Vikan


Vikan - 20.03.1980, Qupperneq 42

Vikan - 20.03.1980, Qupperneq 42
Framhaldssaga ÞýO.: Steinunn Hetgadóttir. Patricia Johnstone: Eftir þvi sem Chris best gat séð var Peter Blake ákaflega eigingjarn maður. En Janet hafði ekki verið honum sam- mála. Hún hafði neitað að trúa þvi. Hún gat ekki leyft sér að trúa því þvi að þessi maður væri eina von Karenar. Þetta var einhvers konar misskiln- ingur, útskýrði hún fyrir Chris. Allt sem hún þurfti að gera var að fara til Ástralíu, hitta manninn og útskýra málið fyrir honum. Og auðvitað myndi hann þá skipta um skoðun. Hún hafði verið svo viss um að hún hefði rétt fyrir sér. Og hún hafði haft rétt fyrir sér. En þá fyrst hafði áhugi Chris vaknað á þessum undarlega manni. Hvers vegna hafði maðurinn neitað i fyrstu? Hvers vegna hafði hann skipt um skoðun? Janet vissi það ekki sjálf en henni var lika sama. Frá þeirri stundu var Peter Blake varla mennskur í hennar augum. Hann kom til London og það var allt sem skipti hana máli. Karen átti loksins að fá þá aðgerð sem hún þurfti á að halda. Chris hafði eitt sinn verið afbrota- fréttamaður og hafði á þeim tima lært sitt af hverju um mannlega náttúru. Þessi maður var honum ráðgáta. Hann hafði gert sér ákveðna hug- mynd um hinn óþekkta Blake. Hugleysi átti þar bekt við: — hann myndi vera hræddur við að fljúga, hræddur við deyfinguna, hræddur við sprautuna, siðan hafði hann einnig sýnt andlegt hugleysi þegar hann þorði ekki að neita Janet um bón hennar þegar hún kom til Ástralíu. Þá hafði hann sennilega fundið að af tvennu illu yrði léttara að skipta um skoðun. En nú hafði hann sjálfur séð Peter Blake og hann viðurkenndi fúslega að honum hafði skjátlast. Hann vissi nú að Peter Blake var enginn hugleysingi, hann vissi líka að maðurinn var vel gefinn og ákveðinn. Þó hafði Janet tekist að fá hann til að skipta um skoðun í Ástraliu. 42 Vikan u, tbl. í fyrstu brosti hún ekki. Hún starði aðeins á Peter Blake. Augu hennar voru djúpblá og alvarleg, varir hennar voru aðeins aðskildar og hún hreyfði sig ekki eins og hún héldi niðri í sér andanum. Hann virtist vera rólegur og í full- komnu jafnvægi og svo virtist sem hann hefði allan hugann viðaksturinn. Peter hallaði sér aftur í sætinu og reyndi að slaka á. Þetta sem skeð hafði með Jennings var búið og nú var ekkert við því að gera. Aðalatriðið var að honum hafði tekist að sleppa við viðtalið. Nokkur dagblöð myndu birta myndir af honum en honum stafaði ekki mikil hætta af því. Peter Blake, Ástralíu maðurinn sem komið hafði til London til að hjálpa lítilli sjúkri stúlku, var ekkert likur Michael Hodgson sem horfið hafði eftir lát eiginkonu hans fyrir átta árum. Hodgson hafði verið ungur maður með alskegg og bogið nef. Blake var nauðrakaður, hann var Ijóshærður eins og Hodgson en hár hans var siðara og nef hans var beint. Breytingin á nefinu hafði verið eitt af því erfiðasta. Hann hafði eytt hverri einustu krónu er hann hafði til umráða til að greiða fyrir aðgerðina sem gerð hafði verið i Sydney. Sú staðreynd að þessi aðgerð hafði breytt honum mikið hafði gerbreytt lífi hans og orðið til þess að hann gat nú hafið nýtt líf. En þar sem hann ók nú um götur Lundúnaborgar vissi hann að þessi breyting var veikur gruncívöllur að byggja lif sitt á. Chris Jennings sat einn í einu her- berginu i upptökuhúsi PTV. Hann sat við stjórnborðið með raðir af hnöppum fyrir framan sig. Hinum megin, á veggnum á móti honum, voru sex sjónvarpsskermar. Einn þeirra, sá stærsti, var i notkun. Chris var að skoða myndirnar frá Heathrow. Peter Blake og dr. Muir birtust á skerminum. Þeir voru að ganga i burtu frá hópi fréttamanna. Þeir námu staðar og tókust í hendur. Chris ýtti á stans-hnappinn og mennirnir tveir voru kyrrir á skerminum — Muir, rólegur og vingjarnlegur, Blake var afturá móti mjögstifur. Þetta var ekki beinlínis efni i stórfrétt en þó hefði þetta virst eðlilegra ef Blake hefði ekki neitað honum um viðtal. Allir vildu fá fréttir af Karen Collins og auð- vitað hefði aðeins verið rætt um hana. Eins og málin stóðu... Chris hristi höfuðið utan við sig og ýttiafturáhnappinn. Það var ekki mikið meira að sjá. Nú birtist Chris sjálfur á skerminum — vangasvipur hans sást þar sem hann nálgaðist og fór síðan að ræða við þá. Chris hvessti augun þegar hann sá hve stifur Peter Blake varð. Hann ýtti aftur á stans-hnappinn og beygði sig áfram um leið og hann starði áandlitiðá manninum. 1 fyrsta skipti sem hann hafði heyrt minnst á Peter Blake hafði hann aðeins fundið til andúðar á þessum manni. Janet hafði sagt honum þær góðu fréttir að búið væri að finna gefanda fyrir Karen. Siðan komu vonbrigðin. Gefandinn, sem var ungur. frjáls, hraustur og vel á sig kominn í alla staði, hafði neitaðaðkoma til London.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.