Vikan


Vikan - 20.03.1980, Page 4

Vikan - 20.03.1980, Page 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Ódýra steikhúsið Brauðbær við Óðinstorg cr notaleg matstofa af hæfilegri stærð. 40-50 sæta eins og Laugaás og Hornið. Brauðbær er lika I sama lága verðflokknum og hin tvö og virðist töluvert sóttur af barnafólki, enda er boðið upp á sérstakan barna matseðil. Brauðbær er fyrst og frcmst steikhús að bandariskum hætti. Lamba- og nautasteikur tróna miðskips á matseðlinum, en litið er lagt upp úr fisk- réttum. Brauðbær er án efa í fremstu röð slíkra veitingastofa hér á landi. Mér finnst matreiðslan mun betri i Laugaási og innréttingar skemmtilegri á Horninu. Þá hefur Hornið fulla þjónustu og Laugaás treikvart þjónustu. en Brauðbær býður aðeins upp á sjálfs- afgreiðslu. Slíkt reynisl gestum oft ónæðissamt. Afgreiðslan i Brauðbæ er elskuleg og hjálpsöm. Eldamennskan er snör og örugg, en hvilir I öruggum faðmi meðal- niennskunnar. Segja má, aö þarna sé enginn matur vondur, en enginn heldur góður. Er það raunar betri umsögn en hér hefur verið gefin um suma dýrari veitingastaði. Brauðbær er hreinlegur staður, dimmur og nijög þröngur. Andrúms- loftið er þægilegt og rólegt. Stólar eru þægilegir og luktir skemmtilegar. Tónlistin að tjalúabaki mætti vera aðeins lægri. En barnastólarnir eru vel þegnir. Steinflisar eru á gólfi. Grófar trésúlur og grófir tréveggir setja svip á staðinn. sem og batikmyndirnar fyrir ofan tré- veggina. Úr opnu eldhúsinu heyrist ekki óþægilegur hávaði. Og þaðan berst ekki lykt af aldraðri steikarfeiti. Enginn matseðill dagsins er i Brauðbæ. Þar er eingöngu byggt á fasta- seðlinum. Á honum enda öll verð á 90 krónum. Þar er um að ræða frávik frá hinni amerísku hefð. þar sem öll verð enda á 95 sentum. Af hverju neita sér um fimmkallinn? Ýsa fyrir börn Felix með frönskum var réttur nokkur á barnamatseðlinum. Það var djúpsteiktur fiskur. bara nokkuð góður. með hæfilega þunnri og harðri skorpu. Þær frönsku voru sæmilegar. Súkkulaðiís fylgdi þessunt rétti. að minnsta kosti til þeirra barna, sem luku af diskinum. Og á reikningi kvöldsins var þessi fiskur og is alls ekki bókaður til verðs. Og meiri ýsa Dálæti sjómannsins eða ofnbakaður fiskur nteð hvitlauksbrauði reyndist einnig hafa i farangrinum ostsósu og dósasveppi. Þetta var ýsa, bökuð I sós- unni og kom snarpheit úr ofninum. Hún var nokkuð mikið bökuð. en sarnt ennþá góð á bragðið. Ostsósan var I lagi. en nokkuð sterk. Hvitlauksbragðið af brauðinu var hæfilega milt. Verðið er 2.790 krónur. Lambateinn Draumur kaupmannsins eða „shish kebob með rispilav" reyndist vera grillað lambakjöt, laukur og vinarpylsubitar á teini. Sem meðlæti var ágætt hrásalat og hrisgrjón i sósu. Lambakjötið sjálft var þrælgrillað til siðasta safadropa. Verðið er 2.490 krónur. Lambalundir Lantbalundir Café de Paris með samnefndu smjöri. bakaðri kartöflu. hrásalati og brauði, smurðu lifrarkæfu. höfðu einnig meðferðis belgbaunir og sveppi úr dós. Lundirnar voru vafðar upp og festar þannig með tannstönglum. Þær voru dálitið mikið steiktar. en þó örlaði fyrir bleiku i miðju. Verra var. hversu ótæpilega þær voru kryddaðar. Bakaða kartaflan var aðeins hálfbökuð. Hrásalatið var ágætt. En lítið fór fyrir brauðinu og kæfunni. Hin franska Larousse alfræðiorðabók um mat kannast ekki við Café de Paris smjör. þótt þar séu áreiðanlega fleiri en hundrað mismunandi kryddsmjör. En mönnum leyfist liklega að koma á frant- færi uppfinningum á styttri leið en frá ítala-breiðstræti að Óðinstorgi. Verð lundanna er 3.890 krónur. 1 t mmmmm bh' i wmá ej G/æsi/egt úrval af GÓLFDÚKUM SÍÐUMÚLA 15 SÍMI 33070 Piparlamb Sítrónupiparsteik eða lambabuff með rjómapiparsósu og fleiru hafði i farangr- inum bakaða kartöflu og belgbaunir. Kartaflan var hálfbökuð og baunirnar voru úr dós. Lambakjötið var þræl- steikt og gifurlega piprað, en sósan var bara nokkuð góð. Verðið er 3.690 krónur. Nautalundir Brauðbæjar besta steik eða nautalundir með ristaðri skinku. sveppum. hrásalati, bakaðri kartöflu og béarnaise sósu hafði einnig með sér belgbaunir og lauk. Beðið var um lundirnar hrásteiktar. en þær komu miðlungi steiktar. Þær voru þó meyrar og bragðgóðar. Sem betur fer voru þær ekki ofkryddaðar. Hrásalatið góða hæfði kjötinu vel. Ristaða skinkan og dósasveppirnir voru hins vegar bara að flækjast fyrir. Bakaða kartaflan var hálfbökuð. Sósan var sæmileg. Verðið er 5.890 krónur. Kjúklingur Glóðarsteiktur kjúklingur með salati. sveppasósu og frönskum kartöflum var of mikið grillaður og farinn að verða seigur og bragðdaufur. Frönsku kartöfl- urnar voru sæmilegar og hrásalatið var gott að venju. Hálfur kjúklingur kostar 3.990 krónur og fjórðungurinn 3.290 krónur. 4 Vikan 12. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.