Vikan - 28.02.1980, Síða 47
tekin af henni þegar hún var tveggja
ára,” sagði Janet Collins og rétti honum
aðra mynd.
Þetta var önnur litmynd. í þetta
skiptið var litla stúlkan alvarleg. Hún
starði með stórum bláum augunum
beint framan i myndavélina og hár
hennar var ljóst og næstum alveg slétt.
„Þessi mynd var tekin fyrir mánuði, á
fimm ára afmælisdeginum hennar."
Telpan sat á bak við litla afmælistertu
og brosti hamingjubrosi. Hún var mjög
fallegt barn en. . . var hún ekki of
grönn?
Hann gat ekki afborið þetta lengur.
Honum fannst sem verið væri að rifa
hann i smáhluta innan frá.
Hann lyfti höfðinu og horfðist í augu
við konuna. Andlit hennar var spennt
en augu hennar voru full af táruni.
„Lif hennar er í þínum höndum,"
sagði hún. „Ég vildi aðeins að þú vissir
hver það væri sem myndi deyja.”
Þrátt fyrir sársaukann í augum
hennar voru þau mjög lík augum
barnsins.
„Fyrirgefðu,” hvíslaði hann. „Ég get
ekkert gert.”
Hann vissi aðeins að hann varð að
binda enda á þessar samræður. Hann
mátti ekki láta hana lifa i voninni
lengur.
Og allt i einu varð spennan of mikil
fyrir hann.
„Nei!" hrópaði hann. „Nei! Ég get
þaðekki!”
Hann gekk að dyrunum en hikaði um
leið og hann sneri húninum og leit aftur
fyrir sig. Hún var að leggja myndirnar
aftur í veskiðsitt.
Hún leit á hann. „Hr. Blake,” sagði
hún hljóðlega. „Ég flýg aftur heim á
morgun. Ég mun verða á Carlton-
hótelinu í nótt."
Hann opnaði dyrnar og flýtti sér hálf-
blindaður út. Súsan hafði beðið inni á
biðstofunni. Hún stóð upp þegar hún sá
hann og hann stansaði augnablik og leit
afturfyrir sig.
Janet Collins sat nú á stól. Hún grúfði
sig niður á skrifborðið. Hún grét hömlu-
laust.
Án jjess að lita á Susan flýtti Peter sér
út úr sjúkrahúsinu og út í sterka sólina.
Allt sem Janet gat hugsað var að nú
gæti hún ekki gert meira. Hún hafði
reynt siðasta möguleikann og hann
hafði brugðist.
Hún var þreytt. Svo hræðilega þreytt.
Karen átti þá að deyja þrátt fyrir allt.
Nú var engin ástæða til að halda i
vonina lengur, að halda endalaust áfram
aðreyna...
Eftir skamma stund fann hún að ein-
hver lagði höndina á höfuð hennar. Hún
settist upp og þerraði tárin. „Dr.
Jenkins,” sagði hún að lokum.
„Kallaðu mig Susan," sagði stúlkan
ogbrosti.
Janet hvíldi ennið í höndum sér. „Það
lítur einna helst út fyrir að ég hafi lagt
undir mig skrifstofuna þína. Þú hefur
verið mjög hjálpsöm.”
„Það er ekkert," hún var að raða
nokkrum blöðum á borðinu. „Vertu
bara eins og þér líður best sjálfri,” sagði
hún og brosti aftur vingjarnlega.
Janet fannst sem hún væri heldur að
ná sér á strik. „Þú hafðir rétt fyrir þér.
Þú varaðir mig við að vonast til að hann
skipti um skoðun. Og þú hafðir rétt fyrir
þér. .. ”
„í þetta skiptið hefði ég heldur viljað
hafa haft rangt fyrir mér.” Munnsvipur
hennar varð harður. „Peter var — vinur
minn. Ég hefði aldrei trúað. . . " Hún
hristi höfuðið og andvarpaði. „Ég held
að ég geti skilið hvernig þér hlýtur að
líða. Það er ekki mikið sem ég get sagt
þér til huggunar."
„Þú ert læknir," sagði Janet. „Mér
datt i hug hvernig það væri með fjöl-
skyldu hans. Ef einhver ættingi hans
hefði sömu blóðeiginleika þá gæti ég ef
tilvill snúið mér til þeirra."
„Peter á enga ættingja. Hann er
einkabarn og foreldrar hans eru látnir."
„Er hann ekki giftur? Á hann engin
börn sjálfur?"
„Nei,” svaraði Susan stuttlega.
„Hann hefuraldrei veriðgiftur."
„Hann gat ekki skilið þetta. Ég gat
ekki sannfært hann.”
„Og ég get ekki skilið hann." sagði
Susan hörkulega." Ég býst við að það sé
aðeins tímasóun að reyna það.” Hún
stóð upp. „Það lítur ekki út fyrir að við
höfum meira að gera hér. Viltu ekki
koma með mér heim og borða hjá
okkur? Foreldrar mínir myndu hafa
gaman af aðhitta þig.”
Janet hikaði. Það yrði mun betra að
eyða kvöldinu meðfjölskyldu Susan en á
hóteli. En einhvern veginn fannst henni
sem hún væri að bregðast skyldum
sínum ef hún gerði það.
Það var veik von, i raun og veru engin
von, að Peter myndi skipta um skoðun
en hún hafði þó gripið til þess neyðar-
úrræðis að segja honum hvar hana væri
að finna, einmitt af þeirri ástæðu.
„Þakka þér fyrir,” sagði hún leið.
„Það hefði getað orðið skemmtilegt en
ég verðað vera á'hótelinu.”
Susan reyndi ekki að tala frekar um
fyrir henni. „Leyfðu mér að minnsta
kosti að aka þér til baka. Bíllinn minn er
hér fyrir utan.”
Framhald í næsta blaði.
Ulilíf
GLÆSIBÆ - SIMAR 82922 - 30350
Landsins mesta úrval af skíðavörum!
q. tbl. Vlkan 47