Vikan - 20.03.1980, Page 18
Viðtal Vikunnar
Verslunin hefur
ekki malaö mér
neitt gull og ég
held ég megi
fullyrða að ég
eyddi minna fé til
auglýsinga fyrir
prófkjörið en
flestir aðrir.
sem ævistarf heldur sitja líka æviráðnir
menn i öllum ráðuneytum. Og því vill
oft fara svo með breytingarnar eins og
hjá gamalli húsmóður sem fer á
námskeið til að hressa upp á matar-
gerðina með nýjum uppskriftum. Þegar
fram i sækir finnst henni miklu
þægilegra að halda sér bara við þær
gömlu.
Konur og efnahags-
mál
— Hvað finnst þér um slagorðið:
Fleiri konur á þing? Er það réttmætt?
— Já, það er tvímælalaust réttmætt af
því að það er einlæg sannfæring mín að
við höfum svo miklu meira til málanna
að leggja en við höfum hingað til gert.
Hins vegar má ekki misskilja þetta
slagorð þannig að kjósa eigi konu á þing
eingöngu vegna kyns hennar.
— Nú hafa konur á Alþingi helst lent
i þeim málaflokkum sem snúa að
einhvers konar mannúðarmálum.
Finnst þér þetta eðlileg skipting?
— Nei, alls ekki. Konur ættu að vera
jafnvígar á hvaða málaflokk sem er, þar
getur ekki verið neinn eðlislægur munur.
Ef við t.d. litum á efnahagsmálin, sem
hafa frá upphafi verið verksvið
karlmannsins, væri synd að segja að
árangurinn sé nein skrautfjöður i hatt
þeirra. Mér finnst orðið meira en tíma-
bært að konur láti eitthvað að sér kveða
á þeim vettvangi.
— Hefur þú einhverjar ákveðnar
skoðanir á efnahagsmálunum?
— Já, og þar er af mörgu að taka. Við
gætuni t.d. minnst á óheyrilega háa
óbeina skatta. Ef við tökum sem dæmi
einn lítinn hlut sem bollapar þá fær ríkið
í sinn hlut af þvi 80% í tolla. 30% i
vörugjald og 22% í söluskatt. Auðvitað
geri ég mér fulla grein fyrir að einhvers
staðar verður að taka peninga til að
standa undir nauðsynlegum útgjöldum
eins og t.d. trygginga- heilbrigðis- og
menntakerfi. En það má spara á svo
mörgum öðrum sviðum. Hér er t.d.
rekin ein vitlausasta landbúnaðarstefna
sem um getur í víðri veröld og beinlinis
Því miður virðist
rík tilhneiging til
að líta á þing-
mennsku sem
nokkurs konar
œvilanga umbun
fyrir vel unnin
störf í þágu
flokkanna.
ýtt undir að allir helstu atvinnuvegir
þjóðarinnar séu meira og minna háðir
ölmusu, og fé ausið i alls kyns óarðbærar
framkvæmdir. Þetta hefur neikvæð
áhrif á rekstur fyrirtækja,
forráðamönnum fer að finnast
betligangan sjálfsögð og alveg óþarfi að
láta fyrirtækin bera sig. Starfsmönnum
rikisins hefur fjölgað óeðlilega án þess
að þjónustan hafi í raun og veru aukist
eða mikill afrakstur sjáist af starfi þeirra.
Og við höfum varið stórfé til breytinga á
skólakerfinu. sem hefur að minnsta kosti
ekki skilað sér i betri árangri hjá
nemendum heldur þvert á móti. Og
svona mætti auðvitað lengi telja.
Þróun efnahags-
málanna er síst af
öllu nein skraut-
fjöður í hatt
karlmannanna.
— Hvers vegna telurðu að konur séu
svo tregar til þátttöku i stjórnmálum?
— Það er ekki hægt að benda á neina
Fleiri konur á þing?
18 Vikan iz. tbl.