Vikan - 28.02.1980, Side 29
Erlent
Atburðirnir í Kampútseu:
FORSAGAN
ER
ALDAGÚMUL
„Við erum umkringdir úlfum,
víetnömskum og thailenskum úlfum.”
Þetta er inntak málsháttar í
Kampútseu nútimans og lýsir því, að
ekki einungis eru íbúar landsins hrjáðir
vegna styrjaldar og hungursneyðar
innanlands heldur eru þeir einnig fórnar-
lömb togstreitu milli nágrannarikjanna
tveggja. Sú togstreita hefur staðið i alda-
raðir.
Kampútseumenn hafa ekki alltaf lotið
svo iágt. Enn lifa í minningunni sögur
frá tímum virðulegs keisaradæmis. 1
fimm aldir, allt frá árinu 800 e. Kr.. réðu
Khmer-keisarar ríkjum í ríki sem náði
yfir meirihluta þess landsvæðis þar sem
nú eru suðurhluti Víetnams og
Thailand nútímans. Kampútsea til
forna var verslunarmiðstöð og tengdi
lndland við Kina. Enn þann dag i dag
má sjá rústir mustera viða úti á iands-
byggðinni sem gefa til kynna veldi
Khmer-keisaratímabilsins.
En á fjórtándu og fimmtándu öld
hófust innrásir nágrannanna. Thailend-
inga frá vestri og Víetnama frá austri.
Þeir lögðu undir sig stórar spildur af
landi Kampútseumanna. Víetnamar
lögðu undir sig Suðaustur-Kampútseu,
þar á meðal fiskiþorpið Saigon og hinn
frjósama Mekongárdal, á átjándu öld.
Vopnaviðskiptin hafa staðið allt fram á
þennan dag.
Það er fyrir áhrif þessara aldalöngu
deilna — alveg eins og innrás Vietnama
og valdatafl stórveldanna í Suðaustur-
Asíu að ský ófriðar og hungursneyðar
hefur alltaf verið á himni yfir
Kampútseu.
Að sögn George Kahin, sérfræðings í
málefnum Suðaustur-Asíu við Cornell
háskóla I Bandaríkjunum, mótuðust
samskipti Kampútseumanna við
nágranna sína ekki fyrr en á síðari hluta
18. aldar og á þeirri nítjándu.
Þá hófst skefjalaus samkeppni
Thailendinga og Víetnama og
Kampútseumenn lentu á milli i þeim
átökum. Leppstjórnir thailenskra og
víetnamskra innrásarherja voru við völd
i landinu til skiptis.
Til þess að stöðva þessa þróun féllust
Kampútseumenn á nýlendustjórn
Frakka árið 1863. Frökkum tókst að
bægja frá utanaðkomandi áhrifum
nágrannanna, en spennan var alltaf
mikil. Upp úr 1940, þegar Japanir réðu
Suðaustur-Asíu, létu Thailendingar til
skarar skriða og hernámu norðvestur-
héruð landsins, en urðu siðar að skila
þeim.
Að vekja þjóðina til sjálfsmeðvit-
undar og að kynda undir þjóðernis-
tilfinningu hennar hafa verið megin-
takmörk allra ríkisstjórna í Kampútseu
frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Kampútseumenn fengu sjálfstæði frá
Frökkum árið 1953 og leiðtoginn,
Norodom Sihanouk prins, kom fram á
sjónarsviðið. Flann leiddi þjóðina fram á
braut nútíma lifnaðarhátta, en er stjórn
hans var sett af árið 1970 rak Lon Nol,
sem þá tók við völdum, úr landi og lét
myrða þúsundir Vietnama sem flutt
höfðu til Kampútseu.
Kommúnistastjórn Pol Pots komst til
valda árið 1975, barði niður alla
andstöðu innanlands, reyndi að þurrka
út öll merki erlendra áhrifa og nútima-
legra lifnaðarhátta og réðst gegn
vietnömskum kommúnistum i austur-
hluta landsins. Allt var þetta gert i nafni
endurreisnar þjóðernistilfinningar
landsmanna.
