Vikan


Vikan - 20.03.1980, Síða 19

Vikan - 20.03.1980, Síða 19
eina ástæðu til þess heldur margþættar keðjuverkanir. Strax i bernsku eru karl- menn nánast aldir upp með það í huga að þeirra bíði í framtíðinni krefjandi starf þar sem taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. Þar af leiðandi finnst konum næstum því eðlilegt að þeirra vettvangur séu hin minna krefjandi störf. Og svo eru það börnin og heimilið þar sem alið er á sektarkennd konunnar ef hún þarf að beita kröftum sínum of mikið utan heimilisins. Henni er á allan hátt gert mjög erfitt fyrir og vil ég þar t.d. benda á ákaflega óréttláta skatta- löggjöf. Heimavinnandi kona er skráð fyrir helmingi tekna maka sins og fær að auki fullan persónufrádrátt. Kjósi konan aftur á móti að vinna úti og verja stórum hluta launa sinna til að greiða heimilishjálp eru þessar launagreiðslur ekki einu sinni frádráttarbærar til skatts. Mér finnst þetta stórt skref aftur á bak og hlýtur að leiða til enn minni þátttöku giftra kvenna i störfum utan heimilisins. — Einnig álít ég að konur séu kannski öllu viðkvæmari fyrir þvi neikvæða umtali sem hlýtur að fylgja umsvifum á sviði stjórnmála og ég fór ekki varhluta Hér er rekin ein sú vitlausasta landbúnaöarstefna sem um getur í víöri veröld og beinlínis ýtt undir þaö aö allir helstu atvinnuvegir þjóöarinnar séu meira og minna háöir ölmusu. af i síðasta prófkjöri. Og síðast en ekki síst er því miður enn litið á stjórnmál sem einkavettvang karlmanna þar sem konur eru einna helst nothæfar svona uppá punt. — Hvað geta konur gert til að ná þvi jafnrétti sem enn er þvi miður meira í orði en á borði í þjóðfélagi okkar? — Þær verða fyrst og fremst að afla sér menntunar sem gerir þeim kleift að standa á eigin fótum hvort sem þar er um að ræða bóklega eða verklega menntun. Og uppalendur þurfa að innræta stúlkum alveg frá bernsku að þær séu fullgildir þjóðfélagsþegnar á við karlmenn. Og við verðum að sýna enn meiri hörku í baráttu okkar fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu, því enn vantar mikið á að svo sé. — Hver finnst þér höfuðgallinn á þeirri mynd þingræðis sem við búum nú við? — Að mínu áliti er gamla flokkakerfið löngu orðið úrelt og því miður er ekki mikil von um breytingar. Höfuðmeinsemdina í störfum stjórn- málaflokka og Alþingis má rekja til allrar þeirrar samtryggingar og flokks- hlýðni sem þar ræður rikjum. Það er eins og aðalatriðið sé að enginn missi spón úr aski sinum. Mér finnst að skylda hvers þingmanns hljóti að vera að starfa samkvæmt eigin sannfæringu en ekki i einhverjum flokksótta. Og í þessu sambandi vil ég líka minnast á öll þau ókjör af nefndum sem starfa á vegum Alþingis án þess að mikill árangur sjáist af störfum þeirra. Ég vildi leggja til að öll nefndarstörf yrðu ólaunuð, þeir yrðu þá kannski ekki svona nefndaglaðir. — Að lokum, Arndis, ætlar þú að halda áfram i slagnum? — Já, tvímælalaust. Mér finnst að það þurfi að breyta svo mörgu í þjóðfélagi okkar. Og mér finnst einmitt að síðasta stjórnarkreppa bendi til þess að það sé full þöf fyrir nýja krafta til starfa á Alþingi. JÞ Höfuömeinsemd- ina í störfum stjórnmálaflokka og Alþingis má rekja til samtryggingar og flokkshlýöni. Amdis kynnir Rosenthalvörur á kaupstefnu í Laugardalshöllinni. 12. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.