Vikan


Vikan - 20.03.1980, Side 27

Vikan - 20.03.1980, Side 27
Framhaldssagan „Sagði hann þér aldrei af hverju hann var svona flughræddur?” Mér fannst frændi minn hlaupa svo úr einu í annað að ég var alveg að verða rugluð. Ég varð að fá einhver svör og það fljótt, áður en Vivien kæmi. „Nei. Nei, það gerði hann ekki. Lenti hann einhvern tima í flugslysi?” „Þaðer svo langt siðan." Julian strauk hendinni yfir augun. „En alltaf flaug ég,” sagði ég. „Ég flaug til Ródesíu í skólann og aftur heim og svo mörgum sinnum þegar ég var í skólanum í Berkshire.” „Já, já. Ég var ekki að segja að hann hefði álitið flug hættulegt. En hann hafði bara persónulega ástæðu til að hata að fljúga. Og hann minntist aldrei á þetta i sambandi við móður þina —” Hann þagnaði aftur Mér kom i hug að það væri eins og hann væri að reyna að gera sér grein fyrir hve mikið ég vissi. áður en hann svaraði. Allt í einu sagði hann: „Segðu mér af hverju þú heldur að þú hafir séð tvær konur. Joanna." „Það var andlitið,” sagði ég með erfiðismunum. „Allt annað var eins, en andlitið var öðruvísi. En samt — hún þekkti mig. Hún talaði viðmig.” „Hvaðsagði hún?” „Hún bað mig að fyrirgefa eitthvað. Fyrirgefðu, Joanna, sagði hún. Julian frændi —” „Ja-há. Égskil.” „Var þetta sama konan?" spurði ég enn einu sinni. „Já.” Rödd hans var orðin að hvísli. „Þá — þá sá ég ekki ofsjónir. Guð minn góður, ég var orðin svo hrædd um aðég væri að verða vitlaus.” „Nei, Joanna. Hún var svo sannar- lega raunveruleg.” „Já, en hvernig gat þetta verið sama konan?” „Hún hefur tvö andlit, vina min. Þegar þú sást hana á svölunum, gekk hún frá vinstri til hægri, eða sagðirðu þaðekki?" „Jú.” „Og þú hélst — úr fjarlægð — að þetta væri Vivien?” „Já, annað virtist ekki koma til greina. En samt —” „En þegar hún kom inn í herbergið þitt gekk hún frá dyrunum og yfir að rúminu þínu. Frá hægri til vinstri. Þú sást því sinn hvorn vangasvipinn.” „Sara frænka þin dó ekki. Joanna. En hún óskaði bara að hún hefði dáið.” Þegar Julian frændi stóð upp og gekk út að glugganum renndi ég mér niður í sætið, sem hann hafði setið i, og horfði á hann þar sem hann stóð hreyfingar- laus og starði út á grasflötina fyrir framan húsið. „Vissi pabbi þetta?” spurði ég Ioks. Aftur var eins og hann ætti erfitt um mál. „Ég held að hann hafi alltaf álitið hana látna, þar til nýlega.” „Hvað skeði?” spurði ég. „Ég hefði átt að fá að vita þetta fyrir mörgum árum.” „Fyrst faðir þinn vildi halda ýmsu leyndu fyrir þér. eins og til dæmis hvernig móðir —” Orð hans drukknuðu í háværum ópum: „Nei. nei, pabbi! Ekki segja henni. Þú lofaðir....” Vivien þaut yfir gólfið og til pabba sins og óp hennar voru svo hræðileg að ég hafði aldrei heyrt annað eins. r I mánaskini Það var angistarsvipur á andliti Julians þegar Vivien réðst að honum og barði hann i andlitið, herðarnar og loks á bringuna, en loks áttaði hann sig og vafði hana örmum og þrýsti henni þétt að sér. Orðin streymdu af vörum hennar. „Sendu hana í burtu!” æpti frænka mín. „Hún ætlar að stela.. .. þú lofaðir að —” Allt i einu hætti hún að öskra og fór að gráta með svo örvæntingarfullum ekka að mig skar í hjartað af meðaumkun. „Það verður enginn vondur við