við og sagði snöggur upp á
lagið: „Ef þú vilt hafa samband við mig
einhverra hluta vegna, Joanna, þá veistu
hvar þu getur fundið mig."
Vcðrið var dásamlegt morguninn
eftir, svo ég ákvað að ganga i átt að
Priory Cross. Ef áætlunarbíllinn keyrði
fram á mig gæti ég veifað og stöðvað
hann; en ef hann kæmi ekki var ekki
svo langt að ganga þessar þrjár mílur. Ég
ætlaði að taka matarbita með mér til að
borða í hádeginu. Lengra náðu fyrir-
ætlanir minar ekki.
En frú Thatcher, sem var eigandi
krárinnar, var ekkert frábitin smá rabbi
þegar hún kom að básnum, þar sem
lagður hafði verið morgunverður á borð
fyrir mig. Hún hafði þá þegar frætt mig
á því að hún væri ekkja og að hún og
r
I
mánaskini
Charlie sonur hennar hjálpuðust að við
rekstur krárinnar.
Hún sagði mér að Priory Cross hefði
einu sinni verið stærðar þorp, en nú væri
ekkert eftir nema eitt stórt býli og
nokkrir vinnumannabústaðir á víð og
dreif.
„En er ekki klaustur þar?” spurði ég.
„Ekki lengur. Það eru þarna
einhverjar rústir. Sumir segja að þær séu
gamlar, en langafi minn sagði mér að
herramaður frá London hefði keypt
landið þarna og byggt þar hús sem var
kallað The Priory eða Klaustrið. Hann
sagði að maðurinn hefði verið ákaflega
sérvitur og húsið hefði borið þess
merki.”
Frú Thatcher hló um leið og hún
hellti tei i bolla fyrir mig og hélt áfram:
„Hvað svo sem er satt I þessu, þá eru
þetta ekkert nema rústir núna. Maður
að nafni Marsh keypti landið þarna fyrir
nokkrum árum.”
Um leið og hún nefndi nafn frænda
míns hvarflaði að mér að með því að
hafa ekki orð á því að ég væri frænka
FÉLAG
ÍSLENZKRA
HLJÓMLISTAR
MANNA
útvegar yöur
hljóöfœraleikara
og hljómsveitir
við hverskonar
tækifœri
Vinsamlegast
hringid í
20255
milli kl. 1 og 5
XO Vikan 9. tbl.