Vikan


Vikan - 20.03.1980, Side 44

Vikan - 20.03.1980, Side 44
Framhaldssaga einhvern veginn alls ekki áköfu, ungu konunni sem hann hafði hitt i Ástralíu fyrir aðeins fjórum dögum. Þetta var ákaflega falleg kona með dökkt hár og í gulum kjól en þetta var samt sem áður ekki sama konan. „Svo að þetta ert raunverulega þú." Hún andvarpaði feginsamlega og brosti. Þetta var undarlegt bros, hamingja og sorg fléttað óaðskiljanlega saman. „Þakka þér fyrir að koma eins fljótt og þú sagðir," sagði hún lágt og bauð þeim að koma inn í herbergið. Hann lagði frá sér ferðatöskuna. „Ég er feginn að ég skyldi geta komið.” Þó undarlegt mætti virðast var hann i raun og veru glaður. Morgunninn á flugvellinum hafði vissulega verið erfiður en honum fannst það einhvern veginn ekki skipta neinu máli núna. Allt virtist vera svo óraunverulegt. En andlit Janetar Collins var raunverulegt. Hvernig svo sem allt færi var hann maðurinn sem kannski gat veitt henni hamingju. Þaðgladdi hann. „Ætlarðu að hafa mig afsakaðan. Janet?” sagði dr. Muir og leit á úrið. „Við viljum að þú hvílir þig vel, hr. Blake. Frú Tyndall mun sýna þér her- bergið þitt. Hún hlýtur að koma fljót- lega. Hún mun einnig útbúa timaskrá fyrir þig. Janet mun svo sýna þér staðinn hér. Við vonum að það fari vel um þig." Hann brosti hlýlega til Peters og gekk siðan út og lokaði dyrunum á eftir sér. Peter leit í kringum sig i litlu stofunni. Hún var jafnópersónuleg og hótelher- bergi, að undanskildum vasa með blómum sem stóð á borðinu við glugg- ann og nýlegum blöðum sem lágu þar rétt hjá. Það var aðeins litafæðin og hreinlætið sem minnti meira á sjúkrahús en hótel. Gluggatjöldin og ábreiðan á rúminu voru hvít. Stólarnir voru klæddir gervi- leðri og gólfið var bert og hvitt. „Þetta er ibúðin þin,” sagði hún. Janet virtist vera full af einhverjum órólegum krafti og atorkusemi. Hún gekk um gólf, lagfærði gardínurnar og hagræddi stólunum. „Fyrir utan þetta herbergi er aðeins baðherbergi og smá- eldhúskrókur. Ég skal sýna þér það.” Hann elti hana án þess að mótmæla, og lagði ferðatöskuna við rúmið. Hann beygði sig yfir blómin og andaði aðsér ilminum. Hann fann allt i einu til löngunar til að heimsækja ensku sveitirnar. Það var undarlegt hve sterk áhrif löngu gleymdur ilmur gat haft á fólk og vakið upp gamlar og gleymdar minningar. Hann sneri sér við og þegar hann sá að hún horfði á hann brosti hann. „Þakka þér fyrir blómin.” „Þetta var hugmynd Karenar. Það eru blóm inni á stofunni hennar og henni datt i hug að þú vildir líka fá blóm. Ó, já, og svo teiknaði hún mynd fyrir þig. Ég lofaði að láta þig hafa hana.” Hún sótti myndina og rétti honum. Þetta var vaxlitamynd, máluð i bláu og appelsínurauðu — myndin var af stór- vöxnum manni sem hallaði sér kæru- leysislega út úr lítilli flugvél. Maðurinn brosti og veifaði. „Þakka þér fyrir.” Hann horfði hálf- feiminn á myndina. Teikning bams — þetta hafði hann aldrei reynt." Skilaðu til hennar að ég sé mjög ánægður með myndina.” „Þú munt sjálfur hitta hana þegar þeir hafa gengið úr skugga um að þú sért ekki sýklaberi á neinn hátt. þ.e.a.s. ef þú hefur ekkert á móti því.” Hún virtist óörugg. „Ég er hrædd um að Karen treysti á það. Við höfum talað svo mikið um þig.” Hann gekk á eftir henni inn í eldhús- krókinn. „En fyrst færðu þér te,” sagði hún, „og siðan verður þú að hvíla þig vel.” Hún setti upp ketilinn og tók fram tvo bolla. Hún virtist hafa mjög mikið að gera. Það var eins og hún gæti ekki veriðkyrr. „Hvað gastu sagt henni um mig?” spurði hann. „Hitt og þetta. Ég sagði henni að þú værir stór og sterkur maður, mjög brúnn eftir að hafa verið i Ástralíu.” Hún reyndi að lita út fyrir að vera stór og sterk til að gera útskýringar sínar fyllri og honum skildist að hún hefði sett upp líkan svip þegar hún hafði verið að tala við litlu stúlkuna. „Ég sagði henni að þú ækir vörubílum fullum af ull frá bændunum á markaðina, þar sem hún væri seld.” Hann hló. „Það er reyndar ekki svo ýkja langt frá sannleikanum. Ég gerði það áður fyrr. En hvernig gastu vitað það?” „Susan Jenkins sagði mér frá því.” Hann hugsaði til þess með ónotatil- finningu hvernig Susan hefði talað um hann. Susan. eins ísköld og hún hafði verið þegar hann neitaði að fara til London. virtist allt í einu vera svo langt í burtu. Og sá dagur virtist einnig vera svo löngu liðinn. Hann kveikti sér i sigarettu og tók við bollanum frá henni. „Þetta lítur út fyrir að vera ágæt íbúð," sagði hann. Hún leit alvarlega á hann. „1 raun og veru er þetta alls ekki skemmtileg ibúð. Þetta er hluti af sjúkrahúsinu og sjúkra- hús eru hræðilegir staðir. Mér þykir fyrir að þú skulir þurfa að ganga í gegnum allar prófanirnar og allt það, en.. . ” HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG 29 RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG 29 HARGREIÐ Ql Q. < RAKARASTOFAN Klapparstíg 29 - Sími 12725 BÝOUR YÐUR VELKOMIN HARGREIÐSLUSTOFAN Klapparstíg 29 - Sími 13010 HÁRGREI Q OC HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG 29 RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG 29 44 Vikan 12. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.