þig, elskan mín,” sagði Julian Marsh róandi. „Það tekur enginn neitt frá þér. Frænka þin er í heimsókn hjá okkur og það gleður mig að hún skyldi koma.” Vivien fór aftur að æpa. Ég gat ekki horft upp á þetta lengur og stóð hægt á fætur og byrjaði að fikra mig aftur á bak til dyra. „Nú er nóg komið, Vivien,” var sagt hvasst fyrir aftan mig og ég sneri mér við og sá Paul Barton standa i dyrunum. Læknirinn ungi gekk fram en frænka mín stóð grafkyrr og starði á hann opinmynnt. Svo leit hún á mig og það var einhver glampi í augum hennar, sem skelfdi mig. Þegar Barton var kominn upp að mér nam hann staðar. lagði handlegginn utan um axlir mínar og sagði: „Ég er afskaplega reiður við þig, Vivien. Ef það er svona sem þér finnst að bjóða eigi velkomna frænku þina, sem á um sárt að binda, þá er ég svo sannarlega ekki sam- mála þér.” Stúlkan neri saman höndunum og sagði ekkablandinni röddu: „Ó. Paul, ekki vera reiður. Ég þoli ekki —” Allt i einu skipti hún gjörsamlega um skap og hún brosti ótrúlega ástúðlega. En glampinn í augum hennar leyndi sér samt ekki. „Julian, viltu ná i koniaksglas handa Joanna?” sagði Barton læknir. „Hún er alveg náföl. Hérna, sestu áður en þú dettur um koll.” Ég settist hálfhikandi og horfði á frænda min hella koniaki í glas og leggja af stað með það í átt til mín. En Viviea gekk á móti honum, tók glasið og sagði: „Égskal. Þaðvar jú ég sem kom henni úr jafnvægi.” Paul Barton settist á arminn á stólnum, sem ég sat í, og hann sýndi mér eiginlega meiri umhyggju en mér fannst þægileg. „Þetta er betra,” sagði hann ánægður. „Þú ert að fá réttan litarhátt. Hérna kemur koníakið.” Ég leit undan til að forðast rannsóknaraugu hans og horfði niður á gólfteppið. Og því sá ég 'fætur Vivien, klædda i satíninniskó, nálgast. Ég horfði á hana og sá hvernig hún með mikilli lagni brá öðrum fætinum fyrir hinn, svo að um leið og ég teygði mig fram til að taka við koníakinu, hrasaði hún og innihald glassins skvettist yfir hné min og hægri hlið Bartons. 1 öllu uppnáminu sem varð notaði ég tækifærið og reis á fætur og læddist til dyra án þess að líta til baka. Enda þótt ég heyrði að frændi minn reyndi að verja gerðir Vivien með að þetta hefði verið tóm slysni. þá fann ég samt til slíkrar andstyggðar, að ég gat ekki lengur fundið til með frænku minni, og eigin- lega ekki heldur frænda mínum. 1 skoti til hliðar við stigann var langur bekkur og þar hneig ég niður og þrýsti fingrunum að augunum til að halda aftur af tárunum. Ég gat ennþá heyrt raddir þeirra. þau virtust ekki einu sinni hafa tekiðeftir þvi aðég vaéri farin. Þegar svo hvell dyrabjallan glumdi i eyrum mínum brá mér svo illilega að þaðsetti að mér óstöðvandi skjálfta. Julian frændi kom fram til að svara bjölluhringingunni. Hann sveiflaði upp þungri hurðinni og sú rödd, sem ég hafði síst búist við að heyra, sagði hátt og skýrt: „Herra Julian Marsh? Komið þér sælir. Er unnusta mín — ? Ah, þarna ertu.” Alex Robertson gekk fram hjá frænda minum og beint til min. Vivien og Paul komu innan úr stofunni. en Alex virti þau ekki viðlits, heldur tók mig i faðm sinn og smellti á mig kossi. Svo lagði hann munninn að eyra minu og hvíslaði: „Það er þessi fina kaupstaðarlykt af þér." Ég hef aldrei verið eins fegin að sjá nokkurn mann, en ég skildi ekki alveg hvernig stóð á þessari unaðslegu komu hans hingað. Ég hefði getað svarið að það hefði ekki verið ekið heim að hús- inu. „Uss,” sagði Alex. „Reyndu nú að sýna að þú sért ánægðaðsjá mig.” Um leið og hann leit upp varð andlit hans að breiðu brosi og hann horfði fyrst á parið við stofudyrnar og siðan á frænda minn. „Á mínútunni hálf átta, sagði ég, Jo, og þú ert ekki einu sinni tilbúin. Ég bið þig að afsaka, herra.” Hann leit á Julian. „Jo ætlar að hlaupa upp og búa sig, er það ekki. elskan? Þú manst að ég var búinn að panta borð. Þeir halda þeim ekki fráteknum að eilifu i Stanway Arms.” Hann skálmaði í átt til Julians frænda og rétti fram höndina. „Alexander Robertson heiti ég. Og þú hlýtur að vera Vivien, frænka Joanna.” Ég flúði upp í herbergið mitt. Þegar við vorum komin hálfa leið til Boulting Magna. sagði ég: „Ég skil ekki ennþá hvernig þú gast komið svona hljóðlátlega.” „Ég ætlaði bara. ja að athuga hvort ekki væri allt i lagi.” svaraði Alex. „En ég valdi vitlaust, þarna sem vegurinn greindist, svo ég lenti auðvitað á vegar- spottanum að rústunum. Ég fór út úr bílnum til að skoða rústirnar. þar sem ég mundi eftir frá- sögn þinni um konuna sem þú sást á gangi þar. Ég var þeim megin við rústirnar, sem nær er húsinu. þegar ég heyrði hræðileg óp, sem nístu inn að beini. Ég hélt að það væri verið að drepa þig — eða einhvern annan.” Hann hló allt í einu en bætti svo við: „Ef þú hefur ekki skilið hvers vegna Julian frændi þinn vildi búa svona afsiðis, með margrar ekrur lands á milli sín og næsta hús, þá skilurðu það þó núna. Þú getur rétt imyndað þér hvernig væri að tjónka við Vivien inni í miðri borg.” „Erum við i alvöru að fara — hvert var það nú sem þú sagðir að við værum aðfara?”spurði ég. „Svo sannarlega. Stanway Arms er rétt utan við Magna.” „Og ertu i alvörunni búinn að panta borð þar? En hvernig gastu vitað —?" „Nei, það er reyndar ekki satt að ég sé búinn að panta borð, en ég varð að komast í hvelli inn i húsið. Þú hlýtur að sjá, Jo, að ég gat ekki bara barið að dyrum og heimtað að fá að tala við þig, ef það varst þú sem æptir. En það breytir engu, við fáum okkur að borða." Kvöldið var dásamlegt. Það var orðið skuggsýnt i garðinum við vatnið, þegar þjónninn fylgdi okkur að borði út við vatnsbakkann. Hann rétti mér mat- seðilinn og Alex vínkort og stikaði síðan aftur til baka yfir grasið. „Líður þér betur?” spurði Alex. Ég kinkaði kolli og spurði: „Eyðir Robertsonfjölskyldan öllum tima sinum i að bjarga kvenfólki i nauðum? Hafið þið öll svarið þess eið eða hvað?” Hann kipraði saman augun. „Það gætu nú verið einhverjar aðrar ástæður. Gleymdu því ekki.” Hingað og þangað í grasinu voru troðningar og þegar við vorum búin að borða leiddi hann mig eftir einum þeirra að bekk við ána. Við sátum smástund og nutum samvistanna án þess að segja nokkuð en svo rauf Alex þögnina og spurði: „Ætlar þú að fara aftur til þeirra i kvöld?” Hann gætti þess að rödd hans væri fullkomlega hlutlaus. Ég sneri mér að honum skelfd á svip. „Ég var eiginlega ekki —” 12. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.