Vikan - 28.02.1980, Side 44
RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG 29 - HÁRGREIÐSLUSTOFAN
moldarveginn að búgarði Turners. Það
voru nægar spurningar fyrir mig.”
Hann brosti. „Þegar við náðum aftur
aðbílskúrnum vissi ég aðég hafði fundið
mann sem kunni að nota höfuðið. Ég
sendi þig strax af stað eftir ökuskírteini.”
Peter kinkaði kolli. „Og þú spurðir
aldrei um enska ökuskirteinið mitt. Þú
baðst mig ekki um að segja þér neitt um
fortíð mina þegar ég byrjaði hér. Þú áttir
rétt á að fá að vita hvers konar mann þú
varst að ráða en þú spurðir mig ekki
einnar einustu persónulegrar
spurningar.”
Owen teygði sig eftir pípunni og
byrjaði að troða tóbaki í hana. „Ég hef
alltaf haft þá trú að nóg sé að sjá mann
vinna til að vita hvernig hann er
gerður.”
Peter leit niður fyrir sig. „Yfirleitt
hefurðu rétt fyrir þér. En hvað myndir
þú segja um mann sem hefði eitthvað
slæmt á samviskunni — eitthvað alvar-
legt?”
Owen kveikti á eldspýtu.
„Ég myndi segja að hann yrði að eiga
um það við sína eigin samvisku.”
„Já, en segjum sem svo að málið
kæmi upp aftur? Að hann yrði að út-
skýra gerðir sínar.” Hann þagnaði
augnablik. „Owen,” sagði hann siðan
hægt, „ég vil að þú vitir hvers vegna ég
fór frá Bretlandi og kom hingað. Ég var
ungur og óreyndur en hamingjan ein
veit að það er engin afsökun. En. . . ”
Eldri maðurinn lagði frá sér pípuna og
þegar hann tók til máls var rödd hans
ákveðin.
„Sjáðu nú til, Peter, okkur hefur alltaf
komið vel saman. Við höfum skilið hvor
annan — ég kann vel við þig, við
vinnum vel saman, og það nægir mér. Ef
þú vilt tala um eitthvað sem er löngu
liðið þá vil ég ekki heyra það."
„Það er löngu liðið," sagði Peter
hægt.
„Við höfum áætlanir sem við þurfum
að vinna að,” sagði Owen. „Ég hef ekki
áhuga á fortíðinni. Það er framtíðin sem
ég hef áhuga á. Gleymdu þvi sem er
skeð. Ef við eigum að opna útibú í
Parkes vantar okkur nýjan forstjóra. Og
þú ert sá sem ég hafði i huga —"
„Flytja til Parkes?” Fyrstu viðbrögð
Peters voru leiði og söknuður. Waverley
var sá staður sem hann þekkti best. þar
var heimili hans.
„Ekki þú,” sagði Owen og hallaði sér
aftur. „Ég.Það verður minna að gera þar
og ég hef ekkert á móti þeirri tilhugsun
að byrja á nýju fyrirtæki eins og ég gerði
hérna. Nei, það sem ég hafði hugsað mér
var að láta þig taka við stjórninni
hérna.”
„Forstjóri!" Þrátt fyrir áhyggjur sínar
gat Pete ekki annað en glaðst vegna þess
í leit að
llfðjafa
trausts sem honum var sýnt. „Ég veit
ekki hvað ég á að segja, Owen. Einhvern
veginn get ég ekki hugsað til þess að þú
farir héðan. Og vinna Susan við sjúkra-
húsið hér er svo mikilvæg.. . ”
„Frú Jenkins og ég kunnum vel að
meta slíka hvatningu. En auðvitað
verður Súsan hér áfram. Það hlýtur að
fara að koma að því að hún giftist og
setji upp sitt eigið heimili einhvern
daginn."
Andlit hans varð allt að einu brosi og
Peter vissi að það traust sem honum var
sýnt var jafnvel enn meira en hann hafði
haldið. Owen Jenkins var að segja
honum að hvað svo sem hann hefði gert
í fortiðinni væri hann samt sem áður
kærkominn tengdasonur.
ibúð Peters var í háu, nýju húsi mitt í
bænum. Honum var enn órótt þegar
hann kom heim um sexleytið. Hann
hafði ekki orðið að miklu liði við vinn
una um daginn. Og það sem verra var,
hann hafði ekki enn fundið góða leið til
að útskýra afstöðu sína fyrir Susan.
Hann fleygði dagblaði á sófann og gekk
inn i eldhúsið til að blanda sér í glas.
Siðan gekk hann með glasið í hendinni
inn í stofuna, stansaði á miðju gólfinu
og fékk sér sopa.
Þetta var mjög skemmtilegt herbergi.
Stofan var i brúnum og Ijósum litum.
Hann hafði einnig keypt þykkar, ofnar
ullarmottur, fagurlega munstraðar, sem
hann hafði sett á gólfið i staðinn fyrir
teppi. Hann hafði einnig veggteppi í
sömu litum á veggjunum.
Hann lagði glasið frá sér á glerplötuna
á kaffiborðinu og kveikti sér i vindli.
Hafði það nú raunverulega verið
nauðsynlegt að neita Susan um þessa
bón hennar?
Þetta var í hundraðasta skipti sem
hann spurði sjálfan sig þessarar spurn-
ingar og svarið var alltaf það sama.
Susan hélt að hann væri hræddur við
sjálfa læknisaðgerðina. Hvaðátti hún að
halda annað? Hún hélt að hann hugsaði
meira um smáóþægindi sem hann yrði
að þola en lif litils barns.
Bragðið af vindlinum var ekki gott.
Hann gekk að glugganum og drap um
leið i vindlinum í öskubakka sem stóð
þar hjá. Útsýnið var mjög gott þaðan —
bilamir voru eins og leikföng á götunni
fyrir neðan og í fjarlægð sást til fjallanna
og vatnsins. En í kvöld horfði hann ekki
á útsýnið.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29 - RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG 29 - HÁRGREIÐ
RAKARASTOFAN Klapparstíg 29 - Sími 12725
BÝDUR YDUR VELKOMIN
HÁRGREIÐSLUSTOFAN Klapparstíg 29 - Sími 13010
HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29 - RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG 29 - HÁRGREI
44 Vlkan 9. tbl.