En árangur þessara tilrauna, sem
gerðar voru af mikilli hörku, varð lítill.
Hins vegar er á það að lita að
Thailendingar hafa haldið að sér
höndum gagnvart Kampútseu undan-
farinn áratug. Þetta hefur verið skýrt á
þann hátt að Thailendingar óttist nú
orðið Víetnama. Þeir eru efnahagslega
betur á vegi staddir. en víetnamski
herinn er mun öflugri en sá thailenski.
Unya konan kom i flóttamannabúðir i
í Thailandi frá Kampútseu. Hún |
mundi ekki hvað hún hét sjálf — gat
aðeins nefnt nafn barnsins sins — en
þvi var hún búin að týna.
Þetta er talin ástæðan fyrir þvi hversu
lítið þeir hafa haft sig I frammi og eins
að Kínverjar komu á stjórnmálasam-
bandi við Thailendinga og stjórn Pol
Potsárið 1975.
En enn sem komið er virðist ekki vera
séð fyrir endann á afskiptum Víetnama
af stjórnmálum i Kampútseu.
Frakkar skipuðu Víetnama i allar
helstu stjórnarstöður i Kampútseu á
stjórnarárum sinum og á þeim tíma voru
fáir innlendir menn þjálfaðir í stjórnar-
störfum. Þessi staðreynd, ásamt því að |
efnahagur Vietnama var mun betri, !
hefur rennt stoðum undir þá skoðun j
Vietnama, að þeir séu skör hærra settir
en Kampútseumenn, segir Gareth '
Porter, annar sérfræðingur í málefnum j
Suðaustur-Asíu og fyrrum háskóla- I
prófessor.
„Það var víetnömskum kommúnist-
um þvi eðlilegt að líta á sig sem
herraþjóð allra indó-kínverskra rikja, er
flokkur þeirra var stofnaður árið 1930,”
segir hann. Um 1965 ákváðu
vietnamskir kommúnistar að styðja ekki
baráttu kampútseskra kommúnista,
vegna þess að stefna og afleiðing
byltingar í Suðaustur-Asíu ætti og
myndi ákvarðast I Víetnam. Þetta þótti
kampútseskum kommúnistum vera
merki þess að vietnamskir kommúnistar
þættust yfir þá hafnir og að það skipti þá
litlu hvernig mál æxluðust i Kampútseu.
„Þetta sýnir enn betur hvernig þessar
þjóðir líta hvor á aðra," segir Porter.
„Miklu betur en einstaka atvik og
ásakanir, eins og t.d. vera vietnamskra
hermanna i Kampútseu i
Vietnamstyrjöldinni."
Það þarf þvi engan að undra, að j
hersveitir Pol Pots áttu i sífelldum i
bardögum við hersveitir víetnamskra ;
kommúnista I austurhéruðum landsins ;
þar til Vietnamar létu til skarar skríða j
og gerðu innrás i landið í desember ;
1978.
Það er hins vegar álit margra :
sérfræðinga i málefnum þessa í
heimshluta. að innrásin hafi ekki verið I
gerð til þess að leggja landið undir sig. I
heldur miklu fremur til þess að sýna
fram á leiðtogahlutverk Víetnams meðal
kommúnista i Suðaustur-Asíu um leið
og staðan er skýrð gagnvart Kína, sem
stutt hefur stjórn Pol Pots.
Það hryggilegasta við þetta er þó, að á
meðan slíkar deilur standa vofir
hungurdauðinn yfir 2-3 milljónum
Kampútseumanna, sem lent hafa á milli
fornra fjandmanna. Alþjóða
hjálparstofnanir hafa loks fengiðað láta
til sín taka, en enn er ástandið ótryggt,
svoekki sé meira sagt. HP.
(Byggt á C.S. Monitor og Newsweek)
9. tbl. Vikan 29