Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 30
Draumar
Strákurinn frá
síöasta sumri
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi dálítið skrítinn
draum núna J'yrir skemmstu.
Mér þótti sem ég vœri í bœ
einum (ég bý ekki þar). Ég var
heima hjá stráknum sem ég var
með síðasta sumar. Við skulum
kalla hann Z. En ég sá aldrei
neinn þar nema mömmu hans.
Einn morguninn rangla ég út
og labba fram hjá skólanum
þar, en þá voru þar bekkjar-
Skop
systkini mín og skólastjórinn.
Þau kalla á mig og segja mér
að koma I skólann en ég held
áfram og læst ekki heyra til
þeirra. Síðan fer ég upp í
gamalt hverfi og hitti þar
vinkonu mína, S. Ég segi S frá
vandamálum mínum, að Z vilji
ekkert við mig tala loksins
þegar ég kem að heimsækja
hann. Þá segir hún mér að
hann sé kominn á fast með
annarri. Þá varð ég öskureið og
ætlaði sko aldeilis að tala við
hann. En þegar ég kem heim
til hans þá bíður hann þar eftir
mér og býður mér í bíó með
sér og þá vaknaði ég.
Með von um birtingu.
5214-4450
Að einhverju leyti er þessi
draumur ávöxtur hugsana í
vökunni og því vafasamt að taka
mikið mark á honum. Þó eru
þarna merki um að þú getir átt
von á að lenda í deilum í
skólanum, sem leysast þó þegar
frá líður, og að þér væri happa-
drýgra að gæta hófs í framkomu
við aðra. Það er fátt sem bendir
til að þessi draumur sé tákn
sambands þins við þennan vin
þinn og engin ástæða til að taka
drauminn bókstaflega á annan
hvorn veginn hvað það varðar.
Steinasnúran
brotnaði
Kæri draumráðandi!
Þannig er að ég er gift og
búin að vera það í 6 ár.
Síðastliðna nótt dreymdi mig
draum sem mér fmnst að ég
þurfi að fá ráðinn. Draumurinn
var svona:
Mér fannst að steinasnúran,
sem ég ber fyrir framan
giftingarhringinn, brotnaði og
einn steinninn datt úr (hún
brotnaði rétt við steininn
þannig að hann féll með
brotinu). Égvar mjögsár yfir
hringnum og fannst ég geta
sjálfri mér um kennt þar sem
ég hefði ekki hlýtt því að hlífa
snúrunni.
Með kæru þakklœti. 859
Það er ævinlega slæmur fyrir-
boði að dreyma hring brotna af
fingri sér og ef um giftingarhring
er að ræða táknar það slæma
tíma í hjónabandi. í þínu tilviki
brotnar aðeins snúran en ekki
hringurinn sjálfur og því er
ósennilegt að draumur þessi sé
fyrirboði skilnaðar ykkar hjóna,
sem þú virðist óttast mest. Hins
vegar má búast við einhverjum
árekstrum og miður jákvæðum
atvikum sem reyna á allan styrk
ykkar beggja og þolinmæði. Þar
getur brugðið til beggja vona en
lyktirnar eru einungis undir
samstarfsvilja ykkar hjónanna
og einlægni komnar.
Barn með bleika
húfu
Kæri draumráðandi.
Viltu vera svo vænn að ráða
þennan draum fyrir mig?
Mig drevmdi að ég og
vinkona mín værum óléttar.
Við vorum á labbi úti og
vorum að tala um hvor okkar
ætti krakkann á undan. Þá
kom í Ijós að ég átti að eiga
þann 1. október en hún 3.
október. Þá var hún ofsareið
því hún vildi eiga á undan
mér. Læknirinn sagði að ég
myndi ganga með tvíbura. Svo
var annað fóstrið tekið úr mér
og látið inn I bleyju. Það átti
að vera þar þangað til það væri
orðið fullþroskað til að koma í
heiminn. Svo eftir nokkra daga
fór ég að gá að því. Þá var al/t
I lagi með það. Ég öskra á
vinkonu mína og segi að það sé
kominn haus á barnið, það sé
með bleika húfu og að það sé
stelpa. Svo vaknaði ég.
S.A.
Gættu vel að framkomu þinni
því með ógætilegum orðum og
athöfnum gætirðu eyðilagt
vináttu ykkar stallsystra. Ein-
hverjar fyrirætlanir þínar takast
vel og þér hættir á köflum til
þess að miklast um of.
Dagsetningarnar ættirðu að
leggja vel á minnið því þær hafa
einhverja merkingu sem draum-
ráðanda er ekki vel ljós. Til þess
þyrfti hann að vita meira um
ykkur vinkonurnar en ekki er
ósennilegt að þarna sé um bind-
ingu ykkar við aðila af hinu
gagnstæða kyni að ræða.
Blóðblettir í rúmi
Kæri draumráðandi.
Viltu vera svo vænn að ráða
þennan draum. Hann er
þannig: ,
Ég vaknáði (í draumrtum)
við það að ég stóð upp og sá
að það voru litlir túrblettir á
lakinu mínu eftir mig. Sama
daginn hringir strákur og spyr
um bróður minn. Þeir eru
vinir. Ég sagði að hann vœri
ekki heima en ég spurði hann
hvort Z væri heima. En þá
skellti hann bara á og þá
vaknaði ég. (Heldur þú að
þetta geti verið fyrir barni?)
Ein skelfd.
Það þarf ekki að vera að svo sé,
en þó ekki útilokað með öllu.
Miklu líklegra er að þarna ráði
einhverju um hugsanir þínar i
vökunni. Því er erfitt að segja
hvort draumurinn boðar þér
eitthvert sérstakt atvik, en þú
mátt gæta þín á fljótfærnis-
legum ákvörðunum og þarna er
ákveðin bending til þín að fara
varlegar í ástamálum heldur en
þú hefurgert til þessa.
30 Vikan 9. tbl.