Vikan - 20.03.1980, Síða 21
Hún nam staðar við dyrnar, liljurnar
blómstruðu allt i kringum hana. Í
garðinum voru líka gular blómabreiður.
„Uppáhaldsliturinn hennar mömmu
var gulur," sagði hún hljóðlega þegar
Peter kom upp að hlið hennar.
Hún sleit varlega upp eitt blóm og
fór með það inn. Á boi ðinu við myndina
af móður hennar var alltaf blómavasi. Á
sumrin var hann fullur af rósum, á
vetrum voru þar jasmínur og páskaliljur.
Hún lét blómið i vasann og horfði á
myndina af ungri brosandi konunni, sem
var við hlið blómavasans.
Anna Walters hafði dáið þegar hún
var aðeins tuttugu og þriggja ára. Carol
mundi ekkert eftir því þegar hún dó né
heldur veikindum hennar. Aðeins að
einn daginn hafði hún verið hjá henni en
þann næsta farin. Svo skyndilega hafði
þetta boriðað.
Carol hafði ekki verið nema fimm ára
þegar það gerðist en hún mundi enn hve
hljóður faðir hennar hafði orðið og hve
langt hafði liðið þangað til hann gat
fengið sig til þess að tala um móður
hennar. En hann hafði ekki þurft að
segja neitt. Blómin sem hann lét við
myndina af henni og garðurinn voru
talandi tákn um ást hans.
Einu sinni hafði þetta verið
dæmigerður sveitagarður þar sem allt
milli himins og jarðar greri. Carol mundi
hvernig móðir hennar hafði reynt að
gera garðinn snyrtilegan og hún reyndi
að hjálpa henni en reif þá og óhreinkaði
litlu hendurnar sinar. Hún minntist þess
hvernig móðir hennar hafði staðið upp
og andvarpað. „Ég vildi eignast gulan
garð.” sagði hún. „Allan gulan . . . þá
væri mér sama hvað greri I honum.”
Siðar hafði faðir hennar plægt
garðinn upp og gróðursett í hann á ný.
„Hann er fallegur, pabbi,” hafði Carol
oft sagt við hann síðar. „Mamma hefði
orðið ánægð.” En eina svar hans var:
„Ég hefði átt að gera þetta meðan hún
var hér.”
Carol hristi höfuðið og sneri sér við,
hún sá að Peter stóð I dyrunum og beið.
irást
Þýtt Emil Örn Kristjánsson
„Fyrirgefðu, Peter,” sagði hún
hljóðlega. „Ég ætlaði ekki að rjúka upp.
Þetta kemur stundum fyrir.” Hún gekk
til hans og lagði hönd sina á handlegg
hans. „Má ég hringja í þig siðar?"
Stuttu eftir að Peter var farinn kom
Edward Walters inn I húsið. Hann var
hár grannur maður og hár hans var
tekið að grána. Hann kinkaði kolli til
Carol og hún brosti.
Hún var stolt af föður sínum og bar
hann oft saman við aðra miðaldra menn
sem voru komnir með ístru og orðnir
sköllóttir. Hún hugsaði með sér að hann
væri heppinn að vera í athafnasömu úti-
starfi sem héldi honum hraustum.
„Halló, pabbi,” sagði hún og setti
teketilinn á borðið. „Þér hitnar af einum
tebolla.”
„Þakka þér fyrir, vinan,” sagði hann
og settist. „Ég sá Peter fara héðan rétt
áðan. Hann virtist súr á svip.”
„Æi, já," sagði hún. „Það var ekki
honum að kenna, ég lét bara eins og
kjáni. Ég fór með hann út i skóg i fyrsta
sinn í dag og það eina sem hann hafði að
segja var að það væru ekki neinir fuglar
þar!”
Hún leit á föður sinn. „En þar var
einu sinni fullt af fuglum. Pabbi, ég man
eftir þeim þegar mamma fór með mér
þangað. Hvað heldur þú að hafi orðið
um þá?"
Faðir hennar þagði um stund. Siðan,
án þess að svara spurningunni, sagði
hann: „Þú manst eftir öllu sem þú gerðir
með mömmu þinni, er það ekki, Carol?
Þó að þú hafir verið þetta ung?"
„Allt,” svaraði hún óhikað. „Það var
eins og þá væri alltaf sumar i
skóginum." Hún hellti tei I bolla fyrir
föður sinn. Síðan hélt hún áfram:
i.Reýftdar virtist lífið þá allt vera eitt
langt sumar, þegar ég var lítil og
mamma var hérna. Ég vissi reyndar ekki
um hluti eins og kulda og vetur, ekki
fyrr en ...”
„Ég veit.” Hann kinkaði kolli. „Ég
veit hvernig þér hefur fundist það. Hún
var góð móðir, Carol. Hún veitti þér
ánægjulega bernsku sem unun er að
minnast. Sama hvað gerist þá máttu
ekki gleyma því."
Það var eitthvað í rödd hans sem fékk
hana til þess að lita upp og horfa á hann.
Hann stóð allt I einu upp og gekk að
stólnum við arininn. Hún elti hann með
tebollann hans.
„Pabbi — er allt í lagi með þig?"
spurði hún áhyggjufull.
„Það — það er nokkuð sem ég þarf að
segja þér, Carol,” sagði hann þreytulega.
„Ég hef viljandi frestað því lengi en þú
átt rétt á að vita það."
12. tbl. Vikan 21