Vikan


Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 35

Vikan - 28.02.1980, Qupperneq 35
að kossar þínir eru eins og daggarfersk dögg á döggvotum rósablöðum, sem ... Sparigrís! Hvílík málnotkun. Daggarfersk dögg á döggvotum . . nei, þetta var óþolandi. Alveg gj örsámlegá ‘óþolandi. — Hættu. Ef þú hættir ekki strax... Ég.jfóð á fa^tur og ætlaði að -þrífa bréfið úr höndum hennar en hún varð fyrri til og settist á það. — Vertu rólegur . . . bangsi, sagði hún og benti mér að setjast aftur. Svo dró hún annað bréf úr stórum bunka og tautaði fyrir munni sér: — Það eina sem hjarta mitt girnist! Svei mér þá. Ég bar reyfarann upp að aug- unum og gaf þar með til kynna að ég óskaði ekki eftir frekari truflunum. Hún lét mig í friði í tæpar tvær mínútur. Svo byrjaði hún aftur: — Hér kemur annað. Hlustaðu nú. Þetta er ekki síður spennandi: — Ástarþakkir fyrir bréfið, minn allra ástfólgnasti sparigrís. Ég sakna þín og elska þig innilega. Og þakka þér fyrir gleymméreina. Ég geymi hana við hjarta mitt, það hjarta sem slær aðeins fyrir þig eina og þráir heitast komu sunnudagsins svo að eigandi þess megi þrýsta þér að brjósti sínu, jxkja liljuhvítan háls þinn kossum og hvísla viðkvæmum ástarorðum í litlu, sætu eyrun þín ... — Nú er nóg komið. Ég nenni ekki að hlusta á allt þetta röfl. Ég er búinn að segja þér að hver einasti maður verður einhvern tíma í lífinu og notfæra sér svona vitleysu ef hann á að hafa von um að ná sér í kellingu til að elda fyrir sig, búa um rúmið sitt, stoppa í sokkana sína ... En svo við snúum okkur að öðru, hvaðan koma eiginlega öll þessi gömlu, asnalegu bréf? — Það skal ég svei mér segja þér, minn heittelskaði, heimski bangsapabbi, gamli, rykfallni draumaprinsinn minn ... Og svar hennar olli þvi að ég missti reyfarann á gólfið, pípuna úr munni mér og hét því með sjálfum mér að láta aldrei framar sjá mig úti á götu, nema þá kannski á nóttunni í kolsvartamyrkri. Þvi ég vildi ekki fyrir nokkra einustu muni hætta á að nágrannarnir sæju mig. Og hér kemur svar hennar í allri sinni hræðilegu grimmd: — Ég fann þau þegar ég var að taka til i geymslunni og svo náði Sören litli í þau og notaði þau til að leika bréfbera. Hann henti þeim inn um bréfalúguna hjá næstu tólf nágrönnum okkar. Ég var að koma frá því að ná í þau til þeirra. Þýð. J. Þ. 9. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.