Vikan


Vikan - 20.03.1980, Síða 40

Vikan - 20.03.1980, Síða 40
Vogin 24’ 9. - 23.10. Þú vildir gjarnan eiga rólegt og ánægju legt líf. Og helst eitthvað af hamingju líka. Og að nokkrum erfiðum mánuðum undanskildum bíður þín líka nokkuðátaka- laust ár, nema hvað ástamálin snertir. Á því sviði dugar þér engin smátýra. Venus veit þetta líka sem betur fer og sendir þér ástriðufulla strauma. Og þá á vogin bágt með að standast. Tvisvar verður ástar- loginn að þó nokkru báli: Á tímabilinu 3. apríl - 12. maí og 4. júní - 7. ágúst. Kannski má telja þetta forsmekkinn að þeirri stefnu í ástamálum sem kemur margri léttlyndri vog í hnapphelduna á næsta ári. Um miðjan október taka margar vogir upp nýja lífsstefnu sem kemst í enn fastari skorður á árinu 1981. Sértu fædd á tímabiiinu 23. september - 2. október neyðistu til að taka einhverja mikilvæga ákvörðun í október. Þú stefnir að nýju marki og breytingum, jafnvel örlagaríkum breytingum. Þú vinnur þig upp í áliti og styrkir aðstöðu þína. Þér tekst að ráða við jafnvel erfiðustu vandamál. Hafi örlögin á annað borð ætlað þér hlutskipti frægðar og frama þá kemur einmitt að því á þessu eða næsta ári. Það rætist úr fjárhagslegum vanda og þér býðst betri leið til frama. Þú tekur að þér meiri ábyrgð og skyldur sem verða þér að fjár- hagslegum ávinningi. Þú þarft þó að beita meiri kröftum í lífsbaráttunni í apríl og júlí. Gleymdu því að einkunnarorð þín eru annars: Lífsgleði njóttu, svo lengi kostur er. Það margborgar sig fyrir þig. Ágúst mun reynast þér þýngstur í skauti af öllum mármðúnum. Sennilega geturðu sjálfri þér um kennt. Margt bendir til þess að erfiðleikarnir séu í sambandi við ferð sem þú tekst á hendur. Það verður margt sem freistar — sérstaklega mannverur af gagnstæðu kyni. Sporðdreklnn 24*10.-22.11. Sennilega veist nú þegar að fólk í þínu merki getur sjaldan treyst á neina tilviljun í sambandi við hamingjuna. Þú færð ekkert ókeypis eða fyrirhafnarlaust. Þér tekst aðeins að ná takmarki þínu með mikilli vinnu og eigin hæfileikum. Einkunnarorð sporðdrekans eru: Gerðu það sjálfur. Árið 1980 verður heldur ekki svo auðvelt viður- eignar. Þó bendir margt til þess að þú eigir nokkurri velgengni og öryggi að fagna ef þú dregur ekkert úr eigin framlagi. Þú getur huggað þig við að það sem þér hefur tekist að ná verður ekki af þér tekið. Þú hefur mikla hæfileika til að sjá í gegnum samferðamenn þína og það getur oft haft ýmislegt óvænt í för með sér. Og tíminn vinnur með þér — bæði hvað einkamál og atvinnu snertir. Sem betur fer vita sporðdrekar alltaf hvað þeir vilja, ekki síst hvað ástamálin snertir. Aðdráttarafl þitt lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn og aflar þér óvæntra aðdáenda. Og sporðdrekinn er ekki á því að hafna nýrri lífsreynslu eða auðveldri bráð. Þetta árið ættirðu ekki að taka þér frí í ntaí eða ágúst, frekar í mars eða júlí. Óvenju miklar kröfur verða gerðar til sporðdreka sem fæddir eru á timabilinu 18, - 22. nóvember. Hann þarf að sýna fyllstu aðgæslu á tímabilinu 20. mars - 3. maí. Og þá kemur sér vel sá eigin- leiki sporðdrekans að dylja tilfinningar sínar þannig að enginn veit í rauninni að hverju hann stefnir. Ég vil sérstaklega vara þá sporðdreka sem fæddir eru 12. - 20.' nóvember við vanhugsuðum breytingum og árekstrum að óþörfu. Reyndu að hafa hemil á drottnunargimi þinni. Breytingar geta haft margt óvænt í för með sér en þér tekst ágætlega að halda utan um það sem þú hefur. Þú ert nógu kænn og aðgætinn til að standa af þér alla stornia. Og mundu að með því að grafa undan öðrum skaðar þú sjálfan þig. Innst inni þráir þú að leggjast í leti við sjó í sumarsól. Þú ættir að láta það eftir þér. Bogmadurinn 23.11.-21.12. Einkunnarorð þín eru: Að koma, sjá og sigra. En árið 1980 verður þér þungt I skauti. Að vísu eru bogmenn fæddir bjart- sýnismenn og mótbyr eykur aðeins á baráttugleði þeirra. En lífsfjörið eitt nægir ekki lengur til að yfirvinna hindranir. Þér kemur nú betur að grípa til vopna eins og varfærni og aðgæslu. En þetta kennir þér lika að meta betur ánægjulegu tímabilin: Aprílmánuður (fast samband tekur á sig alvarlega mynd), mikið líf í tuskunum í maí, seinni hluti ágúst. og október (þú stofnar til kynna við indælis fólk). Desember er samt sem áður langbesti mánuður ársins og sannar kenningu þína um að fátt sé svo með öllu illt. . . Þér finnst þú ekki ná þeim árangri í starfi sem þú kysir. Bogmenn sem fæddir eru á tímabilinu 23. nóvember - 3. desember eiga í miklum fjárhagsörðug- leikum. Sýndu því fyllstu aðgæslu í peningamálunum. Þú ættir alls ekki að ráðast i nein stórvirki eða eyða peningum í óþarfa. Þú ættir helst að taka þér sumarfrí í apríl eða ágúst. Annars er aðalatriðið að vera stöðugt á verði. Þú ættir ekki að taka að þér að gera neitt það sem skaðað gæti heilsu þína á tímabilinu frá maíbyrjun og fram að 10. júlí. Þú þarft á öllum þínum kröftum að halda til að standast þann mótbyr sem þú færð að stríða við allt til septemberloka. Bogmenn sem fæddir eru 12. - 14. desember eiga í erfiðleikum hvað atvinnu snertir og komast jafnvel í kast við yfirvöld á tímabilinu apríl - júlíloka. Þeir ættu þess vegna að reyna að forðast heimatilbúin vandamál og beina kröftum sínum eingöngu að hinum. Fyrstu níu mánuðir ársins munu reyna mjög á þolinmæði þína en í október fer aftur að birta til. 40 Vikan 12. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.