Vikan


Vikan - 28.02.1980, Side 25

Vikan - 28.02.1980, Side 25
kór og veltu sér á jörðinni. Skógurinn tók undir með þeim og fjöllin, en sólin var að hverfa á bak við Sauðadalsfjall og sendi þeim nokkra glampa í kveðju- skyni. „Jæja, skreppum þá í búluna,” sagði Hrólfur eftir góða stund. Viddi sagðist treysta sér best til að keyra. ,.Við geymum búsið á meðan,” sagði Brandur. Það var samþykkt og þeir fóru í kapp niður að jeppanum. Viddi sleit niður efsta girðingarstrenginn og Hrólfur þann næsta. Jeppinn rauk i gang. Búlan var ferðamannasjoppa rétt fyrir innan þorpið og þar unnu nokkrar almennilegar stelpur úr Reykjavík. Þeir létu hvina duglega i flautunni. þegar Viddi renndi jeppanum upp að dyrum. Inni var einhver slatti af fólki, sem þeir ruddust fram hjá til þess að komast að afgreiðsluborðinu. „Þrjár pulsur með öllu nenia steiktum, Sigga sæta,” kallaði Hrólfur og lagðist hálfur upp á afgreiðsluborðið. Sú, sem hann ávarpaði svo, sagði honum að slappa af og hélt áfram að afgreiða hallærislegan Ameríkana, Hrólfi til mikillar gremju. „Gefðu skít í Kanadjöfulinn," sagði hann æstur. „Ég verð að fá þessar þrjár pulsur á stundinni. Ætlarðu að láta mann drepast úr hungri?” Hún ansaði honum ekki, svo honum óx reiðin. Hann sá að Brandur hafði fengið samlokur og kók hjá Ellu og veifaði til þess að vekja athygli hennar á sér. Þýsk kelling varð óvart fyrir honuni i öllum hamaganginum og var næstum rokin um koll. Hún sagði eitthvað við hann, áreiðanlega skammaryrði. „Vertu ekki að þvælast fyrir mér, nasistatúða," orgaði hann. „Ég afgreiði mig hérsjálfur.” Hann var byrjaður að veiða pylsurnar upp úr pottinum, þegar Sigga kom og sagði honum að hypja sig. Hann neitaði auðvitað, en þá kom sjoppueigandinn og henti honum út. Brandur og Viddi fylgdu í kjölfarið. Viddi var með stóran pakka af súkkulaðikexi. Þeim fannst ekki borga sig að berja karlinn. Hann var krypplingur hvort sem var. Jeppinn þeyttist eftir veginum i átt til skógar. Þeir römbuðu aftur á búsið sitt, fleygðu sér niður, teyguðu drukkinn og ropuðu skál fyrir misheppnaðri búluferð og hallærislegum sjoppugálum. Brandur forsöng af kappi. „Verst að hafa ekki hljóðfæri," sagði hann. „Það væri sko fútt í að troða orgel eða eitthvað í svona stuði." „Ætli sé nokkurs staðar orgel, nema þá í kirkjunni á Hóli." sagði Viddi og hló. „Já, það er orgel í kirkjunni,” sagði Brandur reifur. „Við getum kannski notað það. Kirkjur standa opnar öllum kristnum mönnum, er það ekki?” Hrólfi fannst ekki annað koma til greina og lagði til að þeir færu á staðinn til þess að ganga úr skugga um, hvort það reyndist rétt vera. Þeir voru auðvitað hressir með það og skelltu drjúgum slurk í sig. Það var farið að lækka óþarflega mikið í brúsanum, en leiðin að Hóli var stutt. Brandur rifjaði upp nokkra sálma, sem höfðu bætandi áhrif á Vidda í hlutverki bílstjóra. Þeir sáuengin Ijósá Hóli. „Presturinn hlýtur að vera sofnaður," sagði Viddi, „en svona sveitakirkja er nú varla læst." ' Þeir stigu út úr jeppanum og örkuðu beint að kirkjunni. Hún var læst. Hrólfur skók hurðarhúninn. „Ég fatta ekki af hverju hún er læst,” sagði hann. „Við neyðumst til að vekja prestinn." „Já, inn í kirkjuna skulum við, fyrst við erum á annað borð komnir hingað." sagði Brandur. Þeir börðu að dyrum ibúðarhússins. Það leið dálítil stund, áður en þeir heyrðu umgang og dyrunum var lokið upp. Hundur gelti, þeir buðu gott kvöld og spurðu eftir kirkjulyklinum. „Hvað viljiði með hann, piltar minir?" Þetta var vist presturinn, sem þeir börðu augum. Hann var allroskinn ogorðinn raddlitill af bænalestri. „Við þurfum að skoða kirkjuna," sagði Hrólfur. „Það er ekki hægt á þessurn tíma sólarhrings," sagði presturinn. „Þið verðið að koma að degi til.” „Við teljum okkur til kristinna manna og höfum fullan rétt til þess að nota kirkjuna, þegar við þurfum á henni að halda," sagði Viddi. „Skilurðu það, gamli minn?" En presturinn vildi ekkert skilja. „Veriði ekki með neina vitleysu, drengir,” sagði hann óðamála og fórnaði hálfpartinn höndum. „Eiginlega hef ég mestan áhuga á orgelinu,” sagði Brandur. „Ég er sérfræðingur í kirkjuorgelum." Presturinn hristi höfuðið ráðþrota. „Fariði heim til ykkar, strákar. Ég hleypi ykkur aldrei inn i heilagt hús i þessu ástandi sem þiðeruð." „Ég vissi ekki að guð væri svona kreddufullur," hrópaði Hrólfur. en presturinn skellti hurðinni og hlustaði ekki á neitt rugl framar. Þeir ræddu málið. Labbakútarnir eftir Bud Blake 9. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.