Vikan


Vikan - 28.02.1980, Page 36

Vikan - 28.02.1980, Page 36
Vikan og Neytendasamtökin Það er því miður algengt að fólk þvoi flíkurnar sínar rangt, eyði- leggi þær í fyrsta þvotti vegna ónógra uþþlýsinga um efnið í flíkinni. Það er alltof algengt að sjá illa merktan fatnað til sölu í verslunum hér. islenskir fram- leiðendur hafa t.d. verið tregir á allar upplýsingar, bæði efnið í flíkinni, meöferð þess og fram- leiðanda. Þó hefur orðið breyting á hin síðari ár. Verslunarfólkið getur yfirleitt ekki gefið hald- góðar uþþlýsingar um efnið í þeirri vöru sem það er að selja. Ætti þó að vera sjálfsagt að kauþandinn geti leitað nánari upplýsinga um gæði vörunnar og meðferö efnis hjá seljanda. Hér á síöunni sjáið þið nokkur sorgleg dæmi um hvernig fatnaður getur'farið í höndum okkar ef vitneskja um meðferð vörunnar er ekki fyrir hendi. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við efnið í úlþunni þeirri arna, en þaö þolir ekki 36 Vikan 9. tbl. Vandinn að þvo rétt Hver kannast ekki við flekkóttar gallabuxur, blússur sem eru eins og bekkjatuskur, kjóla sem gliðnað hafa á saumunum og ullarflíkur sem hlaupið hafa um helming. Þessi lýsing er ófögur og fjarri þeim glæstu flíkum sem við hrífumst af í útstillingargluggum verslunarinnar. En því miður getur svona farið, ef við kunnum ekki til verka eða höfum ekki góðar upplýsingar um efnið sem við höfum milli handanna. vissar sýrutegundir og á þessa lenti sýra úr rafhlöðu. Efnið er blanda af polyester og bómull og bómullarþræðirnir leystust upþ. Verið alltaf varkár þegar skipt er um rafhlöður og létið þær aldrei liggja á glémbekk þegar þær hafa verið notaðar. Satín — það er tískan! En athugið vel þvottamerkingar. Satin er nafn á vefnaði og efnið sjálft getur verið bómull, viscose, acetat eða eitthvað enn annað. Það fer því eftir efninu hvernig á að þvo það, eða hvort það yfir- leitt þolir þvott. Það er dýrt að setja föt i hreinsun og éstæða til þess að athuga vel hvort satín- efnið í flíkinni, sem þið ágirnist, þolir þvott. Smekkbuxurnar, sem við sjáum hér, fengu ekki rétta meðferð og eigandinn sat uþþi með ónýta flik. Vestið er eitt dæmið um rangt þvegna sþjör. Flest gerviefni og ullarefni á að þvo við lágan hita, annars aflagast flíkin. Ullarflíkur

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.