Vikan


Vikan - 28.02.1980, Síða 50

Vikan - 28.02.1980, Síða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran SKUGGALEG FORTÍÐ Eg veit ekki hvort þú ert mér sammála.i lesandi góður, en ég veit fátt jafnheill- andi og manneskjur. Það er gaman að virða fólk fyrir sér, þegar það veit ekki af því. Strætisvagnar og veitingastaðir eru hentugar athuganastöðvar til slíkra iiluta. Einkanlega þykir mér þetta skemmtilegt erlendis, þegar maður er nokkurn veginn viss um að líta viðkom- andi manneskju aldrei framar. Reyndar hefur það líka oft fyllt mig einkenniiegri saknaðartilfinningu. Maður veltir því fyrir sér hvað búi á bak við þetta andlit. Hver er þessi persóna? Hver er gleði hennar og sorg? Hvað hefur hún lifað? Við skulum nú til gamans bregða okkur vestur til Bandaríkjanna og nema staðar I borginni Worchester í Massachusettsfylki. Við erum stödd i veitingahúsi við þjóðveginn út úr borginni. Bak við afgreiðsluborðið er maður um sextugt að sinna afgreiðslu- störfum. Við skulum nú virða þennan mann ofurlítið fyrir okkur meðan við drekkum kaffisopann okkar. Hann er í lægra lagi, grannholda. Langir fingur fagurrar handar gætu tilheyrt listamanni. Hann er fríður sýnum. Grátt hárið í vöngunum setur fyrirmannsblæ á persónuna. Snoturt yfirskeggið er líka aðeins farið að grána. Röddin er lág og þýð og viss menningar- blær á framburðinum, sem maður getur varla vænst af afgreiðslumanni i slíku veitingahúsi. Já, við nánari athugun minnir hann jafnvel dálítið á hinn geðslega leikara Ronald Colman. Engirm gefur honum neinn sérstakan gaum nema við. í augum viðskiptavina er hann ekkert annað en afgreiðsluþjónn sem á að afgreiða þá í hvelli. En við höfum þegar tekið eftir því að hann er frábrugðinn venjulegum þjónum. Forvitni okkar vaknar. Við skulum nú skyggnast inn í fortíð þessa manns og ganga úr skugga um það, hvort grunur okkar um það að hann sé eitthvað annað en starf hans bendir til er réttur eða ekki. Hann heitir Arthur Barry og er fæddur í þessari sömu borg, Worchester, árið 1896. Hann var eitt af níu börnum írskra innflytjendahjóna. Þetta var gott fólk og öll systkin Arthurs komust vel til manns og urðu sæmdarfólk. En hans sjálfs biðu önnur óheillavænlegri örlög og taldi hann eina ástæðuna til þess vera þá að hann var orðinn líkamlega fullþroska þegar 13 ára gamall. Hann sætti sig því ekki við að umgangast jafn- aldra sína. en lenti í þess stað i því að verða eins konar sendill fyrir vissa syndaseli. Einn þessara manna var náungi að nafni Lowell Jack og hann var sérfræðingur í þvi að opna peninga- skápa. En hann var að visu þá hættur fyrri atvinnu og fékkst um þær mundir við að framleiða nitroglycerin fyrir innbrotsþjófa, sprengiefni sem meðal annars er notað til að sprengja upp peningaskápa. Hann þurfti á röskum sendli að halda og réð Barry til starfans gegn 4 eða 5 dala þóknun fyrir hverja sendiferð. Og ekki leið á löngu áður en Barry var talinn fullgildur og trúverðugur í hópi glæpamanna borgar- innar. Barry framdi fyrsta innbrot sitt þegar hann var 15 ára, en upp úr þvi hafði hann 100 dali. Brátt fylgdu fleiri innbrot i kjölfarið þangað til hann var stöðvaður á" þessaTÍ hálu braut með því að vera kvaddur til herþjónustu i heimsstyrjöld- inni fyrri. Eftir stríðið settist hann að i Wetý York. Það hvarflaði aldrei að honum i neinni alvöru að afla sér heiðar- legrar atvinnu. Vandinn var bara sá að ákveða hvers konar þjófur hann ætti að verða. Honum leist ekki á peningaskápa- innbrot og honum fannst ósamboðið virðingu sinni að stunda venjuleg innbrot. Það var einungis ein tegund þjófnaðar sem honum gast að. Það var skartgripaþjófnaður. Þegar hann nú hafði tekið ákvörðun um það hverju hann ætlaði að stela var aðeins eftir að ákveða frá hverjum ætti aðstela. Sjálfur hefur hann sagt svo frá: „Eg tók eftir þvi að margar auðugar konur voru vanar að fá sér hressingu á skemmtistaðnum í Central Park. Ég hélt því þangað, og þegar ég kom auga á konu sem bar mikið af demöntum elti ég hana að bílnum hennar og skrifaði niður númer hans. Síðan hringdi ég til miðstöðvar umferðarlögreglunnar og sagði: „Þetta er Schultz umferðar- lögregluþjónn, einkennisnúmer mitt er 465786. Það hefur orðið slys hérna og ég þarf að fá nafn og heimilisfang eiganda að New York-kadilják númer XYZ-123. Skrifstofan gaf sér aldrei tíma til að ganga úr skugga um hver Schultz lögregluþjónn væri. Þeir gáfu mér bara þær upplýsingar sem ég bað um.” Barry valdi einnig fórnardýr sin úr röðum heldra fólksins þegar nöfn þess birtust í blöðunum. Einkum gætti hann þess að gefa gaum að því þegar tilkynnt var um samkvæmi á norðurströnd Langeyjar (Long Island) en það var eftir- lætisveiðiland hans. Hann var vanur að koma bíl sínum fyrir í námunda við húsið þar sem samkvæmið fór fram. Siðan klæddist hann samkvæmisfötum og stalst svo inn i samkvæmið. Þegar það fór fram úti í garði, eins og oft tiðkaðist, var þetta sérstaklega auðvelt því þá þurfti hann ekki annað en klifra yfir limgerði eða vegg og taka fullt glas af bakka hjá ein- hverjum þjónanna og hverfa síðan inn í hóp gestanna. Eftir það var auðvelt að reika inn í húsið og festa sér vel I minni herbergjaskipun og reyna að komast að raun um líklega felustaði fyrir skartgripi. Það kom aldrei fyrir að nokkur efaðist um rétt hans til að vera viðstaddur slik tækifæri. Framkoma hans var lýtalaus og málfarið í besta lagi. Já, hann hefði jafnvel getað leikið á sjálfan Breta- konung i þeim efnum. Og reyndar gerði hann það eitt sinn, þegar Játvarður VIII var prins af Wales. Hann hitti prinsinn á bar árið 1924 og geðjaðist hinum tigna manni svo vel að honum að þeir drukku saman þó nokkra stund og lét prinsinn þá móðan mása en hefur ef til vill verið heldur opinskár því nokkrum dögum síðar braust þjófur inn á heimili þar sem frændi prinsins, Louis Mountbatten lávarður, og frú hans héldu til sem gestir húsráðanda og komst undan með 150.000 dala virði í skartgripum. Á árunum 1925-’26 var þýfi hans að jafnaði orðið um 500.000 bandarískir dalir á ári. En hylmararnir, sem hann seldi þýfið, vildu ekki nema mestu dýrgripina og greiddu vitanlega aðeins brot af sannvirði þeirra. Barry var vanur að losa sundur hálsfestar, nælur og þess háttar gripi og hirða aðeins úr þeim stærstu steinana og fleygja hinu. Hann var tíður farþegi á ferjubátum. Mátti þá oft sjá myndarlegan heldri mann standa út við borðstokkinn og fleygja í sjóinn einhverju sem líktist helst vindlaöskju. Þögn og fimleikur einkenndu verk hans. Þannig hurfu t.d. um hábjartan dag skartgripir sem metnir voru á 700.000 dali úr hótelíbúð frú James P. Honahue, en hún var dóttir hins stór- auðuga F. W. Woolworths sem allir kannast við. Þjófnaðurinn var framinn meðan frúin sat í baði sínu í aðeins nokkurra feta fjarlægð. Þerna var i næsta herbergi og nuddkona i öðru. Hvorug þeirra heyrði minnsta hljóð. Meðal hinna stolnu gripa var demants- hringur, sem var yfir 50.000 dala virði, og perluhálsband, sem var metið á hvorki meira né minna en 450.000 dali. Höfuðsmaður í lögreglunni, sem fjallaði um málið, sagði: „Hver sá sem hefur tekið þessar perlur var handviss um hvað hann var að gera. Það voru fimm perluhálsbönd i skúffunni og voru fjögur þeirra eftirlíkingar. Og þær voru svo vel gerðar að varla var á færi nema sérfræðings að greina þær frá dýr- gripunum.” Eitt verkiðskaut lögreglunni verulega skelk í bringu. Barry hafði komist að raun um að auðkýfingur einn geymdi skartgripi sina í peningaskáp sem var í öðrum skáp í svefnherbergi hans. Barry gerði sér lítið fyrir og klifraði upp stiga í svefnherbergið, læddist að skápnum og kippti peningaskápnum upp á herðar sér án þess að minnsta hljóð heyrðist til hans. Þetta sýnir að Barry var maður rammur að afli, þótt ekki væri hann hávaxinn. Siðan fór hann með peninga- skápinn sömu leið og hann kom. Barry framdi 150 meiriháttar þjófnaði en var aðeins dæmdur fyrir einn þeirra. Það var 100.000 dala virði af skart- gripum sem hann stal frá Jesse nokkrum Livermore, fjármálamanni í Wall Street. Kl. 2.30 að morgni þess 29. mai 1927 klifruðu þeir Barry og félagi hans, „Boston Billy” Monaghan, upp stiga og komust þannig inn í herbergi á annarri hæð sem gestir húsráðenda, herra og frú Aronsohn. dvöldust i. Hjónin vöknuðu þegar í stað. „Gott kvöld,” sagði Barry sinni rólegu og þýðu rödd. „Við erum bara komnir til þess að hirða skart- gripina. Vinsamlegast forðist allan æsing.” Síðan klippti hann sundur simaþræðina í svefnherberginu. „Guð,” sagði frú Aronsohn, „ég held það sé að tíða yfir mig.” „Nei, fyrir alla muni frú," sagði Barry. „Má bjóða yður aspirín?” „Já, það held ég,” sagði frúin. Og hún reis úr rekkju til þess að ná í aspirínið meðan Barry valdi úr skartgripunum á snyrtiborðinu. Þar lá meðal annars armbandsúr en slíka gripi hirti hann venjulega ekki. En þar eð þetta úr var úr hvítagulli og hann virti það á 1500 dali tók hann það. „Fyrir alla muni takið þér ekki úrið mitt," sagði herra Aronsohn. „Þetta er gjöf frá móður minni.” „Jæja,” sagði Barry. „Ég hef sjálfur átt móður. Og ef þér takið þessu með jafnaðargeði, þá kann ég að skilja það eftir hjá Livermore-hjónunum á útleið.” Því næst fóru þeir Barry og Monaghan til svefnherbergis Livermore- 50 Vikan 9. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.