Vikan


Vikan - 20.03.1980, Page 9

Vikan - 20.03.1980, Page 9
Vikan kynnir forsetaframbjóðendur Vikan heldur áfram að kynna forsetaframbjóð- endur í myndum. í dag er það Guð- laugur Þorvalds- son ríkissáttasemj- ari. Guðlaugur er fæddur á Járngerðarstöðum í Grindavík 13. október 1924. Hann gekk menntaveginn og að loknu viðskiptafræðiprófi réðst hann til starfa hjá Hagstof- unni og var þar í heil 15 ár. Á námsárum sínum hafði Guðlaugur umsjón með viku- blaðinu Fálkan- um, var eini starfs- maðurinn að ritstjóranum und- anskildum, sem sat í útlöndum og sendi efni heim. Kennsluferill Guðlaugs er orðinn langur, nær allt frá Núps- GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON skóla og upp í Háskóla íslands þar sem Guðlaug- ur endaði reyndar sem rektor 1973. Eftir að Guðlaug- ur lét af embætti háskólarektors hefur hann gegnt starfi ríkissátta- semjara. Aðspurður um hvað taki við nái hann ekki kjöri, svarar Guðlaugur: „Þá heldur maður bara áfram eins og ekkert hafi í skor- ist. ” Og brosir. Eiginkona Guð- laugs er Kristín Hólmfríður Krist- insdóttir úr Reykjavík. Þau hafa eignast 4 syni en misstu einn þeirra sl. sumar. Kristín hefur starf- að við Happdrætti Háskólans undan- farin 8 ár. 12. tbl. Vlkan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.