Vikan - 28.02.1980, Side 43
insamlega. „Og þá aetti maðurinn frá
Ástraliu að vera kominn hingað, er það
ekki? Þetta virðist næstum þvi vera of
dásamlegt til að geta verið satt!”
Janet talaði hægt. „Ég held að hann
verði hérna þá!" Hún leit í björt augu
móður sinnar og óskaði þess að hún
hefði getað hlíft henni við þessum
fréttum.
„Ó. mamma. Hann vill ekki koma!
Hann segist ekki vílja koma til London.
Það hlýtur að vera vegna þess að hann
skilur ekki um hvað er raunverulega að
tefla. Ég verð að útskýra það fyrir
honum. Ég er viss um að ég get fengið
hann til aðskilja þetta."
„En hvernig geturðu gert það?”Hún
virtist undrandi. „Hann er í Ástraliu.”
Nú var Janet róleg og ákveðin.
„Dr. Muir hefur gert svo mikið fyrir
Karen,”sagði hún. „En þetta er nokkuð
sem hann getur ekki gert.”
Hún leit beint framan i móður sina.
„Þetta er nokkuðsem aðeins ég get gert.
Ég tek flugvél til Ástraliu — á morgun
ef þaðer mögulegt..."
Öll þau átta ár sem Peter Blake hafði
unnið fyrir Jenkins sendibílastöðina
hafði hann alltaf hlakkað til að fara til
vinnunnar á morgnana. Hann hafði
gaman af að vinna. Honum líkaði einnig
vel við fólkið sem hann átti samskipti
við og hann hafði gaman af að leysa þau
vandamál sem upp komu.
En þennan morgun hafði vinnugleðin
ekki látið á sér kræla. Hann hafði þó
neytt sjálfan sig til að taka sig til um
BLOSSOM
Frábært shampoo
BLOSSOM shampoo freyöir vel, og er fáanlegt
i 4 geröum.
Hver og einn gefur fengiö shampoo viö sitt hæfi.
Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingollsstræti 12. simar: 12800 - 14878
morguninn, heima i íbúðinni sinni. Það
var langt síðan honum hafði liðið svona
— verið áhugalaus og eirðarlaus.
Hann lagði bílnum sínum við hliðina
á stóra fólksbílnum hans Owen Jenkins
og fór inn i gegnum bílskúrinn þar sem
nokkrir bilanna voru þegar að leggja af
stað.
Verkstjórinn leit upp frá minnistöfl-
unni um leið og hann skráði enn einn
vörubílinn farinn. „Daginn, Peter,”
hrópaði hann glaðlega.
„Daginn, Dave.” Peter kinkaði alvar-
lega kolli og gekk i áttina að skrifstofun-
um sem voru á bak við. Um leið og hann
fór fram hjá skrifstofu Owen Jenkins leit
hann upp frá vinnu sinni. Gleraugun
höfðu runnið fram á nefbroddinn á
honum og það gerði svip hans i senn
alvarlegan og hjákátlegan.
Peter lyfti hendinni í kveðjuskyni um
leið og hann gekk fram hjá.
Hann gekk inn á sína eigin skrifstofu
við hliðina, hengdi jakkann upp á bak
við dyrnar og settist við skrifborðið.
Nokkrir pappírar lágu fyrir framan hann
og biðu úrlausnar en hann leit ekki á þá.
Hann hallaði sér aftur í stólnum og
horfði í kringum sig á kunnuglegt um-
hverfi — gráan skjalaskápinn, dagatalið
með mynd af stúlku í bikini og valtan
stólinn i horninu sem hann hafði alllaf
ætlaðaðgera við.
Ekkert hafði breyst síðan i gær.
Hljóðin sem bárust inn til hans voru þau
sömu og venjuiega — tifið i ritvélunum.
símhringingar og ómurinn af fótataki á
steingólfinu.
Hann strauk hendinni í gegnum hárið
og allt i einu tók hann eftir þrekna
manninum sem stóð í dyrunum.
„Peter,” sagði Owen Jenkins, „viltu
koma inn til min ef þú mátt vera að þvi.
Það er nokkuð sem ég vil fá álit þitt á."
Owen Jenkins var hraustlegur maður,
eitthvað yfir sextugt, og axlabreiður.
Peter fylgdi honum eftir inn á skrif-
stofu hans. Þar lá landabréf útbreitt á
skrifborðinu og Owen beygði sig yfir það
og benti á þjóðveg með visifingri.
„Sjáðu hvar Parkes er,” sagði hann,
„rétt fyrir utan Sydney og rétt við járn-
brautarlínuna. Góður staður fyrir útibú,
eða hvaðfinnst þér?”
Peter reyndi að einbeita sér að
linunum á kortinu.
Hann kinkaði kolli. „Ég býst við þvi.”
„Við getum fengið keypt gamalt vöru-
hús þarna. Hræódýrt. Auðvitað verðum
við að eyða einhverju í breytingar og
lagfæringar en þetta er stórkostlegt tæki-
færi! Hvaðsegirðu svo?”
„Jú.” sagði Peter og honum fannst
sem heilinn i sér væri úr bómull. „Jú,
þetta virðist vera ágætt."
Owen rétti úr sér og ýtti gleraugun-
um lengra upp á nefið um leið og hann
leit á Peter. „Það er eitthvað að hjá þér i
dag. er það ekki?” Hann byrjaði að
brjóta landabréfið þolinmóður saman.
„Myndi það hjálpa þér eitthvað að tala
um það? Hugmyndir okkar um að færa
út kviarnar geta vel beðið á meðan.”
Hann settist á bak við skrifborðið og
virtist hafa nógan tíma til hvers sem var.
Peter hikaði augnablik. Susan hafði
auðsjáanlega ekki sagt föður sinum frá
því að hann hefði neitað að fljúga til
London til að veita veiku barni þá
aðstoð sem það þurfti á að halda til að
geta lifað. Hann hefði átt að vita að
Susan myndi ekki tala um vinnuna
heima hjá sér fremur en venjulega.
Honum varð órótt innanbrjósts þegar
hann minntist þess hvernig hún hafði
horft á hann þegar hann gekk út úr skrif-
stofu hennar daginn áður. Hann gat
ekki gleymt kuldanum í grænum augum
hennar. Hún virtist hafa hatað hann.
Hann minntist allra þeirra góðu
stunda sem þau höfðu átt saman. Hann
hafði haft það á tilfinningunni. og það
sama hlaut að gilda um Susan, að
vinátta þeirra væri að þróast í áttina að
einhverju meiru.
Það var allt búið núna. Kastað á glæ.
Hún fyrirleit hann vegna þess að hann
hafði neitað að fara til London og hann
gat ekki sagt henni ástæðuna. Hún var
síðasta manneskjan sem hann vildi segja
frá því.
Þegar Peter leit á föður hennar. þar
sem hann sat á bak við skrifborðið, tók
hann ákvörðun. Hann gekk að dyrunum
og lokaði þeim hljóðlega, siðan settist
hann á móti Owen.
„Já, Owen, það er nokkuð sem ég hef
áhyggjur af og ég held að það gæti
hjálpaðeitthvaðef ég segði þér frá þvi.”
„Byrjaðu." Eldri maðurinn virtist
vera fullkomlega rólegur og þolinmóður.
„Manstu þegar ég byrjaði hér?” sagði
Peter. „Ég var nýkominn til landsins og
hafði hvorki peninga, vinnu né meðmæli
til aðsýna þér.”
„Ég man vel eftir því. Það voru
slæmir þurrkar það árið og við fundum
öll fyrir því.”
„Jæja. En ég veit ekki hvað það var
sem ollli því að ég stansaði hér í
Waverley. Ég hafði annars hugsað mér
að reyna að fá vinnu við námurnar
vestur frá. En það var heilladagur þegar
ég korn hingað og þú réðir mig án þess
aðspyrja um neitt.. . ”
„Biddu nú hægur,” mótmælti Owen.
„Ég setti þig á bak við stýrið á vörubíl,
var það ekki? Og lét þig keyra með mig
ÚRVAL
BÓK Í BLAÐFORMI
Geríst áskrífendur í síma 27022
9. tbl. Vikan 43