Vikan - 28.02.1980, Page 48
Blái fuglinn
Leyndarmálið
um fegurð-
ina
Fallegar konur koma og
fara. En bæði maður hinn
fræga spegil að herma hver
fríðust er kæmi í ljós að
hann myndi sýna þær sem
fyrir 10-20 árum voru þær
fegurstu, konurnar sem
alla tíð hafa verið dáðar
fyrir fegurð og þrátt fyrir
aldur — þær eru allar milli
40 og 50 ára gamlar — eru
enn í hugum okkar feg-
urstu konur heimsins. Hér
eru nokkrar þeirra og hér
ljóstra þær upp leyndar-
málum sínum um fegurð-
ina.
Timiante, gæti
að þyngdinni,
bros og hlátur
Þotta segir GRACE FURSTYNJA í
Monaco — 50 ára:
Þegar maður býr við hamingjusam!
heimilislíf eins og ég getur maður haldið
sér ungum lengur, en að sjálfsögðu
verður maöur að hugsa um sig og það
geri ég. Ég drekk heilsusamlegt te, þ.e.
timiante, á hverju kvöldi áður en ég fer
að sofa. Auk þess þvæ ég andlit mitt
nteð blöndu af rosmarin. pipar, lavendel
og myntu tvisvar i viku. Og ég fylgist
nákvæmlega með þyngd minni og gæti
að hitaeiningunum. Á hverju hausti fer
ég i strangan megrunarkúr, þannig að ég
sé í finu formi þegar sarnkvæmislíf
vetrarins hefst. Ég fer í langar göngu-
ferðir þegar tími gefst til. Ég verð að
viðurkenna að gráu hárin eru þegar
komin og það keniur fyrir að ég nota
hárkollu og gerviaugnhár en að öðru
leyti nota ég alltaf andlitssnyrtingu sem
passar við háralit minn.
Annars held ég að innri hamingja og
gott fjölskyldulíf sé það sem heldur rnér
unglegri og einnig bros og hlátur.
Sund — eggja-
hvfta með
banana
segir SORAYA fyrrv. keisaraynja —
47 ára:
Baðvigtin er í mínum augum pyntinga-
tæki, en það er hún sem sér um að ég
haldi mér í formi. Ég vigta mig daglega
fyrir morgunmat, og árangurinn af því
ákvarðar hvernig ég má haga mér þann
daginn. Hafi ég farið yfir markið tek ég
mér ærlegan göngutúr eða syndi eins og
ég eigi lífið að leysa. Það er ekki tekið út
með sældinni að halda likamanum
grönnum. Hvað andlitið snertir þá bý ég
mér til andlitsmaska úr eggjahvítu og
banana með sítrónudropum út í. Það er
alveg furðulegt hve vel þetta hreinsar
andlitið og frískar húðina upp. Ég þakka
þessum andlitsmaska sannarlega hve
andlit mitt hefur haldist unglegt.
Að elska er það
besta
Svo segir kvikmyndaleikkonan
URSULA ANDRESS - 42 ára:
Ég nota hálftíma á hverju kvöldi til að
huga að útliti minu. Baðvatn mitt er
alltaf með ilmolíum og jurtaolium i og
ekki of heitt. Þá verður húðin silkimjúk.
Andlit mitt þek ég með niðurskornum
agúrkusneiðum. Ég geri leikfimi daglega
þó mér finnist það leiðinlegt og syndi
einu sinni í viku. En það sem er bað
besta er ao elska og það er það ahra
huilasíu úg ðrugg aðíero íii ao naida
manni ungum.
4® VlKan 9< tbl.