Vikan


Vikan - 28.02.1980, Side 46

Vikan - 28.02.1980, Side 46
Framhaldssaga vera alein og hjúkrunarkonurnar sem sinna henni verða að vera með sótt- hreinsaðar grisjur fyrir vitum sér —” Hún þagnaði allt i einu. Honum leið illa við að heyra þessi orð hennar en honum leið jafnvel enn verr eftir að hún þagnaði. Þetta var að verða óbærilegt. „Ég er feginn að heyra að henni líður betur,” tókst honum loksins að segja. Hún leit snöggt á hann. „Hún var næstum dáin. í þetta skipti tókst henni að hafa þetta af." Blá augun virtust loga. „Næst mun hún deyja!” „Það getur varla verið svo slæmt!" Honum fannst hann vera gjörsamlega hjálparlaus. Stúlkan var ekki móður- sjúk. Hún hafði aldrei hækkað röddina. Hún var aðeins að segja honum hvernig málin stóðu. „Ég á við að svo slæmt verði það vonandi ekki," sagði hann vonleysislega. „Það er enn verra." Rödd hennar var lág og blæbrigðalaus. „Hún er búin að lifa ári lengur en læknarnir sögðu að hún gæti. Þeir sögðu að hún myndi varla ná fjögurra ára aldri og nú er hún fimm ára. Veistu hvers vegna hún lifir enn?" Hann gat aðeins hrist höfuðið. „Vegna þess að sumt fólk, eins og t.d. amma hennar og læknar, hafa lagt ofur- mannlega vinnu í að halda i henni lifinu. Ég veit ekki hvort þú skilur hvað það þýðir. „Það þýðir að heimili hennar verður að vera jafnsótthreinsað og skurðstofa — alltaf. Það þýðir að hin minnstu mistök geta kostað hana lifið. Hún má aldrei fara út og leika sér við önnur börn. Við þurfum alltaf að vera viðbúin þvi versta, dag sem nótt, og koma henni á sjúkrahús strax, ef hún fær svo mikið sem skrámu, og hefja enn einu sinni baráttuna fyrir lífi hennar. „Hún mun deyja, hr. Blake. Hún mun deyja mjög bráðlega — ef þú hjálpar henni ekki.” Peter reyndi að kyngja ónotakennd- inni sem sat i hálsi hans. „Ég skil afstöðu þina, þvi máttu trúa." byrjaði hann. En þetta var vonlaust. Hann gat ekki talað við hana. Hann gat varla litið framan i hana. Hann gekk að skrifborði Susan og ýtti fram stól. „Viltu ekki setjast niður, frú Collins? Ég var að vona að þið hefðuð fundið einhvern annan sem gæti gefið henni merg. En ég býst við að það hafi ekki orðið —ekkiennþá?” Hún lét sem hún sæi ekki stólinn. „Eftir að hafa leitað i heilt ár,” sagði hún, „eftir að hafa reynt og prófað þúsundir manna út um allan heint i leita é liföjafa höfum við aðeins fundið eina einustu manneskju sem getur það. Þig." „En það hljóta að vera einhverjir aðrir. ..” „Það getur vel verið.” Rödd hennar varð mjög mjúk. „En við munum ekki finna neinn annan fyrr en um seinan." Þetta getur ekki haldið áfram. hugsaði hann með sjálfum sér. Hann leit í ofboði til dyranna. „Kom maðurinn þinn með þér til Ástraliu?” Það hlaut að vera auðveldara aðtala viðkarlntann. . . „Maðurinn minn dó fyrir fjórum árum.” Hún horfði beint framan í hann. „Mér þykir það leitt. . . " stamaði hann. „Ég á við að mér þykir fyrir þessu öllu. Ég vildi óska að ég gæti hjálpað þér.” „Þú getur það!” Hún rétti áköf frant hendurnar. „Sagði dr. Jenkins þér hve lítil aðgerðin væri? Það má svæfa þig á meðan. Þetta er mjög einföld og hættu- laus aðgerð. Þetta er bara eins og sprauta og siðan ertu þú laus allra mála. Þetta myndi ekki hafa nein áhrif á líkamsstarfsemi þina.” „Ég get ekki farið til London," sagði hann ákveðinn. „Ef hægt væri að gera þetta einhvers staðar annars staðar. . . ég get ekki farið til Bretlands." „Það eru peningarnir sem þú ert að hugsa um, er það ekki? Miðinn verður borgaður fyrir þig!” Hann sneri sér undan augnaráði hennar. Hann óskaði þess að hann gæti látið sem hann hefði ekki heyrt vonar- hreiminn í rödd hennar. „Nei. Það er ekki vegna peninganna. Mér þykir það ákaflega leiðinlegt. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt þér hve leiður ég er vegna þessa en ég get ekki gert það.” Hún var alveg hreyfingarlaus. „Getur það ekki? Eða vilt það ekki?” ,.Get það ekki!" Hann vildi aðeins Ijúka þesssum samræðum sem fyrst. „Það er gjörsamlega útilokað!” „Ég trúi þessu ekki, hr. Blake.” Nú var rödd hennar kuldaleg. Hún teygði sig eftir veskinu sinu og fór að leita að einhverju. „Mig langar til að sýna þér þessar. Ég held að þú ættir að vita nákvæmlega hvað þú ert að gera.” Hún rétti honum mynd og hann tók ósjálf- rátt við henni. Þetta var mynd af ungbarni i stól, litilli stúlku sem hló og rétti fram bústnar hendurnar. „Og þessi mynd var BULGARIA -1980 ÚDÝRT - VINSÆLT FERÐA- ANGLO CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP 12 skólar: Bournemouth — London — Poole — Sherbourne — Blandon og Wimborne. Hópferðir ó Nova School: 10. maí, 1. júni, 22. júni, 13. júlí, 3. ágúst, 24. ágúst, 14. septembet i 3 vikur, sem hœgt er að framlengja. Verð: 387.400. — Innrfalið: Flug, keyrsla af flugvelli á einkaheimili, hálft fœði virka daga og fullt fœði um helgar, 18 tima kennsla á viku. Fullkomin kennslutæki. Úrvalskennarar. Lágmarksaldur 14 ára. Bókið strax. — Bankamanna og kennara- námskeið 1. júni. Einstaklingsbókanir allt árið. Ferðaskrifstota KJARTANS HELCASONAR Gnoðavogur 44 — Vogaver, simar: 29211 og 86522 MANNALAND Páskaferðir 31. mars 2, 3 eða 4 vikur. 2ja eða 3ja vikna ferðir 28/4, 19/15, 15/9 og 6/10. Vikulegar ferðir alla mánudaga frá 9. júní — 15. september. 2 eða 3 vikur á baðströndunum Dmshba eða Zlatni Piatsatsi. Luxus hótel Vama og 1. flokks hótelin, Preclav, Shipka, Zlatna-Kotva og Ambassador (endurnýjuð herfoergi) að viðbættri einnar viku ferð um Búlgaríu frá Sofiu eða Varna eftir brottfarardögum. Gist á lúxus hótelum New Otani, Sofiu og Novotel á öðmm stöðum, stuttar dagleiðir, loftkældir M.benz vagnar. Fullt fæði í ferðinni, hálft fæði á baðströndinni. — Verð frá 320.900 — 2 vikur, 348.200 — 3 vikur. Vikuferðin 80.500 á mann, 50% uppbót á gjaldeyri við skipti á hótelum. Engin vegabréfsáritun né ónæmisaðgerðir. — Byrjað er að bóka — ekki missir sá er fyrstur fær. — íslenskir leiðsögumenn — eigin skrifstofa. — Skoðanaferðir innanlands og utan. — Sendum bæklinga. — Nánari upplýsingar í þeim. 46 Vikang. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.