Vikan - 28.02.1980, Side 45
Hann lagði ennið að svairi rúðunni.
„Alls staðar annars staðar,” tautaði
hann. „Alls staðar annars staðar en á
Bretlandi.”
Tveimur dögum seinna, þegar Peter
var önnum kafinn inni á skrifstofu sinni,
hringdi siminn.
„Peter?” Hann þekkti vel þessa hreinu
rödd.
„Susan!” sagði hann glaður. „Hvernig
hefur þú haft það? Ég ætlaði mér alltaf
að hringja en... ”
„Ég hef það ágætt og ég vona að það
sama megi segja um þig.” Það virtist eitt-
hvað liggja á bak við það sem hún sagði.
„Jú, ég hef það ágætt,” sagði hann.
Hann hafði hvorki sofið vel né haft
mikla matarlyst en það var ekkert að
heilsu hans. Hann hafði fundið sér
undankomuleið frá vandamálum sínum
I vinnunni en hún hafði ekki alveg getað
fengið hann til að gleyma. Hann hafði
mætt snemma og farið seint heim og
reynt á allan hátt að halda huganum við
vinnuna.
Owen hafði auðvitað tekið eftir þessu.
„Mér finnst allir vera eitthvað svo hátið-
legir og taka lífið svo alvarlega þessa
dagana,” hafði hann sagt fyrr um
morguninn þegar hann hafði mætt til
vinnu og komið að Peter þar sem hann
var þegar önnum kafinn.
,Susan vinnur næstum allan sólar-
hringinn á spítalanum og þú ert hér
bæði seint og snemma." Hann hafði
skotrað augunum til Peters yfir gler-
augun. „Hafið þið verið eitthvað að
rifast?”
„Ekki beinlinis,” hafði Peter svarað.
Þau höfðu vissulega ekki verið sammála
en hann vissi ekki sjálfur hve alvarlegt
þetta var.
Hann hafði reynt að sannfæra sjálfan
sig um að þetta væri ekki svo mikilvægt.
Þau hlutu að finna einhvern annan sem
gæti gefið barninu i London þann merg
sem það þurfti — það hlaut að vera.
Þegar allt kom til alls þá var hann ekkert
sérstakur á neinn hátt. Hvers vegna ætti
þetta allt ekki að geta lagast af sjálfu sér?
Nú sagði hann við Susan: „Pabbi þinn
segir mér að þú hafir lagt hart að þér við
vinnuna upp á siðkastið. Áttu einhvern
tima aflögu fyrir góðan vin þinn?”
Hún þagði stutta stund. „Það held ég
ekki.” Rödd hennar var kuldaleg. „Þetta
er reyndar viðskiptalegt. Gætirðu komið
við á spitalanum eftir vinnu?”
Hann fékk ákafan hjartslátt. Þessu
var þá ekki lokiðeftir allt saman.
„Já, auðvitað. Ef ég gæti hjálpað þér
að einhverju leyti þá væri mér það
sönn. .. ”
„Hvað sem er?” spurði hún og lagði
áherslu á orðin.
„Svo lengi sem þú ekki sendir mig til
Londoti. ..”
Þegar hann kom að ■ hiðstofunni á
þriðju hæðsá hann engan.
Susan kom út úr skrifstofunni og
lokaði dyrunum á eftir sér.
„Það er hér manneskja sem vill hitta
þig,” sagði hún.
Hann leit spyrjandi á hana en andlit
hennar var lokað og sviplaust.
Hún gekk hnakkakerrt fram hjá
honum og opnaði aftur dyrnar að skrif-
stofu sinni.
„Hérna inni, gjörðu svo vel.” Hún
færði sig til svo að hann kæmist inn á
undan.
Dyrnar lokuðust á eftir honum —
Susan hafði ekki komið inn á eftir
honum. Við gluggann stóð kona —
kona sem hann hafði aldrei séð áður.
Hún sneri sér að honum. „Hr.
Blake?” spurði hún, „ég er Janet
Collins.”
Hún var ung og mjög falleg. Dökkt
þaó hressir
hár hennar var látlaust en það var mjög
vel klippt. Það skarsigáberandi frá Ijósri
húð hennar og djúpbláum augum.
En augu hennar höfðu einhverja
einkennilega dýpt, eins og þau væru
óendanlega sorgmædd.
Collins? Hann gekk óöruggur i áttina
til hennar og rétti hikandi fram höndina
en hún virtist ekki hafa tekið eftir því.
Augu hennar hvíldu á andliti hans-.
„Ég held að ég hafi einhvern tíma
heyrt nafnið.” sagði hann, „en ég er ekki
viss um í hvaða sambandi það var.”
„Dóttir min er Karen Collins.
Kannski manstu eftir nafni hennar?"
Þá vissi hann það. Og sú vitneskja var
eins og hnefahögg í andlitið.
Það liðu nokkrar minútur áður en
hann treysti sér til að taka til máls.
„Þú hefur þá komið alla leið frá
London," sagði hann að lokum hljóð-
lega.
„Ég var hjá Karen fyrir tveimur
dögum," sagði hún. Nú horfði hún ekki
lengur framan I hann. Augu hennar
virtust stara eitthvað út í bláinn. „Hún
er enn á sjúkrahúsi að ná sér eftir háls-
bólgu. Ég mátti ekki kyssa hana né
snerta á nokkurn hátt. Ég gat heldur
ekki keypt neina gjöf handa henni."
Hún strauk sér þreytulega um ennið.
„Allt sem hún snertir verður að vera
sótthreinsað, skilurðu. Hún getur ekki
verið á barnadeildinni. Hún verður að
Morgan
í5i Kane
BRAVADO
Ný vasabrotsbók frá Prenthúsinu á
næsta bladsölustad
9. tbl. ViKan 45