Vikan - 28.02.1980, Page 63
komið í veg fyrir að fólk þurfi að
gera upp hug sinn á unga aldri
og þann möguleika ættuð þið að
nýta ykkur.
Það er til gamalt máltæki sem
fjallar um „þriðja hjól undir
vagni” og það mun enn í fullu
gildi. Hins vegar ættuð þið
vinkonurnar að geta lagað þetta,
ef vilji og skilningur er fyrir
hendi, og með auknum þroska
ættu þessir agnúar að hverfa.
Haldbesta ráðið er að þið hafið
þetta sjálfar í huga og reynið að
koma í veg fyrir að ókostirnir
nái að blómstra.
Svo er það þetta með
meðaltalið . . . hvernig á
Pósturinn að geta svarað þessu?
Hann hefur ekkert slíkt línurit
undir höndum og stórefast um
að nokkur hafi lagt á sig slíka
vinnu. Mikið er annars forljótt
að tala um að „hleypa upp á
sig”. Þarna hlýtur að vera
spurning um hver hleypir
raunverulega hverjum og þá
einnig hvert...? Ha!
. .. myndi ég ekki auglýsa gáfur mínar
Hæ Póstur!
Stundum hafa bréfritarar
Póstsins verið að spyrja að því
hver sé maðurinn bak við atlt
saman, hver það sé, sem leysir
svona „vel”úr öllum vanda-
málum ogspurningum. Ég
skil það vel af hverju hann vill
halda því leyndu. Ef ég vceri
þessi „gáfaða" manneskja
myndi ég ekki auglýsa gáfur
mínar með því.
Fyrir stuttu, nánar tiltekið í
3. tbi þessa árs, var verið að
spyrja um hver hin 7 undur
veraldar séu og hvers vegna
Bandaríkjamenn hafi farið í
síðari heimsstyrjöldina. Hátt-
virtur Póstur veit það auðvitað
ekki og nennir ekki að fetta
því upp og kemur þess vegna
Æ, æ — hvernig fólk getur látið,
svona í svartasta skammdeginu!
í bréfi því, sem bögglast svo
mjög fyrir brjóstinu á þér, eru
ýmsar góðar og nokkuð
sérstæðar spurningar. Póstinum
fannst kímnin í því bréfi augljós
og svaraði samkvæmt því. Hvað
svörin sjálf varðar, svo sem þá
„augljósu leti” Póstsins að
nenna ekki að fletta upp hinum
sjö undrum veraldar, þykir
honum miður að upplýsa að
þrátt fyrir ýmsa mannkosti
hefur hann ekki alla
„Brittanikku” í höfðinu, með
blaðsíðutölum og öllu tilheyr-
andi. Hann verður að játa að
hann fann hefti nr. 20 með mun
handhægari aðferð.
Svörin við spurningum um
siðari heimsstyrjöldina og
framvindu heimsmála mótuðust
eingöngu af þeirri viðleitni
Póstsins að gæta fyllsta hlut-
leysis og með því að benda á
með þá fáránlegu afsökun að
það taki of mikið pláss að
svara þessu og þess vegna sé
það ekki hœgt. Það hefði nú
verið hægt að fnna betri
afsökun. Jæja, ég er nú að
hugsa um að reyna að svara
þessum spurningum, aðallega
fyrir Póstinn til þess að sýna
honum að það þarf nú engar
34 bls. til þess að svara þessu.
Hin 7 undur veraldar eru: I.
Egypsku píramídarnir. 2 Múrar
og hengigarðar Babylonar. 3.
Hof Artemisar I Efesos. 4.
Seifslíkneski eftir gríska mynd-
höggvarann Feidias. 5. Minnis-
bygging um Mausoleion (d. 351
fyrtr 'ÍCrist) í Halikornassos. 6.
Risinn á Rhodos. 1. Vitinn á
Faras við Alexandríu.
bókasöfn er möguleikinn fyrir
sjálfstæðri skoðanamyndun
opnari en ella. Þau svör sem þú
sendir hér er að finna í flestum
mannkynssögubókum ætluðum
nemendum á grunnskólastigi, en
eru hvergi nærri tæmandi svör.
Þrjátíu eða fjörutíu blaðsíður
myndu vart hrökkva til þessa
efnis og hafa ber í huga að sjald-
an veldur einn þá tveir deila og
varhugavert að halda því fram
að hagsmunir ýmiss konar hafi
ekki flækst inn í þróun mála í
síðari heimsstyrjöldinni, sem svo
oft áður í sögu mannkyns.
Ástæðan fyrir því að
Póstinum verður tíðrætt um
langan vinnslutíma Vikunnar
er einfaldlega sú að þeirri
staðreynd fær ekkert breytt
nema aukin prenttækni og oft
skiptir þessi staðreynd sköpum í
sambandi við vandamál bréfrit-
ara. Ef bréf berst til dæmis frá
stúlku, sem telur að hún sé
barnshafandi og komin einn
Ástæðan fyrir því að Banda-
ríkjamenn fóru í seinni heims-
styrjöldina var sú að 1941
réðust Japanir á fotastöð
þeirra á Pearl Harbour á
Hawai-eyjum. Fóru þeir þá
fyrst I stríð gegn Japönum en
síðan gegn Itölum og
Þjóðverjum. Þarna hefur þú
það. Já, svo var víst líka verið
að spyrja um kalda strtðið. Það
hófst skömmu eftir síðari
heimsstyrjöldina og einkenndist
af gagnkvæmri tortryggni og
stríðsótta milli stórveldanna í
austri og vestri.
Þá veistu það.
Ef égá að segja alveg eins
og er, þá held ég að það sé
orðið ansi langt síðan ég hef
séð þig svara bréfum af
mánuð á leið, getur ekkert
breytt því að svarið berst henni
of seint til þess að hún fái
fóstureyðingu, ef hún óskar
þess. Pósturinn er ekki gæddur
guðlegum mætti og aldur fósturs
í móðurkviði er utan áhrifavalds
hans. Vinnslutínqi blaðsins
verður eftir sem áður fjórar til
sex vikur og því vonar
Pósturinn aðeins í slíkum
tilvikum að svarið komi ein-
hverri annarri stúlku'aðgagni.
Sú nafnleynd, sem á
Póstinum hefur hvílt, er ekkert
tengd greindarvísitölu hans og
af ýmsum ástæðum, sem
augljósar mega teljast, mun svo
verða í framtíðinni. En hvers
vegna vilt þú sjálf dyljast undir
nafninu 571? Er það ekki
ástæðulaus hógværð?
Kyn Póstsins verður ekki gefið
upp og satt að segja vandséð
hvaða máli það skiptir. Ertu alveg
viss um að fordómar flækist
ekkert fyrir þér? Hér og þar í
einhverju viti. Oftast eru flest
bréfn frá stelpum I ástarsorg
og yfirleilt svarar þú þeim með
útúrsnúningum. Það vinsælasta
hjá þér núna er að segja að
vinnslutími Vikunnar sé svo
langur o.s.frv. Þú hlýtur að
vera farinn að kunna
framhaldið, í það minnsta
tönnlast þú á því sýknt og
heilagt. Ég veit nú að vísu ekki
hvors kyns þú ert en mér
fnnst að sá sem svarar þessum
bréfum ætti að vera kvenkyns,
vegna þess að fest bréfn eru
frá stelpum.
Jœja, ég ætla nú ekki að
skamma þig meira núna. Ég
skrifa kannski aftur seinna.
Bless.
571
þessu kalda landi eru menn að
berjast fyrir því að jafnrétti
kynjanna nái fram að ganga, en
svo má lesa viðhorf sem þitt á
stundum í lesendabréfum
margra dagblaðanna. En hver
gerir til dæmis kröfu til þess að
kvensjúkdómalæknar séu
kvenkyns? Svo má líka benda á
þá einkennilegu tilhögun móður
náttúru að mæður karlmanna
eru ætíð af þessu eina sanna
kvenkyni, sem hlýtur
samkvæmt þinni skoðun að vera
mikill galli.
Já, pláss í litlum bréfadálki.
Bréf sem þetta reynum við að
forðast og svarlengdina einnig.
Eða hvað sýnist þér um þessar
vangaveltur? Þær eru svo
sannarlega ekkert í styttra lagi.
Það væri gaman að fá bréf frá
þér aftur, en hafðu hugfast að
gagnrýni getur orðið alveg jafn-
beitt þótt ofurlítil sanngirni og
vilji til að setja sig í spor annarra
fljóti meðí þaðsinnið.
9. tbl. Vikan 63