Vikan - 28.02.1980, Side 31
Sönn frásögn
Það var eins og skrokkurinn tæki
síðustu dauðateygjumar. Svo hvarf
hann í ólgandi hafið og eftir varð aðeins
svart reykský. Kolumbus hefur nú legið
i votri gröf sinni i rúmlega 40 ár i
Atlantshafi á 38.2 gráðu norðlægrar
breiddar og 65.35 gráðu vestlægrar
lengdar. Hann sökk eftir að hafa hrakist
um á hafinu í 4 mánuði og 5 daga.
Kolumbus hóf ferð sina frá New York
15. ágúst. Um borð gengu 533 Banda-
rikjamenn sem alla dreymdi um stór-
kostlegasta sumarleyfi lífs sins á mesta
lúxusskipi í heimi. Eigendurnir, Lloyd
Bremerhaven, nefndu það „Drottningu
hafsins”.
Farþegamir létu sig engu skipta að
Evrópubúar voru þegar farnir að tala
um stríð. Áhöfnin, 600 manns, hafði
heldur engar áhyggjur. Erich Aurich,
sem nú er 67 ára gamall, rak hár-
greiðslustofu um borð og hélt dagbók
um þessa síðustu ferð Kolumbusar.
Hann segir:
— Við höfðum að vísu frétt að
heiman að Þýskaland væri að búa
sig undir strið. En við hugsuðum samt
eins og farþegarnir: Þetta er áreiðanlega
eitthvað orðum aukið. Svo við lögðum
af stað. Fyrstu viðkomustaðir áttu að
veraJamaica, Haitiog Puerto Rico.
í dagbók Aurichs má lesa:
Kolumbus, sem er 32.565 tonn, þýtur
nú áfram með 22 hnúta hraða sem jafn-
gildir rúmlega 40 kílómetrum á klukku-
stund. Þetta er eitt hraðskreiðasta skip i
heimi og sannarlega sannkallað undra-
skip: 228 metrar á lengd en straumlinu-
lagað eins og ung stúlka: Skrokkurinn er
úr 15.000 tonnum af stáli og járni en
liðugur eins og silungur.
Skipstjóri þessa fljótandi lúxushótels
er Wilhelm Dáhne.
Tíu dögum eftir að Kolumbus leggur
úr höfn i New York fer skipstjórann að
gruna að ekki verði allt með felldu i ferð-
inni.
Aurich skrifar þá i dagbók sína:
Dáhne hefur fengið skeyti frá Berlin
sem segir að Kolumbus sé nú undir yfir-
stjórn sjóhersins. Þvi fylgir skipun um
að setja alla farþega þegar i land og sigla
svo stystu leið til Haugasunds í Noregi.
Loks er okkur ljóst að nú stendur stríð
fyrir dyrum. Skipstjórinn hefur þó
skipaðokkur að halda þessu leyndu fyrir
farþegunum. Hann er hræddur um að
þeir gripi annars til örþrifaráða.
31. ágúst 1939 leitar skipið hafnar á
Áhöfnin vfirgefur hinn brennandi
Kolumbus.
ENDALOK
KOLUM
BUSAR
Kolumbus var talið fegursta fley veraldar, stolt
þýska flotans, þangað til það sökk á Atlantshafi
19. desember. Skipunin kom kl. 16.20: Sökkvið
skipinu. Áhöfnin kveikti í því, opnaði alla ventla
og forðaði sér í björgunarbáta. En þeir voru ekki
einu sjónarvottarnir að eyðileggingu þessarar
þýsku lúxusfleytu. Áhöfn ensks tundurspillis, sem
hafði ætlað sér að ná henni á sitt vald, fylgdist
líka með því er hið stolta gufuskip hvarf í hafið.
Kúbu. Farþegarnir ganga ánægðir frá
borði. En 24 klukkustundum síðar
berast hin hryllilegu tíðindi: Frá og með
deginum i dag, l.september 1939, á
Þýskaiand í stríði. Þýskar hersveitir hafa
ráðist inn í Pólland.
Aurich segir:
— Það var eins og djöfullinn hlypi í
alla. Farþegarnir þustu æpandi um borð
og pökkuðu saman farangri sínum.
Tveimur tímum siðar var enginn eftir
nema áhöfnin.
Öll ljós voru slökkt um borð i drauma-
skipinu og Dáhne skipstjóri sigldi þvi
Ijóslausu út úr höfninni í Havanna
aðfaranótt 2. september.
— Næsta dag safnaði skipstjórinn
okkur saman og hélt yfir okkur ræðu,
segir Aurich. Hún var svona:
— Þýskaland á í stríði og nú ríkja
herlög hér um borð. Okkur hefur verið
skipað að koma skipinu eins fljótt og
unnt er til Þýskalands. En við getum
búist við þvi að ensk herskip liggi alls
staðar í leyni á leiðinni.
Dáhne skipstjóra tókst þó með alls
kyns brögðum að koma skipinu heilu og
höldnu til Vera Cruz. Þar lagðist það við
festar eina sjómílu frá höfninni. Þaðan
sendi hann hvert skeytið af öðru til
Berlínar, fullur örvæntingar: Það er úti-
lokað að við komumst lengra. Á að
reyna að selja skipið? Eina svarið sem
barst frá sjóhernum var þetta:
Annaðhvort komið þið til baka eða þið
sökkviðskipinu.
14. desember yfirgaf Kolumbus þetta
hæli sitt og Aurich lýsir siðustu dögum
skipsins í dagbók sinni:
— Skipið er dauðadæmt. Við æfum
stöðugt hvernig við eigum að sökkva því
og bjarga okkur frá borði.
19. desember: Við erum 360
kilómetra austan við Norfolk. Klukkan
er 15.30 og við höfum komið auga á
enskan tundurspilli. Dáhne skipstjóri
spyr hvort allir séu tilbúnir til að sökkva
skipinu og viðjátum því. Klukkan 16.00
tilkynnir skipstjóri tundurspillisins að
hann sendi báta til að hertaka skipið. —
Það tekst ykkur ekki, urrar Dáhne
skipstjóri.
Stuttu síðar gefur hann skipun um að
sökkva skipinu. Við hellum bensíni í
loftop og ganga og opnum fyrir flot-
ventla. 16.20 kemur skipunin um að
kveikja í skipinu og forða sér frá borði.
Áhöfnin sjósetur björgunarbátana.
Eldurinn breiðist út með ofsahraða.
Skipið stendur i ljósum logum og reykur-
inn magnast. Dáhne skipstjóri er
síðastur til að yfirgefa hið glæsta lúxus-
skip sem eldurinn mun brátt vinn loka-
sigur sinn á.
Átta mínútum síðar sekkur
Kolumbus.
Erich Aurich var bjargað ásamt
öðrum úr áhöfninni um borð í
bandariska tundurspillinn Tusculoosa.
Er i land var komið var þeim komið fyrir
i bandariskum fangbúðum sem
striðsföngum.
Þeir voru látnir lausir i júlí 1945. Þá
hafði þessi síðasta sjóferð þeirra í
rauninni tekið 5 ár og 7 mánuði.
9. tbl. Vikan